Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 52

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 52
112 LÆKNABLAÐIÐ heilsugœzlukrafa nútímans. Heimilislækn- isfræðin gæti hins vegar orðið betur í stakk búin til að öðlast yfirsýn. Hún byggði á betri aðstöðu til að meta 'hina sérstöku eiginleika viðfangsefnisins, sem væru oft- ast ekki aðeins summa einstakra kvilla, heldur væru þeir í sérstökum innbyrðis tengslum sem sérstæð heildarmynstur (Gestalt) og útheimtu sérstaka nálgun til úrlausnar. b) Aukin áherzla var lögð á sjúkdóma- varnir og þá nauðsyn að þekkja fyrstu frávik frá eðlilegu jafnvægi milli manns og umhverfis hans og þekkja áhættuþætti, sem gætu leitt til slíks fráviks, svo og að- ferðir til að bæta þar um. Áherzlan breytt- ist því frá sjúkratilfellalækningum og neyðarhjálp (kuratívri, episódískri O'g krísuoríenteraðri áherzlu) til víðtækrar ráðgjafarumsjár á reglubundinn og skipu- lagðan hátt. c) Afstaða breyttist til heilsugæzlu al- mennt með töluverðri útvíkkun 'hugtaks- ins, svo sem: að heilsugæzla miði að aukinni heil- brigði, en ekki aðeins lækningu sjúk- dóma eða viðhaldi slarkandi heilsu, að aðrir heilbrigðisstéttir geti og eigi að koma til samvinnu við lækna til að sinna svo víðtækri heilsugæzlu, að heilsugæzla eigi sér stað í virkari samvinnu við samfélagið, þ.e. ekki i stórstofnunum eingöngu. d) Þrátt fyrir gífurlegan kostnaðarauka heilbrigðisþjónustunnar höfðu lífshorfur miðaldra fólks í þróuðu ríkjunum ekki skánað. Benti sú staðreynd til þess, að hún hefði ek'ki beinzt að réttum viðfangsefnum. e) Ákveðin vilji neytenda. Stjórnskipuð nefnd borgara í Bandaríkjunum, sem sérstaklega var sett á laggirnar til þess að gera tillögur um bætta heilbrigðisþjónustu, lagði sérstaka áherzlu á nauðsyn eflingar frumheilsugæzlu (Millis Report 1966). Varð sú skýrsla stefnumótandi fyrir þróun í þessa átt víða um lönd (svipuð nefnd hafði 1905—1910 mótað stefnu í átt til grundvallarrannsókna, spítalaþjónustu o.þ. h.). „W'hat is needed — and what the medical schools and teaching hospitals must try to develop — is a body of infor- mation and general principles concerning man in society, that will provide an intel- lectucal framework into which the lessons of practical experience can be fitted. This background will be partly biological but partly it will be social and humanistic, for it will deal with man as a total, complex, intergrated, social being“. (Citizens Com- mission of Graduate Medical Education, the Graduate Education of Phycisians, C'hi- cago: AMA 1966, s. 52). f) Mikill þekkingarforði var og er enn órannsakaður á sviði frumheilsugæzlu, sem breytt gæti áherzlum heilbrigðisþjón- ustunnar. I kjölfar þessara hreyfinga hafa heimilis- læknafélög víðast í nágrannalöndunum skilgreint sérstæðu heimilislæknisfræð- innar, vinnubrögð, viðfangsefni, nauðsyn- legan þekkingarforða, aðferðir o.s.frv. Er nú þegar fyrir hendi vaxandi þekking á þessum efnum, sem hefur mótað fræðileg viðhorf í faginu og gert það kennsluhæft. Sérstakur námsferill hefur orðið til með ákveðnum kröfum og þekkingarforða, sem tekur tillit til hinna nýskilgreindu verk- efna heimilislæknisfræði. Er nú svo komið, að sú skoðun er að verða ríkjandi, að almennur læknir, sem lokið hefur kandidatsþjálfun, hafi aðeins lokið grunnnámi, en búi ekki enn yfir þekkingu, hæfni eða reynslu til að stunda heimilislækningar frekar en aðrar sér- greinar. Á þetta jafnvel við, þar sem tekið er til við að kenna heimilislæknisfræði í læknaskólum, sem víðast hvar er orðin raunin. Þróun þessi hefur svo leitt af sér, að aðsókn að þessu fagi hefur stórlega aukizt í flestum löndum, ekki sízt þeim fyrrgreindu, og ko^mast nú miklu færri að en vilja. Heimilislæknisfræðin er orðin sérfag, sem krefst sérstaks atferlis þess, sem hana stundar. Hefur það atferli mótazt út frá sérstökum, nýskilgreindum viðhorfum heimilislæknisfræðinnar. II. 3. Þróun hérlendis Þróun heimilislækninga hérlendis hefur verið með svipuðum hætti og að ofan get- ur, nema hvað heimilislækningar hafa stað- ið á enn veikari grundvelli en víðast hvar annars staðar og verði lausari í reipum. Var það t.d. ekki fyrr en 1963, að heimilis- lækningar voru aðs'kildar sem sérstakt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.