Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 73

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 121 myndir um sérfræðipróf og endurprófun, en eru nú að falla frá þeim síðarnefndu aftur og leggja meiri áhcrzlu á aðhald það, sem fæst með beinu samstarfi heimilis- lækna. Hér getur Félag heimilislækna gert til- lögur til sérfræðiráðs um lágmarkskröfur í starfi og aðferðir til að meta hvort þeim sé náð (t.d. aðhald starfsfélaga (peer audit) o.fl.). Ber þá e’kki að hika við að nota erlendar fyrirmyndir og tengjast jafnvel erlendum félögum um þessi atriði. Nefndin vísar til handbókar um aðferðir til prófunar og endurprófunar, sem WONCA hefur nýlega gefið út. Varðandi tilgang og eðli eftirlits um við- hald starfsmenntunar og þekkingar að- hyllist nefnd 'þessi skoðanir þaer, sem fram eru settar af Committee of Enquiry into Competence to Practice set up for the Medical Profession in the United King- dom. Þessar skoðanir koma fram í skýrslu frá 1976. Fara niðurstöður skýrslunnar hér á eftir í íslenzkri þýðingu: 1. Læknir, sem fengið hefur almennt lækningaleyfi, hefur rétt til að stunda lækningar og glatar ekki þeim rétti, nema hann verði óhæfur til starfs vegna sjúkleika eða elli. 2. Sérnám í læknisfræði og sérþjálfun er samfelldur þjálfunartími, sem veitir lækninum vaxandi hæfni og þekkingu á vissu sviði innan læknisfræðinnar. 3. Meginatriði samfelldrar menntunar í sérgrein er, að hin daglega vinna sé unnin á krítískan (sjálfsgagnrýninn) hátt. Gildi sjálfsgagnrýni eykst, er starfsfélagar ræða innbyrðis um reynslu sína. 4. Frekari rannsókna er þörf varðandi að- ferðir til viðhaldsmenntunar, og er þetta verkefni fyrir sérfræðifélög og yfirvöld um menntunarmál. 5. Frekari athugana er þörf varðandi skipti á námsmönnum á framhalds- námsstigi milli landa. 6. Allir læknar undirgangast, sem skyldu, að viðhalda menntun sinni, hvar sem þeir starfa. Raunar ætti viðleitni til viðhaldsmenntunar að vera sjálfsagður þáttur í allri menntun. 7. Það er hagur sjúklinganna, að læknir- inn sé frjáls að því að stunda þá á þann veg, sem hann telur beztan, hvernig sem kaupsamningi <hans er háttað. 8. Til þess að lækni sé kleift að stunda sjúklinga á viðunandi hátt, verður að vera til taks ákveðinn lágmarksútbún- aður og aðstoðarlið. 9. Almenningur verður að gera sér grein fyrir, að engin ríkisstjórn og ekkert stjórnkerfi getur útvegað öllum lækn- um og öllum spítölum allan hugsanleg- an búnað á kostnað sjúkratrygginga. Ótti okkar um hnignun lækninga í kerfi tilbreytingarlausrar einokunar grundvallast á samhenginu milli þjón- ustugæða, starfsgleði og viðhorfum iækna og hæfni þeirra til að sjá um og lækna sjúklinga. 10. Þörf er á endurbótum í spjaldskrár- haldi, til að læknar megi líta yfir verk sín og meta störf sín. 11. Við leggjum áherzlu á, að eftirlit og sjálfsgagnrýni eru eðlilegir þættir í menntuninni, og allir tilburðir til svipt- ingar lækningaleyfi þeirra, sem illa standa sig, eru andstæðir því menntun- arsjónarmiði, og geta því aðeins virkað neikvætt. 12. Að okkar mati er það nauðsynlegur þáttur í starfi læknis, að meta störf sín reglulega í félagi við starfsbræður. 13. í bili eru ekki nægar ástæður til að gera róttækar breytingar á veitingu lækningaleyfa almennt, þar eð ekki er nægilega tryggur mælikvarði á rétt- mæti slíkra breytinga. 14. Við teljum, að svo fremi að sambandi sjúklings og læknis sé ekki misboðið, ætti almenningur að eig kost á fyllri upplýsingum um vinnubrögð lækna, og við leggjum til, að gerð verði tæmandi rannsókn á því, að hverju marki upp- lýsingar í sjúkraskrám séu trúnaðar- mál, bæði frá læknisfræðilegu, laga- legu og þjóðfélagslegu sjónarmiði. 15. Þörf er að viðurkenna þá staðreynd, að sumum læknum förlast meir en öðrum, þegar aldurinn færist yfir. Það er því full þörf á aðstöðu til endur- ihæfingar innan læknastéttarinnar. 16. Upplýsingar um, að læknir sé e.t.v.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.