Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Síða 37

Læknablaðið - 15.08.1982, Síða 37
LÆKNABLADID 191 NÝIR HEIÐURSFÉLAGAR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Föstudaginn 4. júní 1982 voru þrem læknum afhent heiðursskjöl í tilefni þess, að þeir höfðu verið kjömir heiðursfélagar Læknafélags Reykjavíkur. Voru það þeir Bjarni Jónsson, Jón Sigurðsson og Kristbjörn Tryggvason. Hinn fjórði, Ófeigur J. Ófeigsson, gat ekki verið viðstaddur athöfnina, þar sem hann var á sjúkrahúsi, en fyrrverandi og núverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur afhentu honum heiðursskjalið síðar. Hér á eftir fara ávörp Arnar Smára Arnaldssonar og Björns Árdal, svo og pistill Snorra Páls Snorrasonar um Ófeig J. Ófeigsson. Örn Smárí Arnaldsson: Góðir félagar og gestir. Þegar ég valdist sem formaður Læknafélags Reykjavíkur í mars 1978, voru tveir heiðursfé- lagar í félaginu á lífi, Þeir Valtýr Albertsson og Bergsveinn Ólafsson. Kristján Sveinsson bætt- ist í hópinn 1980. Bergsveinn lést í desember 1981. Ef til vill hafði lát Bergsveins pau áhrif á mig, að ég fór að hugsa um heiðursfélaga í Læknafélagi Reykjavíkur. Engar fastmótaðar reglur eru til um pað í félagi okkar, hvernig heiðursfélaga skuli velja. í 6. gr. félagslaga segir svo: »FéIagið getur kosið sem heiðursfélaga lækna, vísindamenn eða velunnara félagsins. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um kjör heiðursfélaga, enda sé löglegur fundur stjórn- ar og meðstjórnar pví einróma fylgjandi. Val heiðursfélaga skal tilkynnt á aðalfundi«. Segja má, að pað sé jafnmikill eða meiri heiður fyrir félagið að eignast heiðursfélaga og fyrir einstaklinginn, sem verður fyrir valinu. Á fundi stjórnar og meðstjórnar, 3. mars 1982, var sampykkt að kjósa pá Bjarna Jónsson, Kristbjörn Tryggvason, Jón Sigurðsson og Ófeig J. Ófeigsson heiðursfélaga Læknafélags Reykjavíkur. Var peim tilkynnt pessi ákvörðun sama kvöldið, og að gert væri ráð fyrir afhendingu heiðursskjala síðar á vorinu, og pví erum við hér saman komin í dag. Margir eru betur til pess fallnir en ég að ræða um dr. Jón Sigurðsson, af peim fjöl- mörgu, er hann hefur starfað með og kynnst á lífsleiðinni. Ég hef kynnt mér starfsferil Jóns og ég hef vissulega séð honum bregða fyrir öðru hverju frá ég lauk læknanámi. Ég hef heyrt aðra ræða um hann, og pannig hefur skoðun mín á manninum mótast. Hann hefur ætíð verið vingjarnlegur og hlýlegur í allri framkomu og getið sér gott orð hvarvetna. Dr. Jón er fæddur í Reykjavík 29. júní 1906. Mynd 1. Heidursfélagar L. R. 1982 og páverandi formadur félagsins. Frá vinstri: Jón Sigurdsson, Bjarni Jónsson, Kristbjörn Tryggvason og örn Smári Arnaldsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.