Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 15. mars 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Meira en fimmtíu frumvörp bíða af- greiðslu á Alþingi fyrir þinglok. Flest þeirra er búið að þrautvinna í nefnd- um þingsins, en viðbúið er að ein- hver þeirra útheimti umræður. Í dag blasir við þref milli stjórnar og stjórn- arandstöðu um það hvaða mál eigi að setja í forgang. Samkvæmt starfs- áætlun ætti að slíta þingi í kvöld, en komið getur til framlengingar. Líkur eru á því að þingmanna- frumvarp Geirs Haarde og Jóns Sig- urðssonar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins verði fyr- irferðarmikið í umræðunni á loka- sprettinum. Auðlindaákvæði er málamiðlun Ögmundur Jónasson, Vinstri- grænum, sagði á fundi sem Auð- lindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík stóð fyrir í gær, að sér væri það ljóst eftir að hafa setið fundi stjórnarskrárnefndar, að lagatextinn í auðlindaákvæðinu væri svo óljós að erfitt væri að greina hið pólitíska inntak hans. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði við sama tækifæri að frumvarpið væri vissulega mála- miðlun sjónarmiða Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. „Út- gerðin má ekki hafa væntingar um að öðlast beinan eign- arrétt yfir auðlindum hafsins, út frá þessu ákvæði,“ segir Bjarni Benediktsson. Þeim sem kom- ið hafa fyrir stjórn- arskrárnefndina ber ekki saman um hvaða áhrif ákvæð- ið mun hafa á hug- myndir um eignar- rétt á auðlindinni í framtíðinni. Getur tafið þingstörf „Jafnvel þó að þetta sé aðeins eitt ákvæði þá er stjórnarskráin við- kvæmt og vandmeðfarið viðfangs- efni. Menn þurfa að reyna að meta hvaða áhrif svona ákvæði kem- ur til með að hafa,“ segir Birgir Ármannsson, Sam- fylkingu, um auðlinda- frumvarpið. Hann seg- ir að nú þurfi nefndin að skila sínu áliti og þá þurfi að ræða breytingartillög- ur ef einhverjar verða. „Vit- anlega fer það allt eftir því hvernig samkomulagið er um málið hvað þetta tekur langan tíma. Það er erfitt að spá fyrir um það,“ segir hann. Hann segir það vera ljóst að mik- il andstaða sé við frumvarpið eins og mál- in standi. Auð- lindaákvæð- ið hefur ver- ið gagnrýnt harkalaga að undanförnu. Össur Skarphéðinsson telur að ekki sé eining um málið innan Sjálfstæð- isflokksins. Þetta rímar við ummæli Einars Odds Kristjánssonar í síð- ustu viku. Hann sagði að nú þættust menn hafa uppfyllt skilyrði stjórnar- sáttmálans. Tveggja mánaða þing Alþingi kom saman um miðjan janúar síðastliðinn. Miðað við áætl- anir er því aðeins tveggja mánaða starf á vorþingi. Kosið verður til Al- þingis þann 12. maí næstkomandi. Þingmenn fá því nánast jafn lang- an tíma til þess að undirbúa sig fyrir kosningar eins og þeir hafa starfað á þingi þetta vorið. Nokkur umdeild mál hafa verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Þar má nefna ný lög um Ríkisútvarp- ið, þar sem stofnuninni var breytt í hlutafélag. Einnig var virðisauka- skattur á matvælum lækkaður. Sú aðgerð var meðal annars gagnrýnd af Þorvaldi Gylfasyni og Guðmundi Ólafssyni hagfræðingum, fyrir að valda verðbólgu þegar litið er til lengri tíma. Fimmtíu frumvörp bíða afgreiðslu. Þingmenn hafa aðeins morgundaginn til stefnu ef halda á áætlun. Auðlindafrumvarp getur tafið þingstörf. Birgir Ármannsson segir allt eins víst að umræður um það geti dregist á langinn. Þing hefur starfað í tvo mánuði. Fimmtíu Frumvörp eFtir SiGTryGGur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Tveggja mánaða þing Þingmenn ljúka senn störfum og hafa þá aðeins starfað í tvo mánuði þetta vorið. Nú tekur kosningabaráttan við, næstu tvo mánuðina. Stjórnarskrárnefnd Bjarni Benediktsson segir auðlindaákvæði geirs Haarde og Jóns sigurðsson- ar vera málamiðlun sjónarmiða beggja flokka. dagfari Vanþakklæti lýðsins Af hverju getur almenningur í þessu landi ekki hagað sér betur en hann gerir? Þó svo lánaklúbbur ríkis- ins vilji lána okkur milljónir á millj- ónir ofan og bankarnir líka er ekki þar með sagt að almenningur verði að taka öll þessi lán. Það er allt að verða vitlaust. Fólk hendist fram og til baka og kaupir og tekur lán á lán ofan. Nú er meira að segja verið að selja fellihús með grindum fyrir fjór- hjól og önnur tryllitæki. Annað hvort er það til þess að fólk geti tekið lán eða svo fólk sem hefur tekið lán þurfi að ganga þó það sé að ferðast. Allir urðu galnir þegar spurðist út að bankar og ríki lánuðu á mun lægri rentum en áður. Allir tóku lán. Þá sagði Davíð að nóg væri komið og ríkið hætti að lána svona mikið, bankarnir hættu að lána svona mik- ið. Almenningi var nær. Hvers vegna var hann að taka öll þessi lán, sem voru reyndar meira freistandi en lán höfðu áður verið? Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Þó allir vilji lána er ekk þar með sagt að allir verði að taka lán. Nú þegar allir hættu að lána hundrað prósent og lánuðu bara sjötíu próesent eða þar um bil, virt- ust flestir búnir að jafna sig á þessu. Það var búið að taka lán og borga upp yfir- dráttinn og taka yf- irdrátt aftur og all- ir skulduðu meira en áður. En það kom jafn- vægi, það kom jafnvægi. Þá kom ríkislánasjóður fram á sviðið og sagði alla sjóði opna upp á gátt og þá komu bankarnir og sögðu alla sjóði opna upp á gátt og fólk streymir í sjóðina og tekur ný lán og hærri. Allt fer á sama veg. Það er alveg sama hvað fólki er boðið að taka mikil lán, það tek- ur lánin, vegna þess að í auglýsing- um er farið fögrum orðum um ágæti þess að skulda þá stekkur fólk til og tekur lán. Ábyrgðarleysi fólks er mik- ið, mjög mikið. Fékk á sig mark og fingurbrotnaði Sjö ára piltur fingurbrotn- aði á íþróttavelli í grunnskóla í austurborginni á mánudaginn. Barnið var í nafnakalli í íþróttasal skólans þegar óhappið varð, en fótboltamark virðist hafa losnað og fallið á barnið, en fingur þess brotnaði við höggið. Í framhald- inu hugðist skólastjórinn fjar- lægja markið eða tryggja með öðrum hætti að slys sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Barn- ið fór á slysadeild og fékk gifs á fingurinn. Kranakall í áfallahjálp Karlmaður á þrítugsaldri slas- aðist við vinnu sína í Kópavogi á mánudagsmorguninn. Sá var að festa þakplötur á nýbyggingu við annan mann. Til öryggis voru þeir umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppi- lega vildi til að karfan skekktist en við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið en hinn slapp ómeiddur. Þykir mildi að ekki fór verr en mennirnir voru í tölu- verðri hættu. Óhappið tók mjög á kranastjórann sem bar ábyrgð á því að færa körfuna til en sá fékk áfallahjálp. Gaskútaþjófar í Hafnarfirði Þrír gaskútaþjófar voru gripnir í Hafnarfirði síðasta sunnudagskvöld en þeir stálu gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði. Þegar lögreglan fann þjófana höfðu þeir ítrekað reynt að fá skila- gjald greitt fyrir kútana en gengið treglega. Starfsmenn flestra bensínstöðva sáu við þeim en að lokum tókst þjóf- unum að fá inneignarnótu fyrir ránsfenginn og fannst hún í fórum þeirra. Tveir þjófanna eru 15 ára en sá þriðji töluvert eldri. Þeir voru allir yfirheyrðir á svæðisstöð- inni í Hafnarfirði og játuðu brot sín. Alcoa með starfsleyfi Alcoa Fjarðarál hefur feng- ið starfsleyfi fyrir álveri við Reyðarfjörð. Skipulagsstofnun féllst á framkvæmdina í ágúst á síðasta ári og í kjölfarið gaf umhverfisstofnun út tillögu að starfsleyfi. Engar athuga- semdir bárust við tillöguna. Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Alcoa, er ánægður með þessa niðurstöðu. „Ferlið hef- ur vissulega verið langt,“ segir hann. Alcoa er meðal stærstu framleiðenda heims á áli og unnum álvörum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars hern- aðartæki fyrir Bandaríkjaher.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.