Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 19
DV Umræða fimmtudagur 15. mars 2007 19
Það að vera lágstéttarkona er
erfitt. Ég er þrítug og þarf að búa
við ömurlegt óréttlæti. Ég þarf að
líða fyrir það að
geta ekki gert það
sama og venju-
legur þjóðfélags-
þegn. Ég á erfiða
æsku að baki og
hef þurft að hafa
fyrir lífi mínu.
Ég reyndi allt til
þess að geta gert
það sama og hin-
ir en allt kom fyrir ekki, mér mis-
tókst. Fyrir stuttu komst ég að því að
ég væri með maníu. Aldrei vissi ég
hvað væri að mér.
Í æsku lenti ég í einelti í skóla, of-
beldi og misnotkun. Ég gekk í gegn-
um ömurlega lífsreynslu sem hefur
kennt mér margt sem verður ekki
gleymt. Þótt ég hafi gengið í gegnum
þessa erfiðleika þá lét ég það ekki
stoppa mig. Ég kláraði 173 eining-
ar í fram-
haldsskóla
og er búin
með félagsliðann, sjúkraliðann,
uppeldisbraut og hússtjórnarskóla.
Skólinn hjálpaði mér mikið á þess-
um tíma. Ég þurfti aga og festu sem
hann veitti. Þegar ég hætti í skóla þá
var eins og borg sálarlífs míns hafi
hrunið. Ég missti stjórn á lífi mínu.
Lífið breyttist og hjólin fóru að snú-
ast í allt aðra átt. Ég gafst upp.
Einhvern veginn varð ég að sjá
fyrir mér og eina lausnin var að
fara á örorku. Árið 2001 fór ég á ör-
orku. Núna var ég komin á stað þar
sem ég vildi alls ekki vera. Vanda-
málin fóru að hrannast upp og ég
hafði litla stjórn á lífi mínu. Ég fór í
stormasamt hjónaband sem endaði
með sprengingu. Út úr því sambandi
lenti ég illa og fór ennþá neðar.
Á síðasta ári endaði ég á geðdeild.
Þangað ætlaði ég aldrei að fara. Ég
hafði áður leitað þangað og mér var
synjað um hjálp. Skilaboðin sem
ég fékk var að til þess að fá hjálp þá
þarftu að vera búin að meiða sjálfa
þig. Á geðdeildinni lá ég í fimm vik-
ur og í framhaldi af því fór ég á end-
urhæfingadeild Kleppsspítala.
Hvers vegna þurfum við sem get-
um ekki unnið að líða það? Hvað
getum við gert til þess að bæta kjör
öryrkja? Ef við stöndum ekki upp
og segjum hingað og ekki lengra,
hver gerir það þá? Okkur er lofað
öllu fögru um bætt kjör en sjáum
ekki nema hluta af því. Við viljum
sjá meira gert fyrir okkur. Við lifum
ekki á þeim kjörum sem við höfum
í dag.
Hver lifir af 110.000 krónum á
mánuði, sem nægir varla fyrir leigu?
Framundan eru kosningar, hversu
mörg gylliboð fáum við í þessum
kosningum? Hver býður hæst? Ég
vil sjá breytingu á þessum málum,
ég sit ekki lengur aðgerðarlaus og
geri ekki neitt.
Hvað ætla Íslendingar að gera til
þessa að minnka útblástur og loft-
lagseyðingu.
Er það eina sem við getum státað
af að álverin hér á landi mengi minna
en álver á flestum öðrum stöðum út
af vistvænni orku. Ekki get ég séð að
almenningur geri mikið til þess að
minnka notkun einkabílsins. Ef all-
ir reyndu að finna leiðir til að nota
bílinn minna myndi það örugglega
telja talsvert og aldrei að vita nema
fólk fengi einhveja heilsubót út úr því
enda mun hollara að hjóla eða ganga.
En hvað þetta varðar, þá gera stjórn-
völd lítið til þess að hjálpa til við að
draga úr notkun einkabíla. Almenn-
ingssamgöngur eru nánast ónothæf-
ar vegna fárra ferða og slæms leiðar-
kerfis, að auki er svo fokdýrt í strætó
nema þú kaupir áskriftarkort. Ég
kalla eftir því að Íslendingar fari að
vakna af fögrum blundi og hugsi bara
ekki um þetta sem vandamál annara
sem komi þeim varla við því þjóð-
in sé svo fámenn og noti vatnsafl til
vinnslu rafmagns.
Mig langar mest að gráta þeg-
ar ég hugsa um alla dagana sem ég
hefði getað verið á skíðum í vetur ef
það væru snjóbyssur í Bláfjöllum.
Fallegir, kaldir dagar þar sem auð-
velt hefði verið að spreyja snjón-
um í brekkurnar. Það er ekki nema
von að útivistarbúðir séu núna með
rosalegar útsölur á skíðum og brett-
um, það er ekki búið þannig að
skíðaíþróttinni hér fyrir sunnan að
fólk sjái sér hag af því að kaupa sér
skíði.
Snjóbyssurnar hafa svo sannar-
lega fest sig í sessi á Akureyri, það
sér enginn eftir þessum pening-
um þar. Enda státa Norðlendingar
af hvítum brekkum nær viðstöðu-
laust. Helgi eftir helgi geta þeir tek-
ið á móti rútuförmum af snjóþyrst-
um Sunnlendingum. Ég er hrædd
um að þessar snjóbyssur séu fljót-
ar að borga sig upp á vetri sem
þessum. Ég held svei mér þá að ég
fari bráðum að íhuga að finna mér
vinnu fyrir norðan og flytja til Akur-
eyrar.
Margrét H.Halldórsdóttir félagsliði skrifar:
Lífið getur kallað fram óréttlæti
Þorbjörg skrifar:
Glataðir skíðadagar
Laufey skrifar:
Á ekkert að gera?
lESENDUR
lESENDUR
lESENDUR
Endurfundir í miðborginni!
Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala,
í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að
einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma
250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði.
Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk-
um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að
koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í
borðhald og yfir 500 manns í standandi boði.
Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og
spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum.
Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa
hana: Ykkar ánægja er okkar markmið.
Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á
www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020
og veislan er í höfn!
Með kveðju,
Hafsteinn Egilsson
Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi?
Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með
öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu
í hjarta borgarinnar.
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A