Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Síða 17
DV Sport fimmtudagur 15. mars 2007 17 Í gær var lokaumferðin í Iceland Express deild kvenna og var lang- mesta spennan fyrir viðureign botn- liðanna tveggja, Breiðabliks og Ham- ars. Blikastúlkur voru með tveimur stigum meira en Hamar fyrir leikinn en með sigri gátu gestirnir frá Hvera- gerði komist uppfyrir Kópavogsliðið. Á endanum voru það Hamarsstúlk- ur sem hrósuðu sigri 85-57 á útivelli og halda þær því sæti sínu í deildinni en það var hlutskipti Breiðabliks að hafna í sjötta og neðsta sætinu og falla þar með niður í 1. deild. „Það hefur verið markmið okkar í allan vetur að halda okkur uppi og frábært að það tókst. Þetta er ólýs- anleg tilfinning, þetta var það sem við ætluðum að gera og við gerðum það. Við náðum að halda haus allt til loka og það skilaði sigri. Við náðum að spila vel saman í þessum leik og þegar við náum því þá erum við góð- ar,“ sagði Ragnheiður Magnúsdóttir, leikmaður Hamars, í viðtali við vefs- jónvarp Breiðabliks en leikurinn var sýndur beint þar. Bæði þessi lið komu á óvart í síð- ustu viku með því að ná sigrum og því var þetta hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi veru í efstu deild. Staðan var hnífjöfn 2-2 eftir fyrsta leikhlutann en í þriðja leikhlutan- um skoraði Hamar sextán stig gegn átta hjá Breiðabliki. Þar lagði Ham- ar grunninn að þessum sigri. Blika- stúlkur áttu enn möguleika í síðasta leikhlutanum en náðu ekki að nýta sér hann og 28 stiga sigur gestaliðs- ins staðreynd. Victoria Crawford var stigahæst í liði Breiðabliks með 29 stig en þá átti Telma B. Fjalarsdóttir fínan leik en hún skoraði fimmtán stig og tók alls tuttugu fráköst. Hjá Hamri var besti leikmaðurinn Latreece Bagley sem setti þrjátíu stig auk þess að taka sex- tán stig. Dúfa D. Ásbjörnsdóttir setti fimmtán stig, Anne Flesland fjórtán og Hafrún Hálfdánardóttir var með þrettán. Haukar voru orðnir deild- armeistarar fyrir lokaumferðina en liðið vann þó 81-79 sigur á Keflavík á útivelli. Í hinum leik gærdagsins vann Grindavík sigur á ÍS á heima- velli. elvargeir@dv.is Lokaumferðin í Iceland Express deild kvenna fór fram í gærkvöldi: Hamarsstúlkur sendu Breiðablik niður Úrslitaleikur um fall Hamar reyndist sterkari í leiknum mikilvæga í gær. Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Ice- land Express deild karla í körfubolta. Átt lið eru mætt til leiks í úrslitakeppn- ina, í kvöld verða tveir leikir og hinir tveir verða annað kvöld. Lið þarf tvo sigurleiki í einvígi til að komast áfram. Í kvöld klukkan 19:15 mætast Snæ- fell og Keflavík í Stykkishólmi. Snæ- fellingar hafa verið góðir í vetur og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Stemningin í Stykkishólmi er mikil og hungrið er svo sannarlega til stað- ar. Keflvíkingar enduðu í sjötta sætinu og hafa verið talsvert frá sínu besta á tímabilinu og allan stöðugleika vant- að í liðið. Algjörlega ný keppni Leikur KR og ÍR í kvöld hefst klukk- an 20 en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þarna mætast lið- in sem höfnuðu í öðru og sjöunda sæti deildarinnar en samt sem áður má búast við hörkuviðureign. Leik- ur ÍR-inga hefur verið vaxandi, þeir unnu bikarmeistaratitilinn fyrir stuttu og náðu að komast í úrslitakeppn- ina þó útlitið hafi ekki verið bjart um tíma. „Þetta hafðist í lokin en við átt- um að okkar mati að enda ofar í deild- inni. Þetta dugði þó til að komast í úr- slitakeppnina og það er algjörlega ný keppni. Það verður skemmtilegt að mæta KR-ingum, þeir eru verðugir andstæðingar og hafa spilað vel í vet- ur. Við höfum tapað fyrir þeim tvisvar sinnum á tímabilinu en nú er einmitt tíminn til að breyta því,“ segir Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR. „Bikarúrslitaleikurinn er að baki og nú er að einbeita sér að næsta titli,“ segir Eiríkur en hann reiknar eins og flestir með jafnri og spennandi úr- slitakeppni. „Hún verður örugglega mjög skemmtileg og jöfn. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk og í vet- ur, það er mikið af sterkum liðum og að mínu viti þá voru nokkuð sterk lið að falla niður. Það er ekki mjög mikill munur milli fyrsta og áttunda sætisins í getu.“ Töpum ekki oft í Fjósinu Skallagrímur tekur á móti Grinda- vík í Borgarnesi annað kvöld. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, segir lið sitt í nýjum sporum fyrir þessa úrslitakeppni. Áður fyrr hafi lið Borg- nesinga verið vanmetið en nú vita allir hvað þeir geta. „Grindavík er með gott lið og hefur verið að stíga upp að und- anförnu og spilað virkilega vel í rest- ina á deildinni. Að sama skapi höfum við verið að spila frekar illa á lokakafl- anum. Við þurfum að taka okkur virki- lega saman í andlitinu að nýju en við getum alveg lagt þá, þetta er algjörlega undir okkur komið.“ Skallagrímur hefur heimavallar- réttinn sem Val lýst vel á enda tap- ar liðið mjög fáum leikjum í Fjósinu eins og heimavöllur Skallagríms er kallaður. „Grindavík og Skallagrímur eru svipuð lið, það er ekki mikil hæð og ekki mikil breidd en hinsvegar eru bæði lið fljót og geta skotið. Það sem er nýtt fyrir okkur er að við höfum allt- af haft allt að vinna en núna vilja lið fara sigra okkur, það er það sem við viljum. Við viljum vera fullorðnir og fá pressu á okkur. Við fáum ekki klapp á bakið eins og við höfum alltaf feng- ið, það verður kannski það erfiðasta í þessu,“ sagði Valur. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, er bjartsýnn á gott gengi sinna manna. „Þeir eru mjög erfið- ir heim að sækja en ég er bjartsýnn fyrir þetta einvígi. Við erum búnir að vera spila vel í undanförnum leikjum og andinn í liðinu er fínn. Við ætlum okkur stóra hluti og ég er alveg harð- ur á því að við getum lagt þá í Borgar- nesi. Við þurfum að geta slegið lið eins og Skallagrím út ef við ætlum okkur einhverja hluti. Þetta er verðugt verk- efni og við ætlum að vinna þar strax á morgun,“ sagði Friðrik. Fyrri afrek gefa ekkert Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Ís- landsmeistara Njarðvíkur, lýst vel á viðureignina við Hamar/Selfoss en fyrsti leikur liðanna verður á morgun. „Hamar/Selfoss er lið sem hefur sýnt mikla seiglu í vetur og styrktist mik- ið eftir að hafa fengið George Byrd. Þeir spila töluvert frábrugðinn körfu- bolta en önnur lið í úrslitakeppninni og byggja á sínum styrk. Það er eitt- hvað sem við hræðumst ekki neitt. Við erum með þrjá stóra stráka sem eiga geta tekið vel á móti stóru strák- unum þeirra. Við þurfum að byggja á varnaleiknum, hann hefur verið okkar aðall,“ sagði Einar sem telur ekki leik- menn sína vanmeta andstæðingana. „Enginn gerir ráð fyrir að við vinn- um þá með vinstri. Við erum með reynslumikla menn sem vita að nú er hafið nýtt mót. Þessir sigrar okk- ar undanfarið gáfu okkkur fyrsta sæt- ið en nú er það búið. Við þurfum að halda vel utan um heimavöllinn og taka eitt skref í einu,“ sagði Einar Árni. benni@dv.is, elvargeir@dv.is Sjaldan eða aldrei verið jafn mikil Spenna Það er sannkölluð körfuboltaveisla framundan en úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hefst í kvöld. Deildin hefur verið mjög jöfn og skemmtileg í sumar og stefnir því spennandi úrslitakeppni. Spennan magnast Úrslitakeppnin í iceland Express deild karla hefst í kvöld og er búist við mikilli spennu. Úrslitakeppni iceland express deildar karla: Fim. 15.mars: kl. 19.15 Snæfell - Keflavík kl. 20.00 KR - ÍR Fös. 16.mars: kl. 19.15 Skallagrímur - UMFG kl. 19.15 UMFN - Hamar/Selfoss lau. 17.mars: kl. 16.00 Keflavík - Snæfell kl. 16.00 ÍR - KR sun. 18.mars: kl. 19.15 UMFG - Skallagrímur kl. 19.15 Hamar/Selfoss - UMFN iceland express deild kvenna: Grindavík-ÍS 84-77 Keflavík-Haukar 79-81 Breiðablik-Hamar 55-78 lokastaðan: Haukar 20 19 1 1900:1277 38 Keflavík 20 14 6 1871:1427 28 Grindavík 20 14 6 1631:1466 28 ÍS 20 7 13 1311:1478 14 Hamar 20 3 17 1208:1707 6 Breiðablik 20 3 17 1239:1805 6 UeFa- bikarinn, 16 liða Úrslit: Bayer Leverkusen - Lens 3-0 (4-2 samtals) 1-0 Andri Voronin (36.), 2-0 Sergei Barbarez (55.), 3-0 Juan (70.) Osasuna - Rangers 1-0 (2-1 samtals) 1-0 Pierre Webó (71.) Tottenham Hotspur - Sporting Braga 3-2 (6-4 samtals) 0-1 Tom Huddlestone (sjm. 24.), 1-1 Dimitar Berbatov 1-1 (28.), 2-1 Dimitar Berbatov (42.), 2-2 Andrade (61.) Werder Bremen - Celta de Vigo 2-0 (3-0 samtals) 1-0 Hugo Almeida (48.), 2-0 Clemens Fritz (61.) enska Úrvalsdeildin: Manchester City - Chelsea 0-1 0-1 Lampard (víti 28.). Aston Villa - Arsenal 0-1 0-1 Abou Diaby (10.) Man.Utd. 29 23 3 3 66:19 72 Chelsea 29 20 6 3 51:19 66 Arsenal 28 16 7 5 51:23 55 Liverpool 29 16 5 8 44:20 53 Bolton 29 14 5 10 34:34 47 Everton 29 11 10 8 37:26 43 Reading 29 13 4 12 43:38 43 Tottenham 29 12 6 11 40:43 42 Portsmouth 29 11 8 10 36:31 41 Blackburn 29 12 4 13 35:39 40 Newcastle 29 10 7 12 34:37 37 Middlesbro 29 9 9 11 32:34 36 Aston Villa 29 7 12 10 29:35 33 Fulham 29 7 12 10 31:44 33 Wigan 29 9 5 15 30:44 32 Sheff.Utd. 29 8 7 14 25:41 31 Man.City 28 8 6 14 20:34 30 Charlton 29 6 6 17 26:49 24 Watford 29 3 11 15 18:43 20 West Ham 29 5 5 19 21:50 20 ÍÞrÓTTamOlar Leikmenn UdineSe í bíLSLySi Nígeríumaðurinn Christian Obodo og ganverjinn gyan asamoah, leikmenn udinese, sluppu vel úr bílslysi á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir voru á leið heim af æfingu þegar bíll Obodos, sem var ökumaðurinn, lenti í árekstri við annan bíl í úthverfi udinese. asamoah slapp ómeiddur úr slysinu en Obodo þurfti á læknisaðstoð að halda vegna skurða og mars. talið er að loftpúði hafi bjargað Obodo frá alvarlegri áverkum. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu sama kvöld. ZLATAn AFTUr í LAndSLiðið Zlatan ibrahimovic, leikmaður inter milan, hefur verið valinn í sænska landsliðið á nýjan leik. ibrahimovic var rekinn úr hópnum eftir að hafa brotið útivistarreglur. ibrahimovic lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann ætlaði sér aldrei að spila aftur fyrir hönd svíþjóðar á meðan Lars Lägerback væri þjálfari. ibrahimovic var valinn í tuttugu manna landsliðshóp sem mætir Norður-Írum 28. mars. „Við erum að fá einn besta sóknarmann í heimi aftur í liðið,“ sagði Lägerback á blaðamannafundi í gær. ChelSea Og arSenal unnu á úTivöllum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.