Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 20
neytendur fimmtudagur 15. mars 200720 Neytendur DV Forstjóri Coke á Íslandi Laurie McAllister, forstjóri Coca-Cola í Skandínavíu, kemur hingað til lands ásamt stórum hópi starfsmanna The Coca- Cola Company til aðstoða starfs- menn Vífilfells við kynninguna á Coke Zero, nýjum sykurlaus- um kóla-drykk. Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells segir að aug- lýsingaherferð fyrirtækisins fyrir Cock Zero sé líklega sú stærsta sem farið hefur verið í vegna kynningar á nýrri vöru á íslensk- um matvælamarkaði. Skilafrestur Í verklagsreglum iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytis- ins um vöruskil er kveðið á um að neytendum sé heimilt að skila vöru innan a.m.k. 14 daga frá því að hún er afhent, enda sé kassakvittun eða sambæri- legri sönnun framvísað. Ákvæði þetta takmarkar þó aldrei betri rétt sem neytendur kunna að eiga samkvæmt lögum eða samningi við seljanda. endurgreiða gleraugu Gleraugnaverslunin Sjónar- hóll endurgreiðir tvenn gleraugu sem keypt eru í mars-mánuði að fullu, ef viðskiptavinir skrá sig á póstlista verslunarinnar. Engu skiptir hvað gleraugun kostuðu. Þá mun verslunin endurgreiða tíu þúsund krónur til þriggja viðskiptavina í mars. Þar að auki mun verslunin gefa fólki á póst- lista tvö gjafabréf að andvirði tíu þúsund krónur. Dregið verður úr skráningum á póstlista vegna gjafabréfanna og keyptum gler- augum vegna endurgreiðslna. Rúmlega 90 prósent skattgreiðenda telja fram á netinu í ár, en frestur til að telja fram rennur út 21. mars. Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisskattstjóri hvetur fólk til þess að skila skattframtali sínu tímanlega og bendir á að fólk geti leitað aðstoðar í símalínu skattsins, sem opin er til tíu alla virka daga. undrast alþingi Samtök verslunar og þjón- ustu hafa lýst yfir óánægju með afgreiðslu Alþingis á tillögum þeirra og Samtaka atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboðið. Samtökin telja það ekki ábyrgðarfullt af hálfu þingsins, í ljósi lækkana á mat- vöruverði að ákvarðanir Alþingis vinni gegn slíku átaki. Rúmlega 90 prósent skattgreiðenda munu telja fram á netinu samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skúli Eggert Þórðarson, Ríkisskatt- stjóri hvetur fólk til þess að skila skattaframtali sínu tímanlega í ár. „Það er auðvitað miklu þægilegri framtalsmáti að skila í gegnum heimasíð- una okkar. Þarna getur fólk afgreitt framtalið sitt strax, fengið bráðabirgðarútreikn- ing, þar er villuprófun ásamt mjög skýrum og ítarlegum leiðbeining- um fyrir hvern lið sem þarf að fylla inn í. Ein nýjungin enn er að þeir sem týna veflyklum sínum geta fengið nýjan sendan í heimabank- ann sinn.“ Ríkisskattstjóri reikn- ar hins vegar með því að rúmlega tuttugu þúsund manns skili áfram skattframtali á pappír. Bjóða upp á aðstoð Margir skattgreiðendur lenda í einhverjum vandræðum með skattframtalið sitt og til þess að mæta því hefur Ríkis- skattstjóri opnað símalínu í síma 511-2250, þar sem skattgreiðendur geta feng- ið almennar upplýsingar um framtalið, ásamt leiðbeining- um um tæknilegar hlið- ar málsins. Síma- línan er opin til tíu á kvöldin á virkum dögum og til fimm um helgar. Á vefsíðunni skattur.is/sos getur fólk einnig lagt inn fyrirspurnir. Skúli Eggert segir að ef fólk geri villur í framtalinu, sé tiltölulega auð- velt að leiðrétta þær. „Þetta er ekki svo mikil skriffinnska, það getur allt- af komið fyrir að fólk geri villur og í flestum tilvikum er hægt að leiðrétta þær, að öðrum kosti getur fólk sent rafræna leiðréttingu. Stærsta villu- prófið sem hver einasti gjaldandi getur tekið er að biðja um bráða- birgðarútreikning, þá er framtalið villuprófað og þá getur gjaldandi séð hvort hann sé að gera einhver stór- felld mistök, svo sem að gleyma ein- hverjum lykilupplýsingum.“ Fæstir lenda í vandræðum Skilafrestur á skattframtali fyr- ir einstaklinga utan atvinnurekstr- ar er 21. mars. Á vefnum er hægt að sækja rafrænt um frest á skilum. Skúli Eggert segir að fæstir þurfi að hafa áhyggjur af því að geta ekki skil- að framtalinu án sérstakrar hjálpar og bendir á að færri endurskoðend- ur geri skattframtöl fyrir einstaklinga utan atvinnurekstar, en áður. „Flestir geta gert þetta og eiga ekki að þurfa sérstaka hjálp. Þeir sem eiga mjög umfangsmikið hlutabréfasafn gætu mögulega lent í smávægilegum vandræðum.“ Hann hvetur fólk til þess að telja fram sem allra fyrst: „Það er mik- ilvægt að fólk skili framtalinu sínu sem fyrst, núna er þessi vertíð hafin og það er þægilegt að klára að skila því sem fyrst. Ef allir skila á síðustu stundu gætu mögulega komið upp einhver tæknileg vandamál. Vef- síðan okkar er bæði aðgengileg og þægileg, þannig að fólk á ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur.“ Vefsíðan Samferða.net, sem starf- rækt hefur verið á vefnum síðan árið 2005, gefur fólki í ferðahug kost á því að koma sér saman þegar ferð- ast á bílleiðis yfir lengri eða skemmri vegalengdir. Heiðurinn af vefsíðunni á Birgir Þór Halldórsson, en hann taldi slíkan miðil sárlega vanta hér á landi. „Hugmyndin að vefsíðunni kemur frá þýskri konu sem ég þekki, Þjóðverjar eru alltaf svo hagkvæm- ir í hugsunum og slíkar vefsíður eru mjög algengar í Þýskalandi og eigin- lega út um allan heim.“ Birgir bjó sjálfur á Ísafirði, en það- an eru langar vegalengdir til flestra byggðarkjarna á landinu. „Ég keyrði alltaf til Reykjavíkur, einn í bíl og með fjögur sæti laus í bílnum. Það er auð- vitað rándýrt að þurfa að borga allt bensínið einn. Stundum kom það upp að ég var ekki á bíl og vantaði far suður. Það var mikið vesen að þurfa að hringja í alla í bænum til þess að redda fari. Mér fannst vanta miðil til þess að fólk gæti auglýst eftir ferða- félögum,“ segir Birgir, en vefsíðan er auk þess að vera á íslensku, bæði á ensku og þýsku. Birgir segist ekki vita nákvæmlega hversu margir noti síðuna að stað- aldri, enda reki síðan sig algjörlega sjálf og hún sé ekki rekin í gróðahug- sjón. „Hún tikkar ágætlega og ég hef heyrt margar sögur frá fólki sem hef- ur notað vefinn. Um daginn var ég í sumarbústað með fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki. Þá fór ein stúlk- an að segja mér frá þessari rosalega sniðugu síðu sem hún notaði til þess að ferðast hringinn í kringum land- ið.“ valgeir@dv.is Hvetur fólk til þess að telja fram strax Vefsíðan Samferða.net gefur fólki kost á því að auglýsa eftir ferðafélögum: Rekur síðuna af hugsjón sÍminn dýrastur Stóru Internet fyrirtækin, Síminn, Vodafone og Hive bjóða öll upp á 12 megabita hraða á sekúndu, sem hröðustu teng- ingu. Hjá öllum fyrirtækjunum er ótakmarkað niðurhal, inni- falið í dýrustu tengingunni. 12 megabita tenging hjá Símanum kostar 6490 krónur á mánuði. Hjá Vodafone og Hive kosta samskonar tengingar hins vegar 5990 krónur á mánuði. ValgEir Örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Skúli Eggert Þórðarson fólk getur leitað aðtoðar hjá ríkisskattstjóra. Birgir Þór Haraldsson fékk hugmyndina að vefsíðunni frá Þýskalandi. Skúli Eggert Þórðarson fólk getur leitað aðtoðar hjá ríkisskattstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.