Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 32
Húsráðandi í Keflavík heldur að maður á sextugsaldri hafi ætlað að drepa hann og fjölskyldu hans. Hann kom að manninum þar sem var að hella bensíni við hús hans í byrjun nóvember í fyrra. Maðurinn var gift- ur inn í fjölskyldu húsráðandans. Hann hefur átt við geðræn vandamál að stríða og hefur verið úrskurðaður ósakhæfur. Af þeim sökum vill hús- ráðandinn ekki láta nafns síns getið. Húsráðandinn var nývaknað- ur, að hafa sig til vinnu þegar hann kom inn í eldhús og fann bensín- lykt. Hann hafði enga lykt fundið í svefnherberginu sem er hinu megin í húsinu. Hann sá illa út enda myrk- ur þar sem klukkan var hálf sjö um morguninn. Þegar hann athugaði betur sá hann hvar maðurinn var búinn að tæma úr fimm misstórum bensínbrúsum fyrir framan húsið, á bílastæði og á bíl sem þar stóð. Hann hljóp út of flæmdi manninn í burtu og kom þannig í veg fyrir að hann næði að kveikja í bensíninu og valda eldsvoða. Húsráðandinn veit ekki af hverju maðurinn ætti að eiga eitt- hvað sökótt við sig og segir þenn- an verknað hafa getað beinst gegn hverjum sem væri í fjölskyldunni. Húsráðandinn telur að maðurinn hafi verið búin að hella niður um sjö- tíu lítrum af bensíni og hafi tekið sér góðan tíma í það. Hann segist ekki bera kala til mannsins en er hræddur við hvað hann getur gert og vonar að hann fái þá hjálp sem hann þurfi. Fjölskyldan hefur verið róleg þar sem maðurinn er enn í gæsluvarð- haldi. Maðurinn hefur verið ákærð- ur af ríkissaksóknara fyrir tilraun til íkveikju og tilraun til stórfelldra eign- arspjalla. Á ófyrirleitinn hátt stofn- aði hann lífi og heilsu þeirra fjög- urra sem í húsinu dvöldu í augljósan háska. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun. hrs@dv.is fimmtudagur 15. mars 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Það er þá bæði bannað að tala við vagnstjórana og sparka í þá! Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag- inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og auglýsingar. Efni blaðanna Ákærður fyrir að stofna lífi fjögurra í háska í Keflavík: „Það barst ábending um að fíkni- efni væru á skólasvæðinu og við lét- um lögregluna vita,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Fram- haldsskólans á Laugum. Nítján ára piltur var handtekinn eftir að lög- reglan gerði leit í herbergi hans á heimavistinni. Talsverð fíkniefni fundust og var pilturinn hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfarið. Nemend- ur hittust morguninn eftir og sam- þykktu ályktun gegn fíkniefnum sem má finna á heimasíðu þeirra. Lögreglan á Húsavík var köll- uð í Framhaldsskólann á Laugum á mánudagsnótt. Skólayfirvöld- um hafði þá borist ábending um að fíkniefni væru á skólasvæðinu og var lögreglunni gert viðvart strax. Lögreglumenn leituðu í her- berginu og fundu alls 65 grömm af kannabis og 160 grömm af ætluðu amfetamíni. Ljóst er að pilturinn, sem er nítján ára gamall Suðurnes- ingur, hafi ætlað að selja fíkniefn- in. Lögreglan hneppti hann í gæslu- varðhald þangað til á morgun. Vikið úr skóla „Reglur skólans kveða strangt á um að nemandanum verði vikið úr skóla,“ segir Valgerður Gunnarsdótt- ir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Hún vildi ekki tjá sig um hvort það væri áhyggjuefni að svo mikið magn fíkniefna hafi fundist á heimavistinni. Ljóst er að pilturinn ætlaði að dreifa efnunum en ekki hefur verið staðfest hvort hann var að selja fíkniefnin á skólalóðinni. Að sögn Valgerðar kemur það fyrir, eins og í öllum öðrum skól- um, að fíkniefnamál komi upp. Hún sagði það óþarfa að leggjast í sögu- skýringar aðspurð hvort sambæri- legt dæmi hafi komið upp í skólan- um áður. Nemendum brugðið Pilturinn er nítján ára gamall og kemur frá Suðurnesjum. Hann bjó á heimavist skólans eins og margir aðrir nemendur. Forsvarsmönnum nemandafélags skólans var augljós- lega brugðið en haldinn var fund- ur innan skólans strax á þriðjudags- morgninum. Þar var samin yfirlýsing þess eðlis að nemendur hafni fíkni- efnum alfarið. Þeir lýsa ánægju með að lögreglan hafi stöðvað fíkniefna- sölu á skólasvæðinu og vara við að sölumenn svífist einskis til að ná til nýrra viðskiptavina. Í lok yfirlýsing- arinnar segir að nemendur skól- ans vilji ekki fíkniefni og sölumenn þeirra séu óvelkomnir. Í gæsluvarðhaldi Pilturinn var hnepptur í gæslu- varðhald á þriðjudaginn. Lögreglan segir rannsóknina beinast að piltin- um einum en ekki er talið að fleiri hafi tengst málinu innan veggja Framhaldsskólans á Laugum. Rann- sóknin er framkvæmd bæði af lög- reglunni á Húsavík og einnig á Akur- eyri. Pilturinn situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri þangað til á föstudag. Enn er óljóst hvort óskað verði eftir fram- lengingu á gæsluvarðhaldinu. SkóladópSali Situr nú í gæSluvarðhaldi Nítján ára piltur handtekinn í Framhaldsskólanum á Laugum grunaður um fíkniefnasölu: Mánuður fyrir leðurjakka Maður var dæmdur í eins mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að stela leður-jakka úr versluninni Companys í Kringlunni í Reykjavík. Jakkinn kostaði rétt tæpar 25 þúsund krónur. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir þjófnað úr verslunum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og að auki er brotið smávægilegt. Því þykir mán- uður hæfileg refsing. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. d V V ið sk ip ta b la ð ið m o rg u N b la ð ið Fr ét ta b la ð ið 80% 72% 66% 38% Var hræddur um líf fjölskyldunnar Keyrði á kyrrstæða bíla Maður var sviptur ökuréttind- um í fjóra mánuði fyrir að aka á tvær kyrrstæðar bifreiðar undir áhrifum slævandi lyfja. Maður- inn var á leið niður Laugaveginn í janúar síðastliðnum þegar hann ók á kyrrstæða bifreið. Í stað þess að gera vart um brot sitt ók hann á brott. Ekki vildi þó betur til en svo að hann ók beint aftan á aðra kyrrstæða bifreið við götuljós á gatnamótum Snorrabrautar og Hverfisgötu. Manninum er auk ökuleyfissviptingarinnar gert að greiða sjötíu þúsund krónur í sekt. Hvít reykjavík Það snjóaði í Reykjavik í morgun og tafði snjómuggan ferðir þeirra sem voru á leið til vinnu og í skóla. Marga er farið að dreyma vorið, en í morgun var ekkert sem minnti á að skammt er til vorsins. gámar útbyrðis Kársnes, skip Atlansskipa, missti fimm flutningagáma útbyrgðis í brotsjó við Garðskaga í gærkvöldi. Vaktstöð siglinga sendi siglingar- viðvörun á neyðartíðum vegna þess en gámarnir sem eru 40 fet geta flotið dögum saman og verið skip- um hættulegir, sérstaklega minni skipum og bátum. Viðvörunin gildir næstu daga eða á meðan gámarnir finnast ekki, en á endanum ýmist sökkva þeir að reka að landi. Sigl- ingaleiðin við Garðskaga er fjölfarin siglingaleið. Valur grettissoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Framhaldsskólinn á laugum Nítján ára piltur var handtekinn á heimavist skólans með rúmlega 200 grömm af fíkniefnum. Sparkaði í strætóbílstjóra Maður var í gær sakfelldur fyrir að sparka í kvið og handlegg vagnstjóra hjá Strætó. Árásin átti sér stað í nóv- ember síðast- liðnum og var árásarmaður- inn ofurölvi á hjóli. Hann segist hafa borgað fyrir far með strætisvagninum en vagninn var þá ekki lengur í áætlanaakstri. Maðurinn vildi fá endurgreitt en fékk ekki. Við það reiddist hann og setti hjól sitt fyrir framan vagninn. Þá var hringt á lögregluna en maðurinn hugðist flýja vettvang. Vagnstjór- inn greip í manninn sem brást við með að kýla hann í kvið og handlegg. Hann er dæmdur til að greiða 180 þúsund í sekt og tæpar hundrað þúsund krónur í skaðabætur. dv MYnd ÁSgEir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.