Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 15
DV Sport fimmtudagur 15. mars 2007 15 sport@dv.is Chelsea vann Man. City auðveldlega 1-0 í gær og heldur áfraM að narta í hælana á Man. utd. arsenal vann aston villa Með söMu Markatölu. allt uM ensku leikina á bls. Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta vann í gær frábæran 4-1 sigur á Kína í leik um níunda sætið á Algar- ve-mótinu. Staðan var markalaus allt fram á 68. mínútu en þá kom Dóra María Lárusdóttir íslenska liðinu yfir. Við þetta kviknaði í okkar stelpum sem sýndu ótrúlegan leikkafla og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði og svo bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við tveimur mörkum á tveimur mínútum. Kínverska liðið náði að minnka muninn í uppbótartíma en engu að síður frábær árangur hjá Íslandi enda Kína í níunda sæti á styrkleikalista FIFA. „Það kom okkur í sannleika sagt mjög á óvart hvað við náðum að vinna stóran sigur. Kínversku stúlk- urnar fóru að færa sig framar í seinni hálfleik og við það myndaðist meira svæði fyrir aftan vörnina sem við náðum að nýta okkur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við DV en íslenska liðið sýndi ótrúlega frammistöðu í seinni hálfleik. „Þegar við náðum að skora fyrsta markið var eins og allur vindur færi úr þeim. Þá kom líka aukið sjálfstraust í okkar lið og við hreinlega völtuðum bara yfir þær. Níunda sterkasta þjóð í heimi svo þetta eru klárlega frábær úrslit fyrir okkur. Það var mikill stíg- andi í liðinu í heild sinni allt mótið. Fyrsti leikurinn var ekkert sérstakur en svo vorum við vaxandi og náðum að ljúka þessu með frábærum leik,“ sagði Margrét. „Það var frábær stemning í hópn- um og það skiptir miklu í langri ferð eins og þessari. Maður hefur ekki getað kvartað yfir neinu, andinn hef- ur verið frábær, úrslitin góð og veðr- ið einnig. Það má því segja að allt hafi leikið við okkur í þessari ferð,“ sagði Margrét en hún segir ferðina hafa nýst liðinu vel. „Við fáum þarna fjóra góða leiki sem við náðum að nýta okkur vel, allir leikmenn hafa fengið tækifæri og mikilvægt fyrir nýjan þjálfara að kynn- ast liðinu betur.“ Margrét setti nýtt markamet á mót- inu en hún hefur nú skorað 25 mörk í þrjátíu landsleikjum sem eru fleiri mörk en nokkur önnur íslensk kona hefur skorað. „Það er æðisleg tilfinn- ing, alltaf gaman að slá met. Það er samt ekkert sem maður spáir mik- ið í,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. elvargeir@dv.is Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í níunda sæti eftir stórsigur á Kína: Mikill stígandi í liðinu allt Mótið Bilið minnkar Sport Fimmtudagur 15. mars 2007 sport@dv.is Allt um leiki næturinnar í NBA NBA Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst í kvöld. Mikil spenna er meðal körfuboltaunnenda. Bls. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.