Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 27
Madonna - 49 ára gömul og lítur út fyrir að vera busi í Versló. Silvester Stallone - 61 árs og hatar ekki að fá sér smá vaxtarhormóna. Britney Spears - 26 ára en lætur eins og hún sé annaðhvort fimmtug eða fjórtán ára, eftir því hvernig á það er litið. Hamborgararnir á McDonalds - Þessar elskur geymast betur en Saab 900. Maradona - 47 ára og getur enn sólað menn upp úr skónum. Randy Couture - 43 ára og vann þungavigtartitil UFC á dögunum. Snoop Dogg - 36 ára og er ennþá í löggu og bófa. Abigail Breslin - 11 ára gömul og fékk óskarstilnefningu. Radcliffe - 17 ára og kemur fram nakinn og reykjandi á West End. Lil Bow Wow - Aðeins tvítugur og farinn að stunda klúbba með R.Kelly. DV Bíó fimmtudagur 15. mars 2007 27 Topp 10 Ástæður þess að aldur er aðeins tala 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Úrslit mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands fara fram annað kvöld í Háskólabíói. Það eru lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Borgarholtsskóla sem mætast. Rætt verður um hvort mannkynið eigi að taka upp sameiginlegt tungumál og mæla MH-ingar með og Borghyltingar á móti. Við ætlum sko ekki að láta neina MH-peyja hræða okkur. Þetta er ofmetið lið og við getum ekki séð að þeir taki okkur fram á nokk- urn hátt,“ segir Arnór Pálmi Arnars- son, frummælandi í ræðuliði Borg- arholtsskóla. Á föstudaginn verður úrslitabarátta Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, háð í Háskólabíói. Í úr- slitum mætast Menntaskólinn við Hamrahlíð annars vegar og Borg- arholtsskóli hins vegar, en er þetta í fyrsta skipti sem Borgó kemst í úr- slit? „Já þetta er í fyrsta skipti og lík- lega það eina í lengri tíma, þar sem allir liðsmenn eru að útskrifast eða hætta námi í vor,“ segir Arnór. Um- ræðuefni kvöldsins er aðgengilegt, en rætt verður um hvort að heims- byggðin ætti að taka upp sameigin- legt tungumál. „Við mælum á móti og erum nokkuð sigurvissir, enda þýðir ekki að fara út í þetta með einhverju hálfkáki.“ Tekur rosalega af skólanum „Já þetta verður skemmtilegt,“ segir Birkir Blær Ingólfsson, stuðn- ingsmaður í ræðuliði MH-inga. Birkir er sannkallaður stjörnuleik- maður Morfís í ár, en hann hefur verið valinn ræðumaður kvölds- ins í öllum viðureignum sem MH- ingar hafa átt á tímabilinu. „Þeir eru svo sem ágætir, það er reynd- ar einn í liðinu sem getur ekki bor- ið fram stafinn „r“ en þeir eiga sína spretti,“ segir ræðumaðurinn snjalli um andstæðinga sína. Birk- ir vill ekki leggja fram neina spá- dóma um keppnina, en segir þó að MH-ingar séu hvergi bangnir og vel undirbúnir. „Það fer mikill tími í þetta, við fórum í sumarbústað í fjóra daga þar sem við sátum við ræðuskrif dag og nótt. Og svo fara næstu dagar í það að læra ræðurn- ar utan að og í annan undirbúning. Þetta tekur alveg rosalega af skól- anum,“ segir Birkir. Keppnin ekki sýnd í sjónvarpi Þrátt fyrir mikil mótmæli og djarfar aðgerðir Morfís-ráðs hef- ur enginn ljósvakamiðill áhuga á að sýna keppnina. Þeir sem vilja sjá úrslitin geta því nálgast miða í annað hvort Borgó eða MH og kosta þeir 700 krónur stykkið. Það voru MR, sem sigruðu keppnina á síðasta ári, en féllu úr leik í fyrstu umferð í ár, gegn feikna sterku liði Hamrahlíðar. Morfís þykir prýði- legur undirbúningur undir frek- ari sigra á vettvangi stjórnmála eða skemmtana. Til dæmis hafa Sigmar Guðmundsson, Inga Lind Karlsdóttir, Erpur Eyvindarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Illugi Gunnarsson, Sigurður Kári Kristj- ánsson, Oddný Sturludóttir og Dagur B Eggertsson öll tekið þátt í keppninni. dori@dv.is Panama.is opnar aftur Veftímaritið panama.is opnar aftur í dag eftir breytingar og er stefnt á enn frekari betrumbætur: „Panama opnar aftur í dag á slaginu tólf á hádegi,“ segir Björn Bragi Arnarson ritsjóri veftímarits- ins panama.is. „Við höfum endur- raðað á síðunni, sett inn nýja liði og betrumbætt hana. Þannig að við ákváðum að loka henni tímabund- ið á meðan á breytingunum stóð,“ segir Björn en ásamt honum eiga Panama þeir Hjörtur Hjartarson og Davíð Már Bjarnason. „Við fengum hugmyndina upp- runalega árið 2004. Við ætluðum að opna alhliða vefsíðu en síð- an þróaðist hugmyndin og úr varð Panama,“ segir Björn. Tímaritið hóf göngu sína þann 5. janúar og hef- ur sérhæft sig í málefnum unga fólksins og mun halda því áfram. „Það er allt að drukkna í tímarit- um á Íslandi en það er meira fyrir eldra fólk. Okkur fannst vanta al- vöru umfjöllun um hvað ungt fólk er að gera.“ „Við stefnum á það að vera leið- andi í tónlistar- og kvikmyndaum- fjöllun,“ segir Björn og talar um að markmiðið sé að keppa til fulls við aðra miðla í þeim málum. „Við ætl- um líka að vídjóvæða vefinn meira. Þá verða hlutir eins og spurning dagsins í myndbandsformi og jafn- vel verðum við með skemmtiþætti þegar líður á,“ segir Björn að lokum um framtíð vefsins. Björn Bragi Arnarson ritstjóri Panama.is Veftímaritið leggur áherslu á áhugamál og málefni ungs fólks. Úrslit Morfís á morgun Ræðulið Hamrahlíðar Birkir Blær stuðningsmaður liðsins segir mikinn tíma fara í morfís það bitni oft á náminu. Hann segir þá félaga vera vel undirbúna og óhrædda við keppnina á föstudag- inn. Ræðulið Borgarholtsskóla Þeir Hrannar, arnór, Elvar og Birkir óttast ekki skelegga mH-inga. n Hljómsveitin Grasrætur leikur blúsrokk á Dillon frá 21.30. Frítt inn. n Jazzrokksveitin Gammar leikur frumsamið efni á Domo n Mojito-kvöld á Thorvaldsen. Boðið upp á sex mismunandi útfærslur á drykknum. n Tanqueray-kvöld á Oliver. The Ravens Rhythm ´n´ Blues Band spilar frá 21 til 23 og Dj Börkur tekur við. n Tommi White niðri og Ingó Idol uppi á Sólon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.