Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 18
þar að tala um Luol Deng, félaga sinn hjá Chicago. Deng var stigahæstur í liði Chi- cago með tuttugu stig. Hjá Phila- delphia var Andre Iguodala stiga- hæstur með 19 stig. Andre Miller skoraði eingöngu sex stig á tæpum 40 mínútum í leiknum en hann gaf tólf stoðsendingar. Sjöundi sigur Cleveland í röð LeBron James var mættur að nýju í lið Cleveland Cavaliers sem heim- sótti Memphis Grizzlies í nótt. Cleve- land sigraði, 96-118. Þetta var sjö- undi sigurleikur Cleveland í röð. James var stigahæstur í liði Cleve- land með 29 stig. Næstur honum kom Zydrunas Ilgauskas með 19 stig. Hjá Memphis var Rudy Gay stiga- hæstur með 24 stig og Pau Gazol skoraði 23. „Ég fann mig bara mjög vel. Mér fannst eins og ekkert skot gæti geigað og ég hitti mörgum skotum. Það gaf okkur tækifæri til að taka því rólega í fjórða leikhluta,“ sagði James. „Við megum ekkert gefa eftir af því að við verðum að horfa á heildar- myndina. En eins og staðan er núna erum við ánægðir með leik okkar að undanförnu,“ sagði Ilgauskas eftir leikinn. New York Knicks sótti ekki gull í greipar Toronto Raptors þegar liðin Það var sannkallaður stórleikur í Dallas í nótt þegar tvö efstu liðin í Vesturdeild NBA mættust, Dallas og Phoenix. Framlengja þurfti leikinn í tvígang til að skera úr um sigurveg- ara. Það voru að lokum gestirnir í Phoenix Suns sem fóru með sigur af hólmi, 127-129. Amare Stoudemire og Steve Nash áttu sannkallaðan stórleik fyrir Pho- enix. Stoudemire var stigahæsti leik- maður vallarins með 41 stig og hirti auk þess tíu fráköst. Nash skoraði 32 stig, gaf sextán stoðsendingar og hirti átta fráköst. Hjá Dallas var Jerry Stackhouse stigahæstur með 33 stig, Dirk Nowitz- ki skoraði 30 og hirti auk þess sextán fráköst og Jason Terry skoraði 27 stig. Dallas hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð. „Svo gæti farið að þeir tapi ekki tveimur leikjum í röð það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Mike D‘Antoni, þjálfari Phoenix, hæstánægður með sigurinn. „Stoudemire var óstöðvandi. Hann var örlítið meiddur í baki, fékk smá vöðvakrampa í fyrri hálfleik. En hann var frábær í fjórða leikhluta,“ bætti D‘Antoni við. Steve Nash hrósaði einnig Stou- demire í hástert eftir leikinn. „Hann er frábær í að klára færin. Þetta var stórkostleg frammistaða honum,“ sagði Nash en hann jafnaði met- in með þriggja stiga körfu þegar 2,7 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Það var úrslitakeppnisandrúms- loft hér. Bæði lið léku mjög vel. Bæði lið áttu möguleika á sigri allt til loka. Við vildum klárlega vinna leikinn en við viljum einnig bæta okkur,“ sagði Stoudemire. „Þetta var stórleikur. Við ætl- um ekkert að draga úr því. Það eru vonbrigði að hafa ekki unnið en við jöfnum okkur á því,“ sagði Jerry Stackhouse sem hefur ekki skorað jafn mörg stig í einum leik frá því hann gekk í raðir Dallas fyrir þrem- ur árum. Hinrich með sigurkörfuna Kirk Hinrich tryggði Chicago Bulls eins stigs sigur á Philadelphia 76ers á útivelli, 87-88, með körfu þegar 26,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Philadelphi fékk gullið tækifæri til að vinna leikinn eftir það. Andre Miller fór í hraðaupphlaup og var við það að leggja boltann í körfuna þeg- ar flautuhljóð heyrðist. Miller hélt að dómarinn væri að dæma skref en í ljós kom að Philadelphia hafði beðið um leikhlé. „Einhver bað um leikhlé og það voru fyrirmæli frá þjálfaranum. Hvers sá sem bað um leikhléið gerði það sem honum var sagt að gera,“ sagði Miller eftir leikinn. Henrich viðurkenndi eftir leikinn að örlítil heppni hafi fylgt sigurkörf- unni. „Þetta var misheppnað kerfi. Ég rann til, en Lu greiddi úr því og kom boltanum til mín. Mér fannst að þegar ég fékk opið skot, þá ætti ég að hitta ofan í,“ sagði Henrich og var fimmtudagur 15. marS 200718 Sport DV Troðið með tilþrifum Leandro Barbosa tregður hér af miklum krafti. NBANBA NBA-úrslitnæturinnar toronto - New York 104-94 Philadelphia - Chicago 87-88 Orlando - utah 101-90 Charlotte - Sacramento 111-108 indiana - Washington 96-112 Boston - atlanta 109-88 memphis - Cleveland 96-118 Houston - L.a. Clippers 109-105 dallas - Phoenix 127-129 Portland - detroit 75-87 sTAÐAN Austurdeildin U T 1. detroit 41 22 2. Cleveland 40 25 3. Washington 35 28 4. toronto 36 29 5. Chicago 39 28 6. miami 34 29 7. New Jersey 30 35 8. Orlando 30 36 9. indiana 29 35 10. New York 29 35 11. atlanta 26 40 12. Philadelphia 25 40 13. Charlotte 24 41 14. milwaukee 23 41 15. Boston 19 45 Vesturdeildin U T 1. dallas 52 11 2. Phoenix 50 14 3. San antonio 46 18 4. utah 43 21 5. Houston 40 25 6. L.a. Lakers 33 31 7. denver 31 31 8. golden State 30 36 9. L.a. Clippers 29 35 10. New Orleans 28 36 11. Sacramento 28 36 12. minnesota 28 35 13. Portland 26 38 14. Seattle 25 39 15. memphis 16 50 NAsh með stórleik Dallas Mavericks tók á móti Phoenix Suns í stórleik næturinnar í NBA deildinni. Eftir æsispennandi tvíframlengdan leik fór Phoenix með sigur af hólmi, 127-129. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, vill ólmur fá Rúnar Kristinsson í sínar raðir: eNgiN spurNiNg Að ég vil fá rúNAr Allt virðist stefna í að Rúnar Kristinsson muni leika í búningi KR á komandi sumri í Landsbanka- deildinni. Rúnar er 37 ára gamall en hann er einn besti miðjumað- ur sem komið hefur frá Íslandi. Hann sjálfur hefur lýst yfir mikl- um áhuga á að leika með KR og sögusagnir hafa verið í gangi um að hann hafi náð samkomulagi við KR-inga. Ekkert er frágengið enn- þá þótt fátt virðist stefna í annað en að Rúnar fari í KR. „Við höfðum samband við hann fyrr í vetur í gegnum Jónas bróð- ur hans. Þá fengum við þær upp- lýsingar að hann ætlaði að sjá til hvað myndi gerast eftir tímabilið en hann lét okkur vita að ef hann myndi spila fótbolta hér á landi þá væri það bara fyrir KR,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, við DV í gær. Jónas Kristinsson, bróð- ir Rúnars, er formaður KR-Sport. Rúnar sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði ekkert heyrt sjálfur í Teiti og sagðist ekki vita hvort hann hefði áhuga á að fá sig. Teitur segir sjálfur að það sé engin spurning að hann vilji ólm- ur fá Rúnar í sitt lið. „Ef hann er í góðu standi og tilbúinn til að spila hérna heima þá er engin spurn- ing að við viljum nýta okkur það. Það er alveg ljóst að hann myndi styrkja liðið og væri gaman að fá hann,“ sagði Teitur Þórðarson. Það er allavega ljóst að Rún- ar mun snúa heim eftir tímabilið en hann leikur nú með Lokeren í Belgíu. Hann hefur þó ekki gef- ið það út hvort hann ætli að spila en það verður að teljast líklegt því þrátt fyrir aldurinn er Rún- ar í feikilega góðu formi og hefur verið einn besti leikmaður Loker- en í vetur. Hann hóf ferilinn með Leikni í Breiðholti áður en hann hélt til KR. Þaðan fór hann í at- vinnumennsku og er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upp- hafi. Teitur býst við að mál Rúnars muni ekki skýrast alveg strax. „Ég reikna með að þetta ráðist ekki endanlega fyrr en í enda móts. Hann er náttúrulega á fullu að spila fyrir Lokeren sem er í erf- iðri stöðu í Belgíu,“ sagði Teitur. Lokeren er sem stendur í þriðja neðsta sæti í belgísku deildinni, tveimur stigum á undan Bever- en en það lið sem hafnar í næst- neðsta sæti þarf að leika umspil- sleiki um sæti sitt. Aðeins neðsta lið deildarinnar fellur beint. elvargeir@dv.is Reynslubolti Enginn hefur spilað fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd en rúnar Kristinsson. Framlenging Steve Nash er hér við það að jafna leikinn 111-111 og tryggja Phoenix Suns framlengingu. mættust á heimavelli Toronto í nótt. Heimamenn unnu, 104-94. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto en T.J. Ford skoraði 18 stig og hirti 18 fráköst. Hjá New York var Stephon Marbury stigahæstur með 31 stig. Eddy Curry, leikmaður New York, var pirraður yfir því að fá ekki boltann nægilega oft. „Ég er ekki ánægður af því að frá mínum bæjardyrum séð var ég mjög oft frír. Ég veit að þetta er ekkert persónulegt. Ég var reiður en eftir leikinn róaðist ég niður. Ég vil bara vinna leiki,“ sagði Curry. Isiah Thomas, þjálfari New York, hrósaði T.J. Ford eftir leikinn. „Hann lék vörn okkar grátt og þeir neyddu okkur stanslaust í þriggja stiga skot Troðið með tilþrifum Leandro Barbosa tregður hér af miklum krafti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.