Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 14
„Fólk er farið að átta sig á að það stendur ekki til að gera neitt,“ sagði Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðing- ur á Ísafirði, í samtali við undirritaðan í vikunni. Hann var meðal frummælenda á borgarafundi um alvarlega þróun atvinnumála vestra síðastliðinn sunnudag. „Ég satt að segja fékk kökk í hálsinn hvað eftir ann- að þegar ég hlustaði á fólkið. Það er alveg hörmulegt að vita hvernig komið er,“ sagði Anna Kristín Gunnarsdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún sat borgara- fundinn. Einar Oddur: „Byggðamál í skötulíki” Í þessu ljósi er forvitnilegt að heyra einn reyndasta þingmann Sjálfstæðisflokksins, Einar Odd Kristjáns- son, viðurkenna að byggðastefna stjórnarflokkanna sé í skötulíki. Í samtali við Morgunhanann síðastliðinn mánudag sagði Einar Oddur orðrétt: „Við skulum ekkert vera að þræta fyrir það að bein- ar pólitískar aðgerðir í byggðamálum hafa verið í ákaflega miklu skötulíki í þó nokkuð mörg ár. Og því miður hefur mjög margt af því misheppnast og miklu minni áhersla er lögð á þá hluti heldur en fyrr var gert. Ég hef gagnrýnt það mjög harkalega og mjög lengi og tel það hin mestu mistök okkar þegar Byggðastofnun var færð frá forsætisráðu- neytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Hins vegar er það rétt að það er hægt að nota miklu sértækari aðgerðir til þess að treysta einstaka byggðir heldur en hefur verið gert.“ Ég sé fyrir mér Einar Odd frá Flateyri fara yfir þetta með Valgerði Sverrisdóttur, sem fór með byggðamál- efnin í ríkisstjórninni til skamms tíma. En ber ekki ríkis- stjórnin öll ábyrgð? Þótt meginskýring vandans blasi við öllu skynsömu fólki er eins og stjórnarliðum og sérhagsmunagæslunni í landinu takist bærilega vel að þagga niður tilraunir til að fjalla um hana. Kannski er það sektarkenndin yfir ákvörðunum og tómlæti fyrri ára sem plagar. Lýsingarnar eru sláandi. Vestfirðingur hringir í Magn- ús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, og segir að út úr byggðarlagi sínu blæði 400 milljónum króna á ári vegna kvótaleigu. Það eru miklir peningar. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, skrifar að hvert byggðarlagið á fætur öðru hafi mátt þola áföll sem hafa riðið yfir eins og brotsjóir í hálfan ann- an áratug. „Fyrst á Patreksfirði, síðan Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri, Bolungavík, Súðavík, Hólmavík og Ísafirði. Öll áföllin tengdust sölu kvóta eða gjaldþroti lykilfyrirtækja og höfðu sömu afleiðingar, atvinna dróst saman, fólki fækkaði, tekjur lækkuðu, eignir féllu í verði.“ Einar Guðfinnsson hf. Tökum heimabæ Kristins sem dæmi. Snemma árs 1993 var fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf., burðarás at- vinnulífs í Bolungarvík, úrskurðað gjaldþrota. Gjald- þrotið var óumflýjanlegt eftir að Landsbankinn, þá ríkisbanki, hafnaði bón bæjarstjórnarinnar og forsvars- manna fyrirtækisins um að fá að leysa til sín skip félag- ins. Með þeim hætti vildu heimamenn freista þess að halda 3.419 tonna kvóta í þorskígildum áfram í heima- byggð. Gangverð þessa kvóta í dag er 6 til 7 milljarðar króna. Hvað varð um þennan kvóta? Hver keypti kvótann af ríkisbankanum og á hvaða verði? Spurt er um verð vegna þess að, hafi kvótinn verið seldur undir gangverði má efast um að EG hf hafi í raun verið gjaldþrota. Þegar þessu vatt fram og örlög Bolungarvíkur voru í raun í höndum ríkisstjórnarinnar, sem fór með vald- ið yfir Landsbankanum, hafði Tvíhöfðanefndin svokall- aða skilað tillögum sínum um framtíð kvótakerfisins. Þær áttu að koma í veg fyrir 20 ára stríðið sem geisað hefur æ síðan um kerfið. Tvíhöfðanefndin hafði meðal annars lagt til við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að veiði- heimildir yrðu að hluta bundnar vinnslu en ekki aðeins skipum. Annar tvíhöfðinn, Þröstur Ólafsson, sagði í samtali við Morgunblaðið 30. apríl 1993: „Niðurstað- an hjá Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík hefði getað orðið önnur ef komið hefði verið á kerfi veiðiheimilda handa vinnslustöðvum í landi eins og nefndin leggur til í skýrslu sinni.“ Það er rétt sem Einar Hreinsson segir, að það hef- ur ekki staðið til að gera neitt og það hefur í raun Einar Oddur viðurkennt einnig. Það mátti nefnilega ekki ráð- ast að rótum vandans, sérhagsmunum innvígðra. Var það þess vegna sem stjórnarliðar fundu ekki tíma til að mæta á örlagaríkan borgarafund á Ísafirði síðast- liðinn sunnudag? Og því var þögn Fréttablaðsins um borgarafundinn og raunir Vestfirðinga ærandi fram eftir vikunni? Ekki stafkrókur! Var Þorsteinn Pálsson ritstjóri með sektar- kennd frá sjávarútvegsráðherratíð sinni 1991 til 1999? Svona í leiðinni: Hvar er skýrsla stjórnvalda um jöfn- un flutningskostnaðar í þágu rekstrar á landsbyggðinni? Því hefur málið verið ofan í skúffu allt kjörtímabilið? fimmtudagur 15. mars 200714 Umræða DV Sæunn Stefánsdóttir, einn af þingmönnum Framsóknarflokks, sagði í útsendingu Alþingis í gærkvöldi, að hér á landi væri eitt besta velferð- arkerfi í heimi. Það er ekki lítil fullyrðing falin í þessum orðum þing- mannsins. Við sem lesum DV vitum að það er margt að sem segir okkur að þetta getur ekki verið rétt hjá þingmanninum. Nema það gerist þegar fólk tekur sæti á Alþingi að það dragi fyrir alla glugga og heyri hvorki né sjái það sem fyrir utan er. Viti bara ekkert af því sem er að gerast, neiti staðreyndum og krýni sjálft sig til allskyns verðlauna, sem að mati ann- arra eru versta háð og eru því verðlaus með öllu. Kannski var þingmað- urinn Sæunn í bestu trú. DV hefur flutt fréttir af því að fjölskyldur blindra barna hafa neyðst til að flýja land þar sem aðeins eitt blint barn á Íslandi fær lögbundna kennslu. Það er þess vegna, ágæti þingmaður, sem fjölskyldur verða að flytja. Það er vegna þess að Alþingi hirðir ekki um að sjá til þess að blindir Íslendingar fái þá kennslu sem þeim ber. Þetta dæmi eitt er nóg til þess að segja þingmanninum Sæunni að hún hafi farið með rangindi í gærkvöldi. Kannski vissi hún ekki betur, kannski hefur hún ekki dreg- ið gardínurnar frá, frá því hún fékk sæti á þingi. Sæunn og hinir þing- mennirnir hafa það eflaust ágætt, en allt það fólk sem skipar Alþingi tók að sér annað hlutverk en að bulla um eigið ágæti, þegar allir aðrir sjá hversu fáránlegur og rangur mál- flutningur þessa fólks er. Hvað svíður þá sárast sem voru vistaðir í helvistinni í Breiðavík? Jú, menntunarleysið. Það versta var að ríkið tók af þeim möguleika til menntunar. Þeir fengu ekki mennt- un ámóta því sem jafnaldrar þeirra fengu. Þessi staðreynd er sú versta. Nú ætla þingmenn að halda því fram að hér sé besta velferðarkerfið á sama tíma og blind börn fá ekki kennslu. Breiðavíkurbörnin fengu ekki kennslu og nú þurfa fjölskyldur blindra barna að flytja til annarra landa svo þeirra börn fái kennslu. Verður hávær umræða um menntunar- leysi blindra eftir nokkur ár? Á Alþingi heitir þetta besta velferðarkerfi í heimi. Kannski er ástæða fyrir þingheim að draga betur fyrir gluggana, hleypa engu lofti inn og hefja alvöru umræðu um eigið ágæti. Eða verður þingið sökum þess hversu stutt er til kosninga að hlusta aðeins, hlusta á þá sem bíða þess að sjónstöðin geti tekið tæki úr kössum, tæki sem gef- in voru til hjálpar blindum börnum. Það vantar tíu fermetra herbergi til að það verði gerlegt, á að hlusta á þá sem bíða þess að komast í aðgerð- ir, á að hlusta á þá sem eiga ekki málungi matar, þau börn sem eru svo fátæk að þau geta ekki keypt sér mat í skólanum og blindu börnin og foreldra þeirra sem eru að pakka saman og flytja af landinu. Nei, lokið gluggunum og hamist á hversu vel þið hafið staðið ykkur, besta velferð- arkerfi í heimi. Til hamingju Alþingi. Sigurjón M. Egilsson Til hamingju Alþingi Nei, lokið gluggunum og hamist á hversu vel þið hafið staðið ykkur, besta velferðarkerfi í heimi. Til hamingju Alþingi. Jóhann haukssOn útvarpsmaður skrifar Var Þorsteinn Pálsson ritstjóri með sektarkennd frá sjávarútvegsráðherra- tíð sinni 1991 til 1999? Áramótaræða forsætisráðherra Bloggarar voru fljótir að bregðast við eftir eld- húsdagsum- ræður á Alþingi í gærkvöld og túlkuðu þær hver með sínum hætti. Pétur Gunnarsson, fyrrum blaða- maður og síðar innanbúðarmaður í Framsóknar- flokknum, lagði út af ræðu Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, og sagði ræðuna bera merki þess að Steingrímur vildi láta fólk sjá ábyrga forsætis- ráðherraefnið, því hafi lítið farið fyrir púðri en ræðan líkst áramóta- ræðu forsætisráðherra. Þorgerður ræðuskörungur Ræðumaður kvöldsins í eldhús- dagsumræðunum var Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdótt- ir að mati hægripenn- ans Stefáns Friðriks Stef- ánssonar sem mærir hana fyrir öfluga og skörug- lega ræðu. Hann segir það sér- staklega hafa hrifið sig að ræðu sína byggði menntamálaráðherra á staðreyndum um það hvernig stjórnarandstaðan sat hjá í öllum lykilframfaramálum undanfar- inna ára. „Þar var mjög vel talið upp.“ svart hvít tilvera Þó eldhúsdagsumræður hafi löngum verið með óvinsælla sjónvarpsefni hafði blogg- arinn Hlyn- ur Þór Magn- ússon gaman af að hlusta á stóru upplestr- arkeppnina á Alþingi og segir suma geta orðið frambærilega í Morfís með tíman- um, í það minnsta vanti ekki þann eiginleika að sjá tilveruna í svörtu og hvítu. Hann segir það helst standa eftir að Jónas Hallgríms- son hefði að líkindum verið vinstri grænn og klikkir út með því að Jón Sigurðsson sé jú framsókn- armaður. Sandkorn Sektarkenndin kjallari Hættu að sitja svona og stara stanslaust á mig. Það er ekki mér að kenna að enginn hringir. Það ert þú sem ert svona óvinsæll! Ekki ég! Það er ekki ég sem er andfúll og verð alltaf of fullur og leiðinlegur til að einhver nenni að hlusta. Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ÚTgáfufélAg: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STjórnArformAður: Hreinn loftsson frAmkVæmDASTjóri: Hjálmar Blöndal riTSTjóri og áByrgðArmAður: Sigurjón m. Egilsson fullTrÚi riTSTjórA: janus Sigurjónsson fréTTASTjóri: Þröstur Emilsson AuglýSingASTjóri: Auður Húnfjörð Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Fun ur í miðborgin i Á 3ju og 4ðu hæð Iðu-hússins eru tveir fallegir salir. Stærri salurinn tekur allt að 150 manns og minni salurinn 120 manns. Allur aðbúnaður og tæknibúnaður er fyrsta flokks; þráðlaus kerfi, nettengingar og aðstaða fyrir starfsfólk svo eitthvað sé nefnt. Lídó er glæsilegur salur á horni Ingólfsstræti og Hallveigarstíg. Salurinn tekur allt að 400 manns í sæti og hentar frábærlega fyrir funda- og ráðstefnu- hald. Veisluþjónusta okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fag- mönnum. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, enda eru kjörorð okkar: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og við lögum okkur að þínum þörfum. Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki sí ur mikilvæg en fyrsta flokk aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.