Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 22
fimmtudagur 15. mars 200722 Menning DV Menning Tvær sýningar Poijärvi Finnski ljósmyndarinn Sari Poijärvi opnar tvær sýningar í Reykjavík í vikunni. Í dag kl. 17 opnar hún sýningu í Skot- inu í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en þá seinni kl. 17 á morgun, föstudag í A/A Gall- erí við Hverfisgötu. Sari, sem hefur haldið fjölda einka- og samsýninga víða um lönd, segir verk sín á mörkum raunveru- leika og skáldskapar. „Stund- um er 80 prósent raunveruleiki, stundum aðeins 10 prósent.“ Er ritsnilld þroskaröskun? Föstudaginn 16. mars næstkomandi kl. 12, flytur Halldór Guðmundsson rithöfundur erindið „Er ritsnilld þroskarösk- un? - Um skrifsýki, Aspergerheilkenni og fleira“. Erindið, sem er haldið á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum, verður flutt í Norræna húsinu og aðgangur er öllum opinn. Ljósmyndun söngLeikur Úr Skel Út er kominn geisladisk- urinn „Úr skel“, með Kára Árnasyni trommuleikara og félögum, sem leika frumsamda djasstónlist. Ásamt Kára eru flytjendur og höfundar úr fremstu röð íslenskra djasstón- listarmanna; Sigurður Flosason á altó-saxófón, Ómar Guð- jónsson á gítar og Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel. Geisladiskurinn er gefinn út til styrktar umönnunarsjóði Árna Ibsens og rennur allur ágóði af sölu hans beint í sjóðinn. Opnun í Reykjanesbæ Föstudaginn 9. mars kl. 18 verður opnuð sýning á verkum Færeyingsins Kára Svensson og Danans Thomas Andersson, í Listasafni Reykjanesbæjar. Kári sýnir litsterk og kraftmik- il málverk og Thomas sýnir skúltptúra af hinum nakta og viðkvæma manni sem án allrar sýndarmennsku kemur fram eins og hann er. Thomas sýnir nú í fyrsta sinn hérlendis en Kári hefur áður tekið þátt í sýn- ingum hér á landi. Í Grófarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík er Ljósmyndasafn Reykjavíkur starfrækt: Ört vaxandi myndasafn Í Ljósmyndsafni Reykjavíkur eru varðveittar um 5 milljónir ljós- mynda og fjölgar þeim hratt. Allt frá gler- plöt- um sem notaðar voru í árdaga ljós- myndatækninnar til stafrænna ljósmynda nútímans - og allt þar á milli. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu safnsins er markmið þess „að kynna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu sam- hengi.“Til að mæta þessu mark- miði stendur Ljósmyndasafnið fyr- ir reglulegum, opnum sýningum á myndum úr safninu - sem og al- mennum ljósmyndasýningum, auk þess sem það rekur öflugan mynda- banka á heimasíðu sinni. Þar getur almenningur skoðað og pantað um 10.000 myndir úr ört vaxandi staf- rænu ljósmyndasafni. Almenning- ur getur einnig skoðað allar mynd- ir á safninu sjálfu og keypt til eigin nota. Að sögn Maríu Karenar Sig- urðardóttur, forstöðumanns Ljós- myndasafns Reykjavíkur, stækkar safnið hratt. „Yngri ljósmyndarar koma með myndirnar sínar til okk- ar og við skráum þær og flokkum, þannig að þær verði aðgengilegar öllum. Þeir fá svo vitaskuld greiðsl- ur fyrir þær myndir sem keyptar eru. Höfundarréttur fellur úr gildi þegar liðin eru 70 ár frá dauða höf- undar, þannig að við verðleggjum myndirnar samkvæmt því og tök- um einungis gjald fyrir umsýslu, skönnun og slíkt í þeim tilfellum,“ segir María. Ljósmyndasafn Reykjavíkur safnið geymir um 5 milljónir ljósmynda. Söngleikurinn Grettir verður frumsýndur á stóra sviði Borgar- leikhússins þann 30. mars. Leik- félag Reykjavíkur setti verkið fyrst upp árið 1980 og naut það mikilla vinsælda, ekki síst fyrir frábæra tón- list þeirra Egils Ólafssonar og Ólafs Hauks Símonarsonar, sem eru höf- undar verksins ásamt Þórarni Eld- járn. Í því segir frá Gretti, sem fær hlutverk í sjónvarpsþáttaröð um Gretti hinn sterka og slær í gegn. Eins og í sögunni af nafna hans þarf Grettir að kljást við drauginn Glám - sem dregur hann til geðveiki og loks dauða. Viðeigandi efnisval Leikstjóri söngleiksins, Rúnar Freyr Gíslason, segir verkið eiga fullt erindi við samtímann. „Þetta á meira við í dag ef eitthvað er,“ seg- ir hann. „Höfundarnir eru að velta fyrir sér hvert við stefnum á tím- um þegar þessi bransi er að byrja hér á landi. Þeir höfðu svo sannar- lega rétt fyrir sér um margt - hvernig ein stjarna rís, er þurrausin og loks hafnað. Næsta stjarna tekur við og svo koll af kolli.“ Frábær tónlist Þar sem verkið er söngleikur, er tónlist vitaskuld áberandi í sýn- ingunni og segir Rúnar tónlistina í verkinu hreint út sagt frábæra. „Hljómsveitin, sem er undir stjórn Halls Ingólfssonar, tekur tónlist- ina sínum eigin tökum en ber samt virðingu fyrir upprunalegu lögun- um. Þeir rokka þetta duglega upp,“ segir Rúnar. Von er á geisladiski með lögunum úr sýningunni og er hann þegar farinn í framleiðslu. Öllu tjaldað til Söngleikurinn Grettir er stærsta sýning Borgarleikhússins á hundr- aðasta og tíunda afmælisári Leikfé- lags Reykjavíkur. Öllu er því tjaldað til að sögn Rúnars. „Þetta verður al- ger sprengja,“ segir hann. „Það eru 17 leikarar í sýningunni og fjög- urra manna hljómsveit, svo kemur bara allur floti Borgarleikhússins að þessu verkefni.“ Rúnar segist hafa verið í góðu sambandi við höfundana þegar hann hefur þurft að breyta handrit- inu og Egill Ólafsson samdi nýtt lag í stað annars sem hentaði ekki í sýn- ingunni. „Það er mikilvægt að sýna eldri höfundum Leikfélagsins virð- ingu í sýningu sem sett er upp á af- mælisári og ég hef leitast við að gera það í minni vinnu.“ Sér Gretti í hverju horni Þegar tvær vikur eru í frumsýn- ingu nær vinna við æfingar hámarki og Rúnar segir törnina núna fyrst byrjaða fyrir alvöru. „Maður er að hætta að sofa á nóttunni og ég sé Gretti í hverju horni,“ segir Rúnar og hlær. „Það hlýtur að vita á gott þegar mig er farið að dreyma Gretti.“ Æfingar standa nú yfir á söngleiknum Gretti sem sýndur verður í Borg- arleikhúsinu. Að sögn Rúnars Freys Gíslasonar, leikstjóra, á verkið jafnvel meira erindi við nútímann en fyrir 27 árum þegar það var sett upp fyrst. StærSta Sýning BorgarleikhúSSinS í ár Æfingar í fullum gangi 17 leikarar og 4 tónlistar- menn taka þátt í sýningunni. Grettir árið 1980 Kjartan ragnarsson fór með hlutverk grettis. Nú fetar Halldór gylfason í fótspor hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.