Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 11
Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas og forsætisráðherrann Ismail Haniyeh samþykktu í gær að bera til- lögu sína að samsteypustjórn Hamas og Fatah undir atkvæði þingmanna á laugardaginn. Uppröðun ráðherra- embætta verður birt síðar í dag. Ef allt gengur að óskum bindur þetta enda á viðskiptaþvinganir sem Pal- estínumenn hafa sætt frá því að ríkis- stjórn Hamas tók við völdum. Einn- ig vonast menn til að ofbeldi linni milli Fatah og Hamas, þó svo að hinir svartsýnu trúi því að hvorugt mark- miðið muni nást. Ísrael setur skilyrði Ísraelsk stjórnvöld ætla að hunsa þjóðstjórnina ef hún uppfyllir ekki þau ákveðin skilyrði: ofbeldi verð- ur að linna, Hamas verður að viður- kenna Ísraelsríki og stjórnin verður að samþykkja bráðabirgðafriðarsam- komulag. Jafnvel þó að helmingur ráðherranna sé úr röðum Fatah ætl- ar Ísrael að sniðganga alla stjórnina nema skilyrðunum sé fullnægt og Bandaríkjamenn segja að viðskipta- þvingununum verði ekki aflétt fyrr en kröfum sé mætt. Mesti ásteytingarsteinninn í við- ræðum Hamas og Fatah hefur verið að komast að niðurstöðu um hver myndi fá ráðuneyti innanríkismála. Sá póstur er ákaflega áhrifamikill þar sem undir hann heyra leyniþjónusta Palestínumanna og öryggissveitir. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum, sem undirritaður var í Mekka í síð- asta mánuði ræður Hamas því hver gegnir embætti innanríkisráðherra en Abbas, leiðtogi Fatah, hefur neit- unarvald. Slá ofbeldinu á frest Stjórnarsáttmálinn inniheld- ur vítt og loðið ákvæði um að fyrri samningar milli Ísraels og Palestínu skuli „virtir.“ Þar er hins vegar ekki kveðið fast á um að stjórnin skuld- bindi sig til að hlíta samningunum, né að hún muni viðurkenna Ísrael eða hafna ofbeldi, eins og kveðið var á um í samningum milli landanna tveggja og þeirra aðila sem þátt tóku í friðarferlinu: Bandaríkjanna, ESB, SÞ og Rússlands. Sérstakur ráðgjafi Haniyehs, Ah- med Youssef, sagði að fylkingin gæti hugsanlega verið reiðubúin að hverfa frá „vopnaðri andspyrnu“ til að fylgja pólitískum leiðum að mark- miðum sínum gagnvart Ísrael. Í sam- tali við blaðið Asharq Al-Awsat sagði hann að Hamas gæti hugsanlega breytt um hugmyndafræði á næst- unni: „Við skulum reyna að ná okk- ar eftir diplómatískum leiðum og ef við náum ekki okkar markmiðum þannig, þá getum við alltaf tekið upp vopnin á ný.“ herdis@dv.is DV Fréttir fimmtudagur 15. mars 2007 11 kerfinu sem myndi koma niður á löndunum þar sem velferðarkerf- ið er öflugast. Hún segir sjö til átta aðildarlönd vonast eftir reglugerð sem verndi heilbrigðiskerfi land- anna fyrir frjálsum flutningi sjúk- linga þótt það stríði í raun gegn grunngildum sambandsins. Mismunandi kerfi í ná- grannaríkjunum Flutningur sjúklinga á milli landa er ekki nýr af nálinni. Til að mynda hafa belgískir læknar undanfarin ár gert aðgerðir á Hol- lendingum á spítala við landa- mærin. Biðtíminn eftir þessum ákveðnu aðgerðum er mjög lang- ur í Hollandi en þar sem læknar starfa sjálfstætt í Belgíu geta þeir leigt skurðstofur á sjúkrahúsinu til að sinna þessum útlensku sjúk- lingum. Yfirmaður sjúkrahússins segir sjúklinga af fleiri þjóðern- um hafa leitað eftir aðgerðum þar, en í dag eru útlendingar um fimm prósent af heildarfjölda sjúklinga. Hann áréttar þó að heimamenn njóti forgangs. Það er ljóst að væntanleg- ar tillögur framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins gætu haft mikil áhrif á heilbrigðiskerfi aðild- arlandanna og fallið í misgóðan jarðveg hjá stjórnmálamönnum. kristjan@dv.is Ástæða lækkandi fæðingartíðni í Japan fundin: Þriðjungur para sefur ekki hjá Röð hamfara á Madagaskar Hitabeltisstormurinn Indlala gengur á land á Madagaskar í dag. Yfirvöld og almenningur á eyjunni eru enn í sárum eftir röð náttúru- hamfara á undanförnum vikum. Stór hluti af eyjunni hefur skaðast mikið í flóðum eftir hamfararigningar á meðan uppskeran í suðurhluta eyj- unnar hefur nærri öll misfarist vegna þurrka. Hjálparstofnanir eiga fullt í fangi með að brauðfæða fólk í suður- hlutanum um leið og fólk á norðvest- ur- og vesturhlutanum þarf að flýja heimili sín. 100 skólum lokað Héraðsyfirvöld á austurhluta Sri Lanka, þar sem hvað harðast er bar- ist, segja að um hundrað skólar séu nú lokaðir og skólahald liggi niðri. Mörgum þeirra hafi verið breytt í flóttamannabúðir. Þar sem skólahald heldur áfram segja kennarar að foreldrar séu tregir að fara með börn sín í skólann, vegna þess að þeir óttist eldflaugaárásir. Flugher stjórnvalda hélt loftárás- um á grunuð skotmörk Tamíltígra til streitu þriðja daginn í röð í gær. Sveiflur á verði hlutabréfa Töluvert dró úr lækkunum á hluta- bréfaverði í Bandaríkjunum í gær en lækkunin í Evrópu og Asíu var öllu meiri. Á þriðjudag tók verðið dýfu niður á við í Bandaríkjunum og var lækkunin sú næst mesta á einum degi á þessu ári. Hafði það áhrif á fjárfesta í Asíu og Evrópu í gær. Þannig lækkaði verð í kauphöllinni í Japan um tæp þrjú prósent en um 1,7 prósent í London. Sérfræðingar segja líklegt að verð haldi áfram að sveifl- ast eftir miklar hækkanir í byrjun árs. Sjúklingur Nýjar reglur Evrópusambandsins gætu stóraukið flutning sjúklinga milli landa sambandsins í óþökk margra aðildarríkjanna. Greiða atkvæði um tillögu að nýrri samsteypustjórn: Kosið um nýja stjórn í Palestínu Haniyeh og Abbas Þó að þjóðstjórnin sé komin á koppinn eru enn nokkur stór ljón í veginum áður en friður næst fyrir botni miðjarðarhafs. Japanir geta hætt að klóra sér í hausnum yfir því hversu lág fæð- ingatíðnin er í landinu. Ástæðan fyr- ir því er einfaldlega sú að tæp þrjátíu og fimm prósent japanskra para hef- ur ekki gefið sér tíma til að njóta ásta með maka sínum undanfarnar fjór- ar vikur. Þetta eru niðurstöður nýrr- ar könnunar japanskra stjórnvalda á ástarlífi landsmanna sem sagt var frá í The Times í gær. Fæðingartíðni í landinu er nú 1,25 sem er langt und- ir því sem hún þyrfti að vera til að halda þjóðinni við. Of mikið vinnuálag og löng ferðalög í og úr vinnu eru sögð helsta ástæðan fyrir áhugaleysi Japana á kynlífi. Því þeir eru ein- faldlega of þreyttir þegar heim er komið á kvöldin og nýta svo helg- arnar í að bæta sér upp lítinn svefn í vikunni. Einnig verja margir frí- tíma sínum í skemmtanir með vin- um og vinnufélögum í staðinn fyrir rómantískar stundir með makan- um. Þunnir veggir japanskra íbúða eru ekki til að bæta úr skák. Niðurstöður könnunarinnar koma reyndar ekki á óvart. Enda hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á að Japanir standast öðrum þjóðum heims ekki snúning þeg- ar kemur að bólförum. Til dæm- is sýndi bandarísk könnun fram á að Japanir eru sú þjóð sem telur sig minnst fullnægða kynferðislega og samkvæmt rannsókn smokkafram- leiðslufyrirtækis gera Japanir það þjóða sjaldnast, eða fjörtíu og fimm sinnum á ári. Meðaltalið á heims- vísu er rétt yfir hundrað skiptum. Fólksmergð í Tokyo Ys og þys japanskra stórborga dregur úr kyngetu íbúanna SjúKlingaR geta flúið biðliSta heiMalandSinS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.