Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 26
 Bíó DV Eddie Murphy er alveg ótrúlegur. Áhrif hans á grínheiminn eru gífur- leg og þakka flestir grínistar honum innblástur. Það eru líka sárafáir sem geta skellt í eitt stykki gamanmynd, þar sem þeir hyggjast leika flest hlutverkin sjálfir. Ég er mikill aðdá- andi Murphy. Norbit sló öll met í BNA og treilerinn var massa fyndinn. Þess vegna mætti ég í bíóið í massa góðu skapi, glensaði í gegnum allar aug- lýsingastiklurnar , tilbúinn í hlát- urfestival. Það endaði nú hinsvegar bara þannig að ég lét mig hverfa úr bíósalnum rétt fyrir hlé og nálgaðist lok myndarinnar á annan hátt. Nor- bit er ekki góð kvikmynd og ekki einu sinni það fyndin. Myndin fjallar um munaðarleys- ingjann, mannleysuna og lúðann Norbit sem á barnsaldri er nánast tekinn í gíslingu af akfeitri stúlku, sem hann svo giftist. Konan heitir Rasputia, fer alveg hræðilega með Norbit, lemur hann og heldur fram- hjá honum. Bræður hennar eru vöðvastæltir glæpamenn og Norbit er hræddur. Þegar hann svo hitt- ir æskuvinkonu sína frá munaðar- leysingjahælinu færist fjör í leikinn. Norbit verður ástfanginn en þarf að finna leið til að snúa á bræður Rasputiu, óheiðarlegan kærasta æskuvinkonunnar og eigin aum- ingjaskap. Aulahúmorinn er keyrð- ur út í ystu æsar. Persónan Norbit er óþægileg, óraunveruleg og bara ekkert sérlega vel leikin. Rasputia, sem líka er leikin er af Eddie sjálf- um á stutta spretti en annars er hún einum of í alla staði. Það er eins og höfundar, þeir bræður Eddie og Charlie Murphy viti hreinlega ekki hvaða hópi þeir ætli að gera til geðs. Þess í stað fara þeir einhvern milli- veg á milli óþroskaðs og þroskað- ari húmors, sem gleður engan. Eini ljósi punktur kvikmyndarinnar er vöðvafjallið Terry Crews, sem verð- ur bráðum besti grínleikari heims, og melludólgarnir tveir sem hægt var að brosa að stöku sinnum. Það er auðvitað frábært ef fólk hefur gaman af kvikmynd eins og Norbit. En ég bara skil ekki hvernig það er hægt, ekki einu sinni þótt fólk sé á eiturlyfjum. Dóri DNA Hún er alltof feit Bíódómur Norbit Norbit er ekki nógu fyndin og alls ekki nógu góð. Hún er allt of yfirgengileg og brandararnir rata ekki á réttan stað. Hins vegar eiga nokkrar aukapersónur fína spretti. Sýnd í Smárabíói, Kringlubíói, Borgarbíói og Laugarásbíói. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Thandie Newton, Eddie Griff- in, Terry Crews, Clifton Powell og Cuba Gooding, Jr. Leikstjóri: Brian Robbins Niðurstaða: HHHHH Í allra kvikinda líki Eddie Murphy bregður sér í væn dulargervi í myndinni. Stelur senunni Vöðvatröllið Terry Crews er einn besti gamanleik- arinn í dag. Alltof feit Rasputia er einum of fyrirferðamikil og ótrúverðug svo að hægt sé að hlæja að henni. háskólabíó / álfabakka/ álfabakka blOOD & ChOCOlaTE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.12 MUsIC & lYRICs kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 Leyfð MUsIC & l... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 sMOkIN aCEs kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.16 bREakING aN... kl. 10:20 B.i.12 haNNIbal RIsING kl. 8 - 10:20 B.i.16 alPha DOG kl. 5:50 - 8 B.i.16 ThE bRIDGE TO TER... kl. 3:40 - 5:50 Leyfð VEFURIN... M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð FRáIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð skOlaÐ í ... M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð / kringlunni NORbIT kl. 5:50 - 8 -10:20 Leyfð MUsIC & lYRICs kl. 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð blOOD DIaMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 ThE bRID... M/- Ísl tal kl. 5:50 Leyfð / keflavík NUMbER 23 kl. 8 - 10 B.i. 16 MUsIC aND lYRICs kl. 8 Leyfð GhOsT RIDER kl. 10:10 B.i. 12 / akureyri MUsIC & lYRICs kl. 6 - 8 - 10 Leyfð ThE bRIDGE TO... kl. 6 Leyfð blOOD & ChOCOlaTE kl 8 - 10 B.i.12 sem fær þig til að grenja úr hlátri. Rómantísk gamanmynd Nýjasta speNNumyNdiN Frá FramleiðaNda uNderworld PaRIs, jE T’aIME kl 17:40 TEll NO ONE kl 20:00 – 22:20 MON PETIT DOIGT kl.17:45 GaRDE a VUE kl.20:00 la CEREMONIE kl.22:15 blOOD & ChOCOlaTE kl. 8:10-10:30 B.i.12 lETTERs FROM IW... kl. 8 B.i.16 DREaMGIRls kl. 5:30 B.i.7 babEl kl. 10:40 B.i.16 FORElDRaR kl. 6 VENUS B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.35 NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA kl. 6 og 8 (Síðustu sýningar) PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA kl. 10.30 (Síðustu sýningar) LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA kl. 10 (Síðustu sýningar) PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 5.30 og 8 (Síðustu sýningar) NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.10 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 6 NORBIT kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 NORBIT Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.15 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.20, 8 og 10.35 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.30 ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3.30 og 5.40 NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 3 T I L N E F N I N G A R BESTA STUTTMYNDIN IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ 450 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu! n Gísli Galdur spilar á Barnum. Hvað er að gerast? Fimmtudagur 15. mars n Ten Steps Away, Artika og Gordon Riots spila á fimmtu- dagsforleik Hins Hússins n Palli í Maus sér um kvöldið á Prikinu. n Tríóið Cuesta Arriba frá Buenos Aires leikur argen- tínskan tangó á Hótel Borg. Fyndnasti maður Íslands Leitin að fyndnasta manni Íslands heldur áfram í Austur- bæjarbíói og er forkeppnin í fullum gangi. Í kvöld fer fram þriðja útsláttarkvöldið af fjór- um, þar sem fjórir ferskir grín- istar keppast um að komast í úrslit. Aðeins einn kemst áfram og eru það áhorfendur í sal sem ráða úrslitum. Radíusbræðurn- ir Steinn Ármann og Davíð Þór eru kynnar kvöldsins. Þá stíga á stokk Úlfar Linnet, sem vann keppnina á sínum tíma, og grín- drottningin Helga Braga. Miða- verð í forsölu er 1000 krónur en 1500 við dyrnar. Ghostdigital í Danmörku Tónleikahald íslenskra hljómsveita í Danmörku hefur verið líflegt síðustu miss- eri þökk sé tónleikafélag- inu Beatless Propaganda þar í landi. Föstudaginn 30. mars mun félagið standa fyrir tónleik- um Ghost- digital í Kristj- aníu í Kaupmannahöfn. Þetta verður í annað skiptið sem hljómsveitin spilar í Danmörku en plata þeirra, In Cod We Trust fékk fína dóma hjá danska tón- listartímaritinu Gaffa á síðasta ári. Heimamenn í hljómsveit- inni Snake and Jet´s Amazing Bullit Band hita upp fyrir Einar Örn og félaga. Væntanlegur er til lands rapparinn Flukie Stokes. Flukie er frá Chicago- borg og hefur unnið með ekki ómerk- ari listamönnum en Kanye West, Black Rob og með meðlimum hljómsveitar- innar The Brand New Hevies. Flukie hefur í hyggju að taka nettan tónleika- túr um landið og kemur við á mörgum stöðum. Í kvöld verður hann á Ísafirði, á morgun í Keflavík og á laugardag- inn á Akureyri. Þann 23. mars munu verða haldnir heljarinnar tónleikar á Broadway. Með í för er plötusnúð- urinn Dj Mello, sem hefur undanfar- ið gert garðinn frægan í New York- borg. Meðal annars hefur hann tekið upp lög með listamönnum á borð við The Game, G-Unit og Diplomats, en það eru heitustu hiphop listamenn Bandaríkjanna. Eftir ferðalagið á Ís- landi fer Mello í tónleikaferðalag með útgáfufyrirtækinu Def Jam, en það er útgáfa rapparans Nas, svo einhver sé nefndur. Mikið hefur verið skrifað um Flukie Stokes í hinum ýmsu tímaritum og má með sanni segja að þarna fari ein af stjórstjörnum framtíðarinnar. Ofan á allt saman auglýsir svo Flukie eftir íslenskum rappara, til þess að kveðast á við. Áhugasamir geta skoð- að myspace-síðu kappans, myspace. com/fstokesmusic. Rapparinn Flukie Stokes er á tónleikaferðalagi um landið ásamt Dj Mello: Upprennandi stórstjarna á tónleikaferðalagi um Ísland Flukie Stokes Einn efnilegasti rappari Chicago-borgar er á tónleikaferðalagi um Ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.