Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 62

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 62
62 jólakræsingar Helgin 3.-5. desember 2010 Agavesírópið er, vegna framúrskarandi sætueiginleika, góður valkostur í staðinn fyrir sykur. Vegna þess hve bragðið er milt hentar það einkar vel til að sæta eftirrétti, morgunkorn, ávaxtarétti, drykki og í bakstur. Fæst í verslunum um allt land! Hægt er að fá Agave sírópið í 500 ml skvísum og 250 ml flöskum Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 Mulligatawny-súpa er sú vinsælasta í Indlandi að sögn Yesmine. Mild, ljúf og litrík og fullkomin sem létt jólamáltíð. 8 dl kjúklingasoð 2 kjúklingabringur 1 msk. ólífuolía 2 gulir laukar, fínt skornir 1 rauður chili, fínt skorinn (með eða án fræja; fræin eru sterkust) 3 hvítlauksrif 8 cm púrrulaukur, fínt skorinn 3 meðalstórar gulrætur, skornar í litla bita ½ rófa, skorin í litla bita 2 meðalstórar kartöflur, skornar í litla bita 2 tsk. karrí 2 epli, afhýdd og skorin í litla bita 1 msk. ferskt timjan (bara laufin), fínt skorið, eða 1 tsk. þurrkað timjan 1 tsk. hunang 1 dl grísk jógúrt 2 dl kókósmjólk ferskt kóríander eða steinselja til að skreyta með salt og pipar eftir smekk Setjið kjúklingasoðið í pott og fáið suðuna upp. Léttsteikið laukinn í öðrum súpupotti ásamt hvítlauk, chili, gulrótum, rófu og púrrulauk. Bætið karríi út í, látið krauma áfram á lágum hita í 3–5 mínútur, hrærið í á meðan. Hellið soðinu varlega út í ásamt kartöflunum. Hrærið vel og fáið suðuna upp. Lækkið hitann og látið malla í 30 mínútur. Notið töfrasprota til að mauka hráefnið í pottinum enn frekar. Bætið kjúklingnum saman við ásamt eplum, timjan og hunangi. Látið malla áfram í 15–20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið kókosmjólk og jógúrt út í og látið krauma í nokkrar mínútur. Saltið og piprið með nýmöluðum svörtum pipar. Hellið í súpuskál og skreytið með fersku kóríander eða timjan. Hrist upp í jóla- hefðunum með súpu og chili F lest erum við vanaföst um jól og ríghöldum okkur við sömu jólaréttina frá ári til árs. Jólin eru jafnvel ónýt hjá sumum ef ekki næst í rjúpurass til að gæða sér á á aðfangadagskvöld. Auðveld- ara er með hangiketið og hamborgarhrygginn en þá þarf það eflaust að vera eins og hjá mömmu forðum. En er ekki einmitt tilvalið í öllu hefðarstússinu að taka sér smá pásu inn á milli villi- bráðarinnar og reykta kjöts- ins og prófa eitthvað nýtt? Fréttatíminn fékk hina hugmyndaríku Yesmine Olsson, sem nýverið gaf út sína þriðju matreiðslubók, til að koma með tillögur að því hvernig brjóta megi upp hefðbundið jólaát með ein- hverju framandi. M ul lig at aw ny -s úp a HELGARBLAÐ Sími 531 3300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.