Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 8
Í slenskir aðalverktakar (ÍAV) og há-tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hafa undirritað samning um byggingu metanólverksmiðju, fyrstu verksmiðju sinnar tegundar í heim- inum sem framleiðir vistvænt eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri. Verksmiðjan rís við jarðvarmaorkuver HS Orku við Svartsengi. Áætlað er að hún verði komin í gagnið í vor. Fullbyggð verður framleiðslugeta hennar allt að fimm milljónir lítra af metanóli á ári. Eldsneytið fer fyrst á innlendan markað. Metanóli er hægt að blanda í bensín eða líf- rænan dísil til þess að framleiða vistvænt eldsneyti án þess að breyta þurfi bílvélum. Endurnýjanlegt metanól eykur oktantölu bensíns og veldur hreinni bruna. Í verk- smiðjunni verður hægt að framleiða elds- neyti fyrir bíla úr innlendri raforku, koltví- sýringsmengun og vatni. Með tækni CRI opnast sá möguleiki að landið verði í fram- tíðinni hreinn útflytjandi bifreiðaeldsneytis úr íslenskri raforku, að því er segir á síðu CRI. CRI var stofnað 2006 og er í eigu inn- lendra og bandarískra fjárfesta. Höfuðstöðv- ar eru í Reykjavík. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is M ateria Invest, sem er í eigu Þorsteins M. Jóns-sonar, sem oftast er kenndur við Kók, Magn-úsar Ármann og Kevins Stanford, reiddi aldrei af hendi umsamda vexti á fjögurra milljarða kúluláni sem félagið fékk hjá Kaupþingi í nóvember 2005 í tengslum við hlutafjáraukningu í FL Group á sama tíma. Aldrei hefur verið greidd króna af láninu sem var gjaldfellt af bank- anum í tveimur hlutum, fyrst vaxtahlutanum í maí 2008 og síðan láninu sjálfu í nóvember sama ár, þegar þriggja ára kúlulánið átti að koma til greiðslu. Arion banki hefur stefnt félaginu til greiðslu skuldar upp á sex milljarða og þeim Magnúsi Ármann og Kevin Stanford til greiðslu sjálfskuldarábyrgðar upp á 240 milljónir á mann. Við aðalmeðferð málsins á þriðjudag var aðallega tekist á um hvort gjaldfelling vaxtanna hinn 10. maí 2008 hefði verið lögmæt. Hvort bankinn hefði leyft þeim fimmtán dögum, sem ákvæði voru um í lánssamningnum, að líða áður en gjaldfellt var. Geir Gestsson, lögmaður stefndu, fór fram á frávísun þar sem málið væri vanreifað og málatilbún- aður óskýr, auk þess sem útreikningi vaxtakostnaðar væri mjög ábótavant. Materia Invest var í þrjú ár einn af stærstu hluthöfum FL Group og sátu Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jóns- son í stjórn FL Group fyrir hönd félagsins. Það jók hlut sinn í FL Group gífurlega árið 2005 og keypti hlutabréf fyrir þrettán milljarða á mánaðartímabili í október og nóvember. Vandamál félagsins hófust hins vegar í desember 2007 þegar gengi bréfa í FL Group lækkaði um þriðjung á einni nóttu í hlutafjáraukningunni frægu þar sem Baugur varð stærsti hluthafinn. Í dag skuldar Materia Invest 25 milljarða samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2009 og eignirnar – þær eru 179 milljónir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  vistvæn orka koltvÍsýringsútblástur nýttur Í verksmiðj- unni verður hægt að fram- leiða eldsneyti fyrir bíla úr innlendri raf- orku, koltvísýr- ingsmengun og vatni. Metanólverksmiðja rís við Svartsengi Verksmiðja CRI rís við Svartsengi. Mynd: Arkís/CRI  héraðsdóMur skuldaMál Í dag skuldar Materia Invest 25 milljarða samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2009 og eignirnar – þær eru 179 milljónir. Borguðu aldrei vexti af milljarða kúluláni Materia Invest, í eigu Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármanns og Kevins Stanford, fékk fjóra milljarða króna lánaða hjá Kaupþingi síðla árs 2005. Bankinn stefnir nú félaginu og Magnúsi og Stan- ford til greiðslu lánsins sem aldrei voru greiddir vextir af. Þorsteini M. Jónssyni, eiganda Vífilfells, sem átti þriðjung á móti þeim Magnúsi og Stanford í Materia Invest, var upphaflega stefnt á sömu nótum og félögum hans af Arion banka. Sú stefna var hins vegar dregin til baka þar sem Þorsteinn er í samninga- viðræðum við bankann um heildarúrlausn sinna mála. Þar er meðal annars Vífilfell undir en fregnir hafa bæði borist af því að Þorsteinn haldi Vífilfelli – og missi það! Það eina sem hefur heyrst frá Arion banka er að samningaviðræður við Þorstein standi yfir. Þorsteinn í samningaviðræðum Kevin Stanford og Magnús Ármann sjást hér á hlut- hafafundi í FL Group. Á meðan allt lék í lyndi var Materia Invest með Magnús Ármann í fararbroddi í hópi stærstu hluthafa FL Group. JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar- maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850. 1.999 Jóla Jóla spilið áður: 2.999 popppunktur -20% Kollgátan -25% Flakk -30% Heilaspuni -25% Fjör til enda -30% Tilboð á spilum um helgina! -33% 8 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.