Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 26
Eiríkur: „Geðheilsan er búin að vera ansi
slæm. Nóvember hefur eiginlega verið dá-
lítið slæmur mánuður.“
Þórunn: „Mann langar svo að vera að vinna
í einhverju öðru en kemst ekki í það.“
Eiríkur: „Já, ég ætlaði að segja það.“
Þórunn: „Og svo fær maður samviskubit
útaf einhverri bók fyrir næsta ár sem maður
finnur að verður einhvern veginn lélegri
og lélegri af því að maður getur ekki sinnt
neinu.“
Eiríkur: „Maður er bara handónýtur. Ætli
það sé ekki einfaldast að segja það bara.“
Þótt taugar höfundanna fjögurra séu þandar
þessa dagana þurfa þeir ekki að kvarta yfir
viðtökum gagnrýnenda við bókum þeirra
sem hafa farið um þau lofsamlegum orðum.
Kristín hverfur nú í fyrsta sinn frá ljóðinu
með smásagnasafninu Doris deyr og Eiríkur
heillar gagnrýnendur með Sýrópsmán-
anum. Sömu sögu er að segja af Braga og
Þórunni sem eru auk þess tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna; Bragi fyrir
Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og
Jóns Magnússonar um uppnámið á veitinga-
húsinu eftir Jenný Alexson og Þórunn fyrir
Mörg eru ljónsins eyru.
Þegar spurt er hvort þau reikni með því að
það versta sé að baki og að desember verði
betri tekur Bragi orðið: „Þetta er í fyrsta
skipti sem ég þarf að biðja um svefntöflur.
Samt er ég skárri núna en oft áður.“
Eiríkur: „Ég held að desember verði skárri.
Er það ekki?“
Bragi: „Júú ...“
Þórunn: „Ég mæli með því að maður hlusti
bara á útvarpið. Þá heldur maður að það sé
einhver á vakt ef maður heyrir svona muldur
í útvarpi.“
Bragi: „Ertu þá að meina fyrir svefninn?“
Kristín: „Ertu þá að meina RÚV?“
Þórunn: „Nei. BBC Radio.“
Bragi: „Ekki Útvarp Sögu?
Blm: „Þá færuð þið nú alveg yfir um.“
Eiríkur: „Ekki nema heilsuhornið hans
Valda [Valdimar Tómasson] hjá Torfa rakara
...“
Blm: „Já, auðvitað. Þar sem Valdi mætir og
les ljóð ...“
Bragi: „Ég hef aldrei heyrt það. Hvenær er
það á dagskrá?“
Eiríkur: „... og svarar svo spurningum um
bætiefnin. Fyrst kemur hann með ljóðabók
og kynnir hana og svo spyr Torfi hvaða
bætiefni hann sé búinn að vera að taka. Og
þá segir hann: „B-vítamín og C.““
Blm: „En hvað er helst að taka ykkur á
taugum? Sölulistarnir?“
Þórunn: „Nei,nei ...“
Eiríkur: „Nei. Ekki metsölulistarnir.“
Þórunn: „Við erum ekki réttu týpurnar til
að spyrja þessarar spurningar. Erum við
nokkuð inni á metsölulistum?“
Blm: „En dómarnir? Þorið þið að kveikja á
sjónvarpinu þegar Kolbrún Bergþórsdóttir
og Páll Baldvin mæta á miðvikudagskvöld-
um?“
Eiríkur: „Jú, maður tekur kannski ákvörð-
un um að gera það ekki en svo breytist það
kannski þegar líður á daginn.“
Kristín: „Já, þetta er svona ströggl ...“
Eiríkur: „... og svo kannski svona um
klukkan níu er maður bara búinn að
kveikja.“
Kristín: „Mér finnst þetta aðallega einkenn-
ast af ströggli við að reyna að byrja á ein-
hverju nýju en geta það ekki.“
Þórunn: „Já, þetta er það sama og ég var að
segja. Maður getur ekki unnið.“
Kristín: „Ég er alltaf að fara í sumarbústað
til þess að fá næði en svo er maður bara
kominn á Selfoss og byrjaður að fletta blöð-
unum og leita að dómum.“
Þórunn: „Það þarf pínu ró til þess að geta
skrifað eitthvað af viti.“
Kristín: „Þannig að þetta eru ekki alveg
kjöraðstæður fyrir taugaveiklaðan rithöf-
und.“
Þórunn: „En þetta með dóma, umfjöllun og
allt það er kannski ekki aðalatriðið. Ég held
að þetta sé aðallega spurning um tilverurétt.
Þú veist. Við erum bara með þetta syndróm
og þess vegna erum við frekar að vona að
við fáum listamannalaun, eða ...“
Eiríkur: „... að maður megi halda áfram að
vera til ...“
Þórunn: „... í þessu eina sem maður er að
gera. Er það ekki?“
Bragi: „Maður er líka svolítið í því að kom-
ast að því hvort vinir manns séu að segja
manni satt. Þeir eru kannski búnir að lesa
bókina og ...“
Þórunn: „... þora ekki annað en segja að
hún sé góð.“
Kristín: „Og maður spáir í tóninn og rödd-
ina og reynir að ráða í þetta allt saman.“
Slysasögur notaðar til að selja bækur
Bragi: „Það er orðið svo erfitt að koma inn
með bók núna og vekja athygli fjölmiðla á
henni og það er orðið svolítið áberand að það
er farið að hvetja höfundana til þess að koma
með einhverjar sögur í kringum bókina –
helst einhverja hrakfarasögu á ritunartíma
hennar. Maður er búinn að sjá þetta með
nokkrar bækur. Eflaust eru allar þessar
sögur sannar en stundum ansi smávægi-
legar. Höfundurinn missteig sig kannski í
hálku þegar hann var að skrifa bókina. Eða
tölvu var stolið. Þetta virðist vera orðið mjög
mikilvægt. Þegar pólitískar endurminningar
og þannig bækur eru annars vegar gerist
þetta bara sjálfkrafa þegar einhver smákafli
er birtur. Í honum er einhver smá sensasjón,
eitthvert skúbb. Skáldsagan hefur þetta
ekki og þess vegna þurfum við, höfundarnir
sjálfir, að birta eitthvað um okkur.“
Eiríkur: „Þetta eru kannski áhrif frá leik-
húsinu. Fréttum af óhöppum við uppsetn-
ingu á leikritum fer stöðugt fjölgandi og
þetta er að stigmagnast. Fyrst voru þetta
bara fréttir af því að einhver datt og braut
sig kannski en nú er engin sýning með sýn-
ingum lengur án þess að einhver leikaranna
lendi beinlínis í lífsháska og sé fluttur í
ofboði af æfingu.“
Bragi: „Við sjáum þetta til dæmis með
Jónínu Ben. Ég hálfvorkenni henni núna
eftir að þetta nýja mál kom upp. En það var
fyrirsögn á viðtali við hana sem var eitthvað
á þá leið að hún var að því komin að stökkva
út um glugga en það sem bjargaði henni var
að það voru engir gluggar á hótelherberg-
inu hennar. Hugsiði ykkur! Hún hefði getað
gengið út á hótelganginn. Hún hefði bara
þurft að fara út af hótelherberginu. Fólk er
farið að teygja sig svo langt eftir sögunni.“
Þórunn: „Þess vegna þarf listamannalaun
fyrir ræflana sem eru ekki góðir í að ljúga
upp einhverjum sögum af sjálfum sér ...“
Eiríkur: „Jájá. Ég var eiginlega bara að
því kominn að drepa mig á meðan ég var
að skrifa þessa bók. Ég stökk þrisvar út um
gluggann. Æ, maður á ekki að vera að gera
grín að þessu.“
Bragi: „Við ættum nú að hafa ímyndunarafl
í þetta fyrst við gátum komið saman bók.“
Þórunn: „Við gætum líka búið til hatur
rithöfunda á milli og farið heim hvert til
annars með leiðindi.“
Endaði á spítala út af stressi
Óróleikinn í huga rithöfundanna í nóvem-
ber og desember er fyrst og fremst tengdur
eirðarleysi yfir því að geta ekki einbeitt sér
að næsta verkefni í friði fyrir áreitinu sem
Endum alltaf á byrjunarreit
Á síðasta degi nóvembermánaðar, sem reis í dulargervi fallegs haustdags, hitti Þórarinn Þórarinsson rithöfundana Eirík Guðmundsson, Kristínu Eiríksdóttur, Braga
Ólafsson og Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur yfir nokkrum kaffibollum á Íslenska barnum við Austurvöll. Höfundarnir eru allir með bækur í jólabókabrjálæðinu þetta
árið. Bragi með sína fyrstu skáldsögu eftir áralanga bið og Kristín með sitt fyrsta prósaverk. Öll eru þau ágætis kunningjar þannig að lítið fór fyrir formlegum kynn-
ingum og á meðan beðið var eftir kaffinu sagði Þórunn sæta sögu af Einstein sem var tekinn í msigripum fyrir róna og aumingja og Bragi bætti um betur með frásögn
af perversjónum Mozarts en síðan var tekið upp alvarlegra tal með vangaveltum um geðheilsu rithöfunda í jólabókaflóðinu.
Bragi, Eiríkur, Þórunn og Kristín komu sér fyrir í sögulega horninu á Íslenska barnum og skiptust meðal annars á góðum ráðum um hvernig best væri að halda ró sinni í jólabókahasarnum. Meðal þess sem skaut upp
kollinum voru svefntöflur og BBC Radio. Ljósmyndir/Hari
Framhald á síðu 28
26 spjall Helgin 10.-12. desember 2010