Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 30

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 30
H ver vill vigta ofan í sig jólamatinn? Ég, því ég get ekkert annað,“ segir Lára Bryndís Pálmarsdóttir. „Ég veit hvernig mörgum konum líður í des- ember. Þær ætla að veita sér eitt- hvað en sitja svo eftir með klikkað samviskubit. Þær geta ekki notið þess að fá sér fjórar sörur, þær fá sér sex og bölva þeim svo.“ Þau hjónin búa á Akranesi og er Lára í fæðingarorlofi með átta mánaða gamlan son sinn. Lengi vel keyrði hún til Reykjavíkur og sótti meðferðarfundi við matarfíkn, en þreytt á að keyra á milli ákvað hún að athuga hvort hægt væri að stofna slíka deild þar. „Hinn 7. janúar 2008 hélt ég stofnfund og 29 mættu. Í gegnum tíðina hafa margir byrjað og árangurinn verið svakalegur. En fólkið sem tekur ekki á andlegu hliðinni dettur út. Ástæðan er sú að lausnin er ekki að vera mjór – fullt af mjóu fólki líður ömurlega – held- ur að vinna í sjálfum sér.“ Lára vill ekki gefa upp nafn samtakanna því um félagsskapinn ríkir nafnleynd, en með hjálp þeirra er hún komin á beinu brautina. „Ég hef öðlast kjark og þor og trú á sjálfri mér. Ég hef til dæmis stofn- að fyrirtæki og ætla að ráðast í inn- flutning á náttúrulegum getnaðar- vörnum; frjósemistölvu sem mælir hitastig líkamans og gefur grænt ljós með 99,3% vissu um hvort óhætt sé að stunda kynlíf án allra getnað- arvarna. Þetta hefði ég aldrei þorað að gera hér áður fyrr en það sýnir mér að ég stend með sjálfri mér.“ Þannig hefur það ekki alltaf ver- ið hjá Láru, stúlkunni sem ólst upp með foreldrum sínum á Flúðum. „Þegar ég byrjaði fyrir tæpum átta árum í tólf spora kerfi – sem að- standandi alkóhólista – var fyrsta verkefni mitt að líta í spegil og segja: Góðan dag, Lára. Þú ert falleg kona og góð mamma. Ég hrækti á speg- ilinn þegar ég sagði þetta í fyrsta sinn. Ég var það ljótasta á jörðinni. Ég var með pappírstætara við eyrað á mér og segði einhver að ég væri sæt fór tætarinn í gang, en segði ein- hver að ég væri í ljótum skóm vist- aði ég það kyrfilega í huga mér. Ég þurfti að henda tætaranum í sjóinn og gerði það táknrænt þar sem ég stóð á bryggjunni uppi á Skaga. Í hvert sinn sem ég hugsaði þá hugs- un að ég væri ömurleg þurfti ég að fara inn á klósett og sturta hugsun- inni niður. Þetta gerði ég til að sjá hversu oft á dag ég reif mig niður. Klósettkassinn var oft tómur,“ segir hún. Á þessum tíma var hún nýorð- in mamma, rúmlega hundrað kíló, og nýflutt upp á Akranes þar sem þáverandi sambýlismaður hennar hafði fengið vinnu. Ójafnvægi í æsku Lára lýsir því hvernig drungi for- eldra og drykkja föður hennar hafi legið sem mara á fjölskyldunni þeg- ar hún bjó heima. Hún hafi verið á lyfjum við þunglyndi frá því hún var unglingur en áttað sig á því um tví- tugt að hún vildi ekki verja lífi sínu á lyfjum. „Sálfræðingur sagði mér að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Ég hafði þá keyrt föður minn um á djamminu þegar hann drakk og meðvirkni mín var mikil.“ Hún sneri því ekki svo auðveldlega á hugsanir sínar og var týndur ung- lingur. „Mér fannst ég hvergi passa inn í myndina. Það kemur kannski mörgum á óvart því ég var alltaf á sviði og hef átt auðvelt með að koma fram. Ég er sú sem heldur ræður í afmælum og býðst til að taka að mér verkefni á bekkjarmótum. En þegar ég gref í sjálfsmynd mína upp- lifi ég að það hafi verið leikur minn til að halda fólki fjarri,“ segir hún. „Ég var svo svakalega hrædd um að vera hafnað og sá til þess að vera alltaf fyrri til,“ segir hún. „Ég hef leitað í sálarfylgsnum mínum að orsökinni og sé meðal annars að óljóst kynferðislegt at- vik, sem ég lenti í þegar ég var um tíu ára aldur, breytti mér. Þar kom krakkahópur við sögu, sem og um fimmtán ára piltur. Þarna gerðist eitthvað sem ég man ekki í smáat- riðum utan tilfinninga, ljóss, bragðs og lyktar. En eftir það fékk ég alltaf martraðir. Ég hélt því lengi fram að þetta hefði ekki haft áhrif á mig. Svo þegar vinkona mín spurði eitt sinn hvað ég myndi gera ef sonur minn lenti í slíku, brjálaðist ég,“ segir hún og viðurkennir að atvikið hafi setið í henni, sem og brostnar væntingar í garð piltsins sem eftir atvikið virti hana ekki viðlits og lét sem hún væri ekki til. „Höfnunin var mikil og ég man að sem barn hugsaði ég hvort ég væri svona ömurleg, ég kenndi mér um atvikið og fannst ég hafa brugðist.“ Snemma á unglingsárum segir Lára að hún hafi fundið fyrir miklu tómarúmi í lífi sínu og sótt í viður- kenningu stráka og kysst þá ófáa þar til hún kynntist fyrrum sam- býlismanni sínum. „Ég hafði vænt- ingar um sambönd, langaði í kær- asta, en eftir þrjá mánuði, þegar þeir fóru að þekkja mig, höndlaði ég það ekki og hafnaði þeim,“ segir hún. „Ég var svo týnd. Ég bjó á Eg- ilsstöðum, Akureyri, Selfossi, gekk í sjö framhaldsskóla en lauk ekki stúdentsprófi. Ég stundaði nám á fjölda brauta eins og á sjúkraliða- braut og málabraut, fór í nám í Frakklandi og Englandi, en kláraði þó Húsmæðraskólann, þótt ég hafi ekki náð að festast annars staðar.“ Þá hafi áfengi fengið sinn sess í tómarúminu. „Pabbi bauð mér í glas þegar ég var sextán ára – það var frábært. Ég átti besta pabba í heimi og við vorum komin á sömu línu. Það mynduðust sterkari tengsl okk- ar á milli,“ segir hún, enda hafi hún sótt fast að fá viðurkenningu hans. Matarfíknin grípur Láru Það var þó ekki fyrr en Lára hóf sambúð með föður eldri sonar síns sem matarfíknin greip hana. „Makaleitinni var lokið en í óöryggi mínu fór matarfíknin og óregla í fjármálum af stað og ég byrjaði að fitna. Ég reyndi að hafa stjórn en hafði enga. Við lifðum á nasli og skyndibita. Allt í einu skuldaði ég tvær milljónir sem að megninu til fóru í mat. Maturinn varð besti vin- ur minn enda var sambandið ekki sterkt og ég ekkert ofsalega ham- ingjusöm. Þegar ég skoða myndir frá þessum tíma er ég dofin í aug- unum, ég er grá og mér líður illa,“ segir hún. „Við vorum saman í um fimm ár. Ég átti ekki baðvigt og vildi ekki vita. En þegar eldri sonur minn, Aron, fæddist var ég 116 kg en fór niður í 100 eftir að ég eignaðist hann en fitnaði svo í fæðingarþung- lyndi. Nýflutt á Skagann byrjaði NIKE gjafasett fyrir dömur og herra. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is Jólatilboð 3.942 kr. Góð jólagjöf!  Viðtal lára Bryndís Pálmarsdóttir Vigtar mat- inn ofan í sig í baráttu við matarfíkn Enginn sykur, ekkert aspartam-sætuefni eða hveiti, ger og áfengi. Fjörutíu kíló hafa tálgast utan af Láru Bryndísi Pálmarsdóttur frá því að hún tók þá ákvörðun að gangast undir tólf spora kerfi við matarfíkn. Fyrst kerfi þar sem hún mátti aðeins fá sér einu sinni á diskinn þrisvar á dag, en þegar hún léttist ekki var skipt yfir í kerfi þar sem hún vigtar hvert gramm ofan í sig. Lára mætti með vigtina í jólahlaðborð í vinnu eiginmanns síns, Braga Þórs Gíslasonar, á dögunum. Hún segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur sögu sína. 30 úttekt Helgin 10.-12. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.