Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 32

Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 32
D esembermánuður hentar einstaklingum einkar vel sem vilja fylla upp í tóma- rúmið innra með sér með utanað- komandi hlutum,“ segir Páll Ein- arsson sálmeðferðarfræðingur. „Í desember verður það þjóðfélagslega samþykkt að versla mikið. Sumir nota það sem leið til að komast í breytt ástand og flýja erfiðar tilfinn- ingar, eins og tómleikatilfinningu og einmanaleika. Þeir kaupa sér eitthvað,“ segir hann. Fólk getur, að hans sögn, náð nýjum hæðum í kaupfíkn sinni í desember. „Hlutir rata þá á vísakortið sem hafa aldrei ratað þangað áður og kaupin eru réttlætt með því að allir séu að versla.“ En hvað er til ráða þegar jólaand- inn leiðir til kreditkortavanda? Páll segir að fólk sem hefur fundið hnút- inn yfir fjárhagslegum bakreikningi jólanna þurfi að skoða hvort þörf- in sem það telji sig vera að upplifa með kaupgleði sé raunveruleg eða tilbúin. „Fólk þarf að rýna í sögu sína til að sjá hvort hlutir sem það hefur keypt hafi í raun komið að notum,“ segir Páll. „En það sem gerir þetta erfitt er að markaðshyggjan gengur út á að búa til þarfir og fólk finnur fyrir þjóðfélagslegu samþykki. En þegar það er komið með átján pör á skóm og tólf handtöskur eða annað þvíumlíkt þarf klárlega að staldra við.“ Þótt Páll taki dæmi um skó og töskur segir hann tilbúna kaupþörf ekki aðeins eiga við um konur. Von um að uppfylla tómleika „Við karlar erum oft og tíðum mik- ið fyrir að undirbúa framkvæmdir eða til dæmis skipta um bíl; allt til  jólamánuðurinn Hömluleysi um jól Allir eru að versla Yfirgengileg innkaupaþörf, áfengisdrykkja og ofát. Sleppir fólk tökum og leyfir sér hömluleysi í kringum jól? „Ég á þetta skilið, ég á rétt á þessu enda að koma jól“-hugarfarið grípur andann þegar debet- og kreditkortin eru dregin upp og rennt um slíður posanna. Svo á að taka á vandanum á nýju ári. Hvernig fer jólahátíðin í fólk sem berst við sjálft sig? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræðir við sér- fræðingana Þórarin Tyrfingsson, Pál Einarsson og Jónu Hrönn Bolladóttur. *Breytt neyslumynstur landsmanna milli september og októbermánaða annars vegar og nóvember og desember hins vegar 2009. Byggt á tölum Hagstofunnar um veltu samkvæmt virðisaukaskatts- skýrslum, án VSK. Áfengiskaup í krónum sept/okt. 3,915 milljónir króna nóv/des. 4,848 milljónir króna Velta stórmarkaða sept/okt. 18.555 milljónir króna nóv/des. 21.937 milljónir króna Snyrtivöru- og sápuverslun sept/okt. 154 milljónir króna nóv/des. 255 milljónir króna Skó- og leðurvöruverslun sept/okt. 353 milljónir króna nóv/des. 430 milljónir króna Smásala m. heimilistækjum sept/okt. 1,041 milljónir króna nóv/des. 1.565 milljónir króna Smásala á blómum, gjafavöru o.fl. sept/okt. 2.050 milljónir króna nóv/des. 3.069 milljónir króna Fataverslun sept/okt. 2.607 milljónir króna nóv/des. 3.815 milljónir króna 24% 66% 50% 18% 22% 50% 46% þess að ná í þessa jákvæðu tilfinn- ingu sem slær á djúpstæðan ein- manaleika.“ Páll segir að þótt fólk átti sig oft á því að það sé ekki að kaupa nauðsynjar staldri það ekki við. „Það skautar heldur yfir það af því að löngunin í að komast í breytt ástand er svo sterk. Kaup geta hjá einstaka einstaklingum veitt algjöra vímu. Það getur jafnast á við að fara á stefnumót að fara í Kringluna að versla. Tilfinningin er svo jákvæð og spennandi.“ Páll segir þá sem nú reyni að losa sig við einmanaleikann með kaupum hafi hér áður fyrr oft fest í dagdraumum, jafnvel í lestri ástarsagna, þar sem áhrifin geti verið svipuð. „Vonin er að fylla upp í tómleika og finna leið til að komast í breytt ástand,“ segir hann og að hegðunin taki á sig mynd ákveðins flótta til- finninga sem eigi sér djúpar rætur. „Oft eru það gömul bernskusár og/eða neikvæð sjálfsmynd. Fólk er óánægt með sjálft sig sem býr til þessar oft erfiðu tilfinningar. Við kunnum ekki að bregðast við þeim og þær eru þrálátar,“ segir hann og að slíkar tilfinningar geti skilað sér í kvíðaröskun, þunglyndi og jafnvel fíkn. „Þá er fíknin notuð til að finna lausnina,“ segir hann og að fólk af- neiti því að það berjist við fíkn því það vilji ekki láta af henni og þeirri fróun sem henni fylgi: „Þannig að lausnin sem lagt var af stað með til þess að búa til betra líf verður stóra vandamálið.“ Ég hlýt að eiga rétt á þessu „Já, nú er desember og jól; ég hlýt að eiga rétt á þessu,“ segir Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, í léttum dúr spurður hvort hömlu- leysi grípi fíkla af meiri krafti um hátíðarnar. „Frá okkar bæjardyr- um séð er desember þannig erfið- ur okkar skjólstæðingum að meiri krafa er gerð til fólks. Fjölskyldur Jólainnkaupin Hvenær er komið nóg og kaupgleðin hefur tekið völdin? Kaupum við óþarflega mikið og meira en við ráðum við? Ljósmyndir/Hari gera það og börnin. Allt á að vera fallegra, allir glaðir og góðir og gefa gjafir og af sér. Það er jú allt í lagi að vera geðstirður í mars en ekki á jólum,“ segir hann. „Áfengissýki er oftast þannig að hún hamlar manni í skyldum manns við fjölskylduna og þegar allt fer úr böndunum og vænt- ingarnar eru ekki uppfylltar verður tilfinningaskaðinn meiri.“ Þórarinn segir fólk forðast áfeng- is- og vímuefnameðferðir í desemb- er. „Sérstaklega konurnar, þær geta alls ekki komið í meðferð á jólum.“ Álagið aukist því um áramótin. „Þá kemur nýtt fólk sem vill hefja nýtt ár með góðum fyrirheitum því það er vont að fá skellinn um jól; standa uppi eftir tíu daga túr og muna ekk- ert eftir jólum og áramótum,“ segir hann. „Desember er einstakur mánuður – eins og allir mánuðir – en þessi getur verið átakanlegur ef illa fer,“ segir hann og áhrifin geti skilið eft- ir sig ör. „Margir eru með jólakvíða og margt fólk með óljósan kvíða fyr- ir hátíðunum, sem á rætur að rekja til óraunhæfra væntinga sem hafa brostið vegna þess að pabbi fór að drekka eða mamma og allt fór í rúst um jólin. Svo stendur maður uppi sem fullorðin manneskja og fortíðin fer í mann.“ Með leyfi til að vera heima Þessa lýsingu Þórarins Tyrfings- sonar þekkir séra Jóna Hrönn Bolladóttir í Vídalínskirkju í Garða- bæ vel og segir slíkar sögur bera á góma í sálgæsluviðtölum. Spurð um samspil markaðshyggju og jóla, sem hafi fylgst að hönd í hönd hér á landi síðustu áratugi, bendir hún á að í raun sé aðventan tími föstu og aðhalds. „Það má eiginlega segja að Íslendingum og mörgum jarð- arbúum hafi tekist að snúa inntaki þessa tíma við. Öll þurfum við að lifa föstu, að því leyti að við skoðum sjálf okkur og líf okkar og hvernig við getum verið öðrum farvegur lífs- gæða. Þetta er sá tími þegar við eig- um að staldra við og þess vegna er svolítið átakanlegt að sjá jólaföstuna verða neyslunni að bráð.“ Jóna Hrönn nefnir að smæð þjóð- arinnar hafi sín áhrif. „Við búum í litlu landi og fylgjumst grannt með náunganum og berum okkur saman við hann. Það gerðist því í hinum meinta fjárhagslega uppgangi að fólk spennti bogann um of og var í miklum samanburði hvert við annað og yfirgaf jafnvel lífshætti sem höfðu verið þýðingarmiklir til þess að taka þátt í þessu lífsgæða- kapphlaupi.“ Hún hafi til að mynda hitt unga konu fyrir jólin 2008 sem fannst hún allt í einu hafa leyfi til þess að vera heima og föndra með börnum sínum en þurfa ekki að vera í Kringlunni. „Hún hafði upplifað pressu um að hlaupa á eftir dóti og mæta á skipulagða dagskrá í Kringl- unni og Smáralind ,“ segir Jóna Hrönn og bætir við: „Fjölskyldan er tjúnuð upp í að vera þarna allar helg- ar á sama tíma og hún getur einmitt gert miklu þýðingarmeiri hluti inni á heimilum sínum. Kreppan gerði það þó að verkum að fólk hægði á.“ En hvað þarf þá til að fólk stoppi sjálft sig í neyslu? „Ég heyrði um daginn að ef allir jarðarbúar ætluðu að neyta eins og við Íslendingar þyrftum við níu jarðheima. Það er sláandi. Þrátt fyrir að við séum hröð þjóð og býsna kappsfull býr í okkur mikil samkennd með öðrum og því merkilegt að heyra að fólk sé gjaf- mildara núna en á uppgangstímun- um. Í kreppunni virðist fólk vera að forgangsraða öðruvísi og að því leyti er hún þroskandi og löngu kominn tími til að gildismatið breyttist. Það er mín tilfinning að spennan í samfélaginu sé minni en að sama skapi séu fleiri fjölskyldur að glíma við fátækt. Þess vegna þurfum við sem aldrei fyrr að gá að aðstæðum samferðamanna og við sem erum af- lögufær höfum augu til að sjá með. Ég vona að þessi minnkandi spenna hafi þau áhrif að neysla, eins og til dæmis neysla vímuefna og áfengis, minnki því hún er í svo hrópandi mótsögn við inntak jólanna.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Páll Einarsson, sálmeðferðarfræðingur. Margir eru með jólakvíða og margt fólk með óljósan kvíða fyrir hátíðunum, sem á rætur að rekja til óraunhæfra væntinga sem hafa brostið vegna þess að pabbi fór að drekka eða mamma og allt fór í rúst um jólin. Svo stendur maður uppi sem fullorðin manneskja og fortíðin fer í mann. – Þórarinn Tyrfingsson 32 úttekt Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.