Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 34

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 34
Þ að var haustið 2007 sem ríkisstjórn Íslands þekkt- ist boð sýningarhaldara í Frankfurt um að Ísland yrði heiðursgestur bóka- sýningarinnar 2011. Samningur var undirritaður vorið 2008, fáeinum mánuðum áður en efnahagslíf lands- ins hrundi. Þrátt fyrir þröngan fjár- hag var tekin ákvörðun um að verk- efnið héldi sínu striki og fengi 300 milljóna króna framlag úr ríkissjóði. Verkefnastjóri er hinn þrautreyndi bókmenntamaður Halldór Guð- mundsson sem verður nánast á heima- velli í Frankfurt eftir að hafa verið þar fastagestur í mörg ár auk þess sem hann dvaldi um árabil í Þýskalandi. Fyrst það augljósa; hvernig stendur á því að 300 þúsund manna málsvæði kemst yfirhöfuð í þá stöðu að vera í önd- vegi á stærstu bókamessu heims, valið í kjölfar landa eins og Kína, Argentínu og á undan til dæmis Brasilíu? „Bókasýningin hafði lengi haft augastað á einhverju Norðurlandanna vegna vaxandi áhuga á norrænum bókmenntum á alþjóðlegum bóka- markaði undanfarin fimmtán ár, og þá er ekki óeðlilegt að horfa til Ís- lands – hingað má rekja upphaf nor- rænna bókmennta og það var á Íslandi á þrettándu öld sem norrænni sögu og heimsmynd var haldið til haga. Þá hafa íslenskir höfundar margir eign- ast traustan lesendahóp í Þýskalandi á seinni árum og allt skiptir þetta máli. Nú hafa önnur Norðurlönd tekið við sér; Finnar verða heiðursgestir 2014 og fleiri lönd eru að velta þessu fyrir sér. Mér skilst reyndar að mörg lönd keppi um næstu sæti, 2015 og síðar.“ Þjóðverjum hefur ekki dottið í hug að afturkalla boðið um heiðurssætið í Frankfurt þegar í ljós kom við hrunið á Íslandi að snúningur íslensku bank- anna á þeim þýsku olli þeim tjóni upp á nokkur þúsund milljarða króna? „Nei, aldrei, eins merkilegt og það er. En þá er mikilvægt að horfa til þess að í Þýskalandi voru engir Ice- save-sparireikningar og Kaupthing Edge-reikningarnir svonefndu, sem svara til þeirra, voru greiddir upp. Þjóðverjar líta nefnilega svo á að sé svínað á sparifjáreigendum sé Weim- ar-lýðveldið á næstu grösum og voð- inn vís – en tjón sem fjármálastofnanir kunna að hafa orðið fyrir í viðskiptum við aðrar fjármálastofnanir eru þeirra mál, áhætta sem einkaaðilar hafa tek- ið og verða að taka afleiðingunum af, og breyta engu um opinbera afstöðu Þjóðverja – enda sér maður að hinir þýsku bankar hafa kosið að bera harm sinn í hljóði, ef svo má segja.“ Hvernig skýrir þú þennan mikla vel- vilja Þjóðverja í garð Íslands? Hann er ekki nýr af nálinni og ristir greinilega dýpra en nemur þessum þúsunda millj- arða skelli. „Það er ekki alveg auðvelt að átta sig á því, en hann á sér djúpar rætur og er áberandi þegar á 19. öld, þegar menn fara í norrænan sagnaarf í leit að rótum þýskrar menningar. Jacob Grimm, annar Grimms-bræðra, var til dæmis íslenskumaður og Richard Wagner leitaði óspart í Eddukvæðin í sínum verkum, eins og Árni Björns- son hefur sýnt fram á. Á millistríðs- árunum var Nonni einn mest lesni barnabókahöfundur Þýskalands og Gunnar Gunnarsson naut þar tals- verðra vinsælda. Á tímum nasismans tók upphafning hins norræna reyndar á sig mjög ógeðfelldar myndir, sem varð til þess að þýskir bókmennta- menn nálguðust íslenskan sagnaarf af nokkurri tortryggni fyrstu áratug- ina eftir stríð. Það má segja að hann hafi lokast inni í akademíunni um skeið en nú er það breytt og víða frjó og skemmtileg umræða um norræna sagnagerð í Þýskalandi. Við þetta bætist mikill áhugi Þjóðverja á að ferðast til Íslands, sem í huga þeirra margra er í senn exótískt land sem stendur þeim þó nærri, ferð hingað er ævintýraleg en þó hættulaus, eins konar ævintýri á gönguför. Og um leið eru þýskir ferðamenn manna áhuga- samastir um íslenska menningu og sögu.“ Tröllatrú á bókmenntum og prentverki Það eru nú ekki einu sinni allir heima- menn jafn miklir vinir íslenskrar menningar og Þjóðverjar, samanber til dæmis fræg ummæli sjálfstæðisþing- mannsins Ábjörns Óttarssonar, sem sagði á þingi í haust að hann skildi ekki af hverju listamenn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk. Álíka sjónarmið skjóta af og til upp kollinum, ekki síst á okkar miklu niðurskurðar- tímum. Kom ekki til greina að hætta við að þiggja heiðurssætið í Frankfurt í sparnaðarskyni? Er sem sagt hægt að réttlæta 300 milljónir í þetta verkefni á sama tíma og verið er að skera niður heilbrigðiskerfið? „Að sjálfsögðu hef ég fullan skiln- ing á því að Íslendingar velti fyrir sér hverri krónu á krepputímum, þó það nú væri. En ég hef ekki orðið var við að það kæmi alvarlega til tals að hætta við þetta verkefni – þvert á móti virð- ast menn horfa til þess með nokkru stolti. Á næstu tólf mánuðum koma yfir eitt hundrað íslensk verk út á þýsku – og verða til áfram, því það er einn af kostum þessa verkefnis að það er meira en einnar messu virði, bækur eru varanleg verðmæti. Það hefur verið reynsla annarra heiðurs- gesta að sé vel fylgt eftir styrkir þetta útbreiðslu bókmennta þeirra til langs tíma; hjá Ungverjum tvöfaldaðist til dæmis fjöldi þýðinga úr ungversku árin eftir að þeir skipuðu heiðurssess í Frankfurt. Jafnvel þótt eingöngu sé horft á fjárhagslega þáttinn skila þessir peningar sér margfalt aftur, í útflutningstekjum af höfundarrétti, í ferðamennsku og á mörgum öðrum sviðum. Ég gef hins vegar ekki mikið fyrir tal um að fá sér „almennilega vinnu“. Halldór Laxness fékk sér einu sinni á ævinni almennilega vinnu, hann var dyravörður hjá Ríkisútvarpinu einn vetur. Þegar Íslendingar skemmta sér núna konunglega yfir Íslandsklukk- unni í Þjóðleikhúsinu, geta þeir velt fyrir sér hvort þeir hefðu heldur viljað hafa hann dyravörð en að skrifa verk eins og hana, jafnvel þótt hann nyti við það opinberra styrkja.“ En kanntu skýringu á því af hverju enn er verið að ræða framlag til lista og menningar eins og þessi starfsemi sé baggi á samfélaginu? „Mér finnst þessi umræða reyndar ekki mjög áberandi hér, en það má ekki gleyma því að íslenskt samfélag fór í gegnum mjög hraða þróun á 20. öld, í upphafi síðustu aldar þurftu nær allir Íslendingar að eyða hverri vöku- stund í það eitt að hafa í sig og á, og í Sá sem ekki á sér drauma fær martröð í vöku Ísland verður sér- stakur heiðurs- gestur haustið 2011 á bókamessunni í Frankurt, stærstu og mikilvægustu bóka- sýningu heims. Undir- búningur að þessu umfangsmikla verk- efni er kominn vel á veg. Halldór Guð- mundsson er mað- urinn sem er með alla þræðina í sínum höndum. Í viðtali við Jón Kaldal segir hann meðal annars frá því að þúsunda milljarða snúningur íslensku bankanna á þeim þýsku haggaði ekki velvilja Þjóðverja til Íslands. Ljósmyndir/Hari Halldór er einn af okkar allra reyndustu bókamönnum, þekkir bransann út og inn. Hvað finnst honum um jólabókaflóðið í ár, hverjir standa upp úr? „Á meðan ég hef það hlutverk að kynna íslenskar bókmenntir erlendis fer ég nú ekki að úthluta stjörnum hér heima og raða í virðingarstigann, en mér finnst jólamarkaðurinn mjög forvitnilegur að þessu sinni, ekki síst á sviði skáldskapar- ins. Við erum til dæmis rækilega minnt á samhengið í íslenskum bókmenntum, sem Sigurður Nordal kallaði svo. Ungir höfundar af báðum kynjum leita í sögulegt efni eða glíma við eldri stílbrigði, bæði í prósa og ljóðum, sem minnir okkur á að bókmenntirnar geyma sögu og sjálfsmynd þjóðar. Ég held að þetta afturhvarf sé ein- kennandi fyrir árin eftir hrun og áherslan á samhengið, á hið bókmenntalega minni, birtist víðar en menn kunna að halda. Í mögnuðum lokakafla nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, svo dæmi sé tekið, kinkar höfundur kolli til Halldórs Laxness, Snorra Hjartarsonar og Stefáns Harðar Grímssonar. Og þjóðin tekur því fegins hendi – þá getum við verið nokkuð bjartsýn.“ Einkennandi fyrir árin eftir hrun Fyrsta árið eftir að þeir settust að við Winnipeg-vatn, Vesturfararnir, dó næstum helmingur þeirra úr kulda og vosbúð, annað árið herjaði skelfi- leg pest á þá en þriðja árið keyptu þeir sér prentvél svo þeir gætu farið að tjá sig – og rífast! – á prenti. Ég held til dæmis að beinar útflutn- ingstekjur af sölu Íslendinga á höf- undarrétti á ári, bara á bókmennta- sviðinu, séu hærri en allt framlag ríkis- ins til messunnar. Framhald á bls. 36 34 viðtal Helgin 10.-12. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.