Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 39

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 39
Við Þorsteinn, Denni, höfðum verið mjög góðir vinir í fjölda ára, hist nánast daglega, og ég trúi ekki enn að hann hafi verið sekur. nema myrkur. Ég rankaði við mér þegar ég var farin að skrifa alls konar smáatriði, fór í kápu og fór út úr húsinu. Ég fannst í stigagangi í öðru húsi og það var dælt upp úr mér. Eftir þetta voru mér gefnar bækur sem styrktu hjarta mitt, því ég vissi ekki hvernig ég ætti að lifa. Við fæðumst ekki með handrit að lífinu. Bókin mín er uppskriftabók að því hvernig fólki getur liðið betur.“ Og það er sko satt hjá henni. Bókin góða fór með mér í rúmið kvöldið áður en viðtalið var skrifað – og henni ekki lokað fyrr en hver síða var lesin. Ástin bankaði upp á Nokkrum árum síðar kynntist hún föður barnanna sinna þriggja, þeirra Sigrúnar Erlu, Guðbjarnar Alexanders og Péturs Ásbjörns: „Sjálfsmat mitt eftir þessa tilraun til sjálfsvígs var nákvæmlega ekkert í mjög langan tíma á eftir. Mér fannst ég algjört kusk. Með námi fór ég að vinna og var með ákveðnar hugmyndir um ástina og draumamanninn. Hann átti að vera ógiftur, númer eitt. En auðvitað féll ég fyrir giftum manni! Ég vissi reyndar ekki að hann væri giftur fyrr en ég var orðin ófrísk. Þessi maður hét Sæmundur Sæmundsson, mjög lokaður maður sem átti erfitt með að tjá sig en gerði sitt besta. Lífið hafði leikið hann hart. Við fórum að búa saman og bjuggum saman í heil 26 ár. Mamma og pabbi skildu árið 1982, árið sem Sigrún mín fæddist. Mamma gekk um með hníf og hótaði að drepa sig á hverjum degi og maður lifði við þann ótta að mamma myndi stinga sig á hol. Þótt mömmu tækist ekki að fyrirfara sér þetta ár, þá tókst henni það fyrir tíu árum. Hún tók inn lyf sem hún vissi að myndu bana henni. Við sonur minn komum að henni. Mamma hafði alltaf verið þunglynd og í raun aldrei langað til að lifa. Upplifun mín af að vilja ekki lifa sjálf og sjálfsvíg mömmu verða æ sterkari í huga mér og mig langar að fara út í það að rannsaka sjálfsvíg. Þetta málefni er mér hugleikið og ég tel fulla þörf á.“ Dauðinn ekki það versta „Sæmundur átti sex börn, öll mjög vel af guði gerð. Hann lést í hörmulegu bílslysi 18. desemb- er í fyrra. Þá höfðum við verið skilin í þrjú ár en hann hafði mjög góð tengsl við börnin sín. Það er ástæða fyrir öllu. Tengsl hans við börnin sín styrktust svo um munaði við þennan skilnað. Og fyrir það er ég þakklát. Það var mikil sorg í kringum þetta bílslys og það voru engar ásak- anir og allir stóðu vel saman. Sá sem keyrði á bíl Sæmundar hafði fengið hjartaáfall, svo einfalt og óviðráðanlegt var það. Þetta vitum við vegna þess að dóttir mín hafði samband við dóttur hans. Þetta var gríðarlega erfitt, þarna létu þrír lífið og skildu eftir sig stórt skarð í hjörtum margra. Tvö börn Sæmundar búa í útlöndum en komu heim og systkinin sex sváfu saman í rúminu hans. Ég var stödd í Danmörku. Börnin stóðu sig svo vel og stóðu svo vel saman. Þarna tel ég að almættið hafi gripið inn í. Minningu hans er haldið vel á lofti. Mér finnst dauðinn ekki það versta. Hann er endanlegur og maður verður að horfast í augu við hann og þá gerum við okkar besta til að dvelja ekki of lengi í því. Á jólunum í fyrra elduðum við það sem Sæmi hefði eldað, því hann var mikill kokkur, og höfðum mynd af honum á borðinu. Við förum stundum með borðbænir þegar við sitjum saman við borðstofuborðið, höldumst í hendur og tölum frá hjartanu og þessi jól töluðum við mikið við Sæmund og vissum alveg að hann væri hjá okkur. Við erum öll andar. Við sem erum hér erum andar í líkama, hinir látnu eru andar án líkama. Sæmundur gerði mikið vart við sig hérna og við finnum fyrir návist hans. Eitt sinn var ég að vinna í eldhúsinu og góð vinkona mín var hjá mér. Hún hélt utan um axlirnar á mér og allt í einu fór hún að humma lagið „Ég veit þú Framhald á bls. 40 viðtal 39 Helgin 10.-12. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.