Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 40
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
24
31
1
1/
10
Jólin eru tími til að gefa.
Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra
sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan.
Mundu eftir jólahandbók Lyfju.
Kannski er
jólagjöfin í Lyfju
Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga
Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík
LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA
kemur í kvöld til mín“. Hún hummar aldrei – en
þetta var eina lagið sem Sæmi kunni að syngja.
Spákonan fékk gæsahúð! Við höfðum ekki talað
mikið saman eftir að við skildum, en höfum gert
upp okkar mál eftir andlát hans. Við verðum að
kunna að loka á mál sem angra okkur. Við erum
of mikið með hugann við framtíðina eða fortíðina,
en gleymum nútíðinni. Það er engin framtíð því
hún skapast af því sem gerist núna.”
Sannur vinur vina sinna
Fyrir tveimur árum kom Sigríður fram í fjölmiðl-
um til varnar vini sínum, Þorsteini Kragh, sem
ásakaður var um stærsta innflutning á fíkniefnum
sem til landsins hafa borist. Þorsteinn var dæmd-
ur í níu ára fangelsi.
„Það var gríðarlegt áfall fyrir mig og okkur öll í
fjölskyldunni. Við Þorsteinn, Denni, höfðum verið
mjög góðir vinir í fjölda ára, hist nánast daglega,
og ég trúi ekki enn að hann hafi verið sekur. Ég
er mjög góður vinur vina minna og mér er í raun-
inni alveg sama hvað aðrir segja, ég gerði allt sem
í mínu valdi stóð fyrir Þorstein. Ég hafði þekkt
hann í mörg ár og aldrei séð neitt sem benti til
þess að hann neytti sjálfur fíkniefna eða væri
óheiðarlegur á nokkurn hátt. Ég vona að honum
takist að sanna að hann sé saklaus. Ég er líklega
slæm spákona ef hann er sekur. Ég hef tengingu
við hann eins og hann sé bróðir minn. Hann hefur
sýnt öllum hér góðsemi og ég hef aldrei séð hann
í neinu annarlegu ástandi. Eftir að dómurinn féll
urðu til alls konar sögur, en miðað við hversu mik-
ið við umgengumst finnst mér sérkennilegt að allt
það fólk sem hann hefur átt að þekkja svona vel og
umgangast, hafi gjörsamlega farið fram hjá mér.“
Sigríður hefur síðustu árin unnið mikið við að
halda námskeið og fyrirlestra. Hún fer í skóla og
talar við börn og unglinga um það hvernig hægt er
að líða betur og hvernig við stjórnum líðan okkar.
„Það gerum við með því að lifa í núinu. Ein
setning getur breytt lífi þínu – eða brennt það.
Þess vegna segi ég að orð séu álög. Við eigum að
tala við börn af virðingu, horfa í augun á þeim og
nenna að tala við þau. Ég man bara eftir því fólki
sem nennti að tala við mig þegar ég var barn. Mín
kynslóð ólst svolítið upp við það að börn væru
fyrir. Þau áttu að þegja við matarborðið og fara
inn í herbergi ef þau voru óþekk. Við vorum svo-
lítið eins og hundar sem beini er kastað til og svo
þegar við eldumst erum við alltaf að bíða eftir
beininu – bíða eftir viðurkenningu.“
Sigríður segist oft verða hugfangin, en hafi ekki
oft á sínum fimmtíu árum orðið ástfangin. Ástin
hitti hana þó ekki alls fyrir löngu og í bókinni er
að finna ástarljóð til manns – sem veit ekki af
því sjálfur:
Ég vaki og vaki og birtan mig blessar
ég elska sumarnæturnar þessar.
Fuglasöngur mig fagur knúsar
og fátæklegur hugur blúsar.
Ég hlusta á lag og minningarnar sveima
ég hugsa um þig og mig fer að dreyma.
Um dálitla stund er dvaldir þú hér
þá dásemd og hlýju er sýndirðu mér.
Ég brosi ávallt er ég mynd þína sé
en bið svo að heilsa eftir Inga T...
„Ég byrjaði að yrkja ljóð mjög ung og ég er al-
þýðuskáld. Ég á hundruð ljóða og á mjög auðvelt
með að ná tengingu við sálina og hjartað. Ég byrj-
aði í raun og veru ekki að koma ljóðunum mínum á
framfæri fyrr en Facebook byrjaði. Ég á fimm þús-
und vini á Facebook en vildi eiga hundrað þúsund
því ég vil að allir séu vinir. Við erum ein heild. Við
eigum að taka öllum opnum örmum.“
Og þar með veit maðurinn að Sigríður Klingen-
berg elskar hann. Óvanaleg leið, en ekta Siggu-
leið!
Bara ein dauðasynd
Í bókinni býður Sigga líka upp á uppskrift að
ástarævintýri.
„Við þurfum alltaf að skrifa óskirnar okkar á
blað, og helst gult eða appelsínugult blað því hug-
urinn nemur sterkast þá liti. Dóttir mín skrifaði
óskalista að ævintýri sem ég birti í bókinni. Allt
gekk eftir – nema hvað að þegar hún fór að kynn-
ast manninum betur, kom í ljós að hann reykir og
drekkur, nokkuð sem hún sættir sig ekki við. Við
fórum að furða okkur á þessu og litum betur á
listann. Þá hafði hún skrifað orðið „reglusamur“
með smá stafarugli! Þar með rústaðist listinn. Þú
verður að gjöra svo vel að skrifa óskirnar þínar
rétt. Ég er núna búin að vera að kalla á ástina og
það eru rosalega margir karlmenn í kringum mig
þessa dagana! Orð eru álög – það sem þú segir að
morgni myndar daginn. Hebreska orðið yfir Guð
þýðir „Ég er“ og ef við segjum „ég er frísk“, „ég
er glöð“ og svo framvegis þá verður það þannig.“
Á stóran spegil í stofunni hjá Siggu hefur hún
látið rita þessi orð: Ég er frábær – ég elska þig –
þú ert svo mjó.
„Já, vegna þess að þeir sem horfa á sig og segja
„ég er svo feit“, þeir verða bara feitari. Það er svo
auðvelt að vera með niðurrifsstarfsemi á sjálfan
sig. Við myndum aldrei tala svona við börnin okk-
ar eða vini og vinkonur! Fyrir mér er bara ein
dauðasynd. Hún er sú að vera leiðinlegur. Þetta
sagði Oscar Wilde og líka það að maður á ekki að
taka lífið of alvarlega því við komumst hvort sem
er ekki lifandi frá því. Svo tek ég undir orð hans
„ég er svo geðveikt klár að ég skil mig stundum
ekki!“ segir hún og skellihlær. „Við eigum að
varpa spurningum okkar út í alheiminn því þar
er svörin að finna. Það sem hugurinn fer, lífið er,“
segir spámiðillinn Sigríður Klingenberg.
Anna Kristine
ritstjorn@frettabladid.is
Fyrir mér er bara ein
dauðasynd. Hún er sú
að vera leiðinlegur
Hættir að spá „Ég verð í Kringlunni fram til jóla þar sem hægt verður
að kaupa gjafabréf á spádóm sem að sjálfsögðu er hægt að nota á nýju ári. Meira
verður það ekki. Af öllu mínu hjarta þakka ég því fólki sem lagt hefur leið sína til mín í
spá og ég vona að ég hafi með örlitlu orði getað hjálpað eitthvað til!“ segir Sigríður.
Sigríður sést hér ásamt börnum sínum þremur Sigrúnu Erlu, Guðbirni Alexander og Pétri Ásbirni við mynd af
föður þeirra Sæmundi Sæmundssyni sem lést í fyrra.
40 viðtal Helgin 10.-12. desember 2010