Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 44

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 44
1. 20. október 1990 (Arsenal vann 1-0) Allt varð vitlaust í síðari hálfleik þegar Nigel Winterburn, bakvörður Arsenal, tæklaði United-leikmanninn Denis Irwin. Í kjölfarið réðust Irwin og Brian McClair að Winterburn og Andres Limpar og sparkaði McClair til að mynda margoft í Winterburn. Alls tók 21 leikmaður þátt í slagsmálunum sem fylgdu í kjölfarið. Sá eini sem hélt sig fyrir utan var David Seaman, markvörður Arsenal. 2. 21. september 2003 (Leikurinn endaði 0-0) Hollendingurinn Ruud Van Nistelrooy braut illilega á Patrick Vieira sem reyndi í kjölfarið að sparka til hans. Sparkið mis- heppnaðist en vegna leikaraskapar Van Nistelrooys var Vieira rekinn af velli. Það sauð upp úr milli félaganna og ekki síður eftir leikinn þar sem Martin Keown og fleiri leikmenn Arsenal létu Hollendinginn hafa það óþvegið. 3. 24. október 2004 (United vann 2-0) Þessi leikur var kallaður „Bardaginn um hlaðborðið“ vegna þess sem gerðist eftir að honum lauk. Sol Campbell, varnarmað- ur Arsenal, neitaði að taka í hönd Waynes Rooney eftir leikinn þar sem hann sakaði Rooney um leikaraskap þegar hann fékk víti í leiknum. Í göngunum eftir leikinn fór allt í háaloft og bárust fréttir af því að pitsur, kaffi, te, tómat- og baunasúpa hefðu flogið á milli á leikmanna með þeim afleiðingum að Alex Ferguson lenti í milli. Hjörvar Hafliðason um Manchester United Hvernig hefur Manchester United spilað í vetur? United hefur ekki þótt spila skemmti- legan bolta í vetur en samt hefur liðið skorað mest af öllum liðum í deildinni. Það vantar svolítið flæði í leik liðsins og mér finnst vanta skapandi miðjumann eða vængmann til að leysa Valencia af hólmi. Ferguson virðist aftur vera kominn með trúna á 4-4-2-kerfinu en undanfarin ár hefur hann leikið 4-5- 1(4-3-3) í stærri leikjum. Styrkleiki og veikleiki Manchester United, bestu leikmenn og þeir sem hafa valdið mestum vonbrigðum? Helsti styrkleiki liðsins liggur í mið- vörðunum Ferdinand og Vidic. Þá hef- ur Nani verið frábær og skorað mörg mörk, auk þess sem hann hefur lagt fjölmörg mörk upp fyrir samherja sína. Berbatov hefur verið drjúgur í upphafi móts en hingað til hefur hann ekki verið maður stórleikjanna. Hann hefur til dæmis aldrei skorað fyrir United á móti Arsenal. Í upphafi móts var Ferdinand meiddur og Jonny Evans leysti hann af og gerði það í raun og veru mjög illa. Þá var liðið að gefa mikið af mörkum en síðan Ferdinand kom til baka hefur leikur liðsins verið allt annar. Ég veit ekki hvort það er hægt að tala um veikleika hjá liði sem enn er ósigrað en þó er það á vissan hátt veikleiki að Ferguson er ekki með neitt fast byrjunarlið. Arsenal – styrkleiki og veikleiki? Styrkleiki liðins finnst mér felast í mögnuðum sóknarleik liðsins og þeirri breidd sem Wenger hefur þar yfir að ráða. Samir Nasri er orðinn furstinn á Emirates-vellinum. Hann hefur verið meiriháttar það sem af er vetri. Nú þegar van Persie er kominn á fulla ferð eftir meiðsl hefur liðið aukna breidd fram á við. Þá hafa Chamakh og Wilks- hire verið góðir. Veikleikar liðsins eru að sjálfsögðu vörnin og markvarslan. Vermahlen, besti miðvörður liðsins, er meiddur og leikur ekki aftur fyrr en á nýju ári. Þeir Koscielny og Squillachi eru ekki nógu öflugir og gera mörg mistök. Þá er Fabianski ekki nógu sterkur á milli stanganna. Hann hefur ekki gert mörg mistök en tapaði leik fyrir Arsenal í síðasta mánuði gegn Newcastle. Hverjir vinna þennan leik? Ég ætla að spá 2-0 sigri Manchester United. Nú veit ég ekkert hvernig staðan á Fabregas verður á mánudag- inn en ef hann verður ekki með er það mikið högg fyrir Arsenal. Vörn Arsenal- liðsins hefur verið slök að undanförnu og ég held að varnarleikurinn verði munurinn á liðunum. H verjir eru lykilmenn Manc- hester United og Arsenal? Ef þessarar spurningar hefði verið spurt í sumar hefði svar- ið verið Wayne Rooney, fram- herji Manchester United, og Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal. Frammistaða tveggja leik- manna það sem af er þessari leiktíð hefur þó breytt svarinu hjá báðum liðum. Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði fimm mörk í síðasta leik Manchester United, hefur án nokk- urs vafa fest sig í sessi sem einn af betri mönnum Manchester United. Berbatov hvarf hins vegar allan októbermánuð, ól íkt por túgalska kantmanninum Luis Nani sem hefur farið hamförum á hægri vængnum hjá United, leik eftir leik, mánuð eftir mánuð. Sömu sögu er að segja af öðrum hægri kantmanni hjá Arse- nal, hinum 23 ára Samir Nasri. Hann hefur skyggt á stjörnur á borð við Cesc Fabregas, Robin Van Per- sie og Andryi Arshavin með stór- kostlegri frammistöðu það sem af er tímabilinu. Nani og Nasri hafa báðir tekið gífurlegum framförum á þessu tímabili og skipað sér á bekk með bestu leikmönnum ensku úrvals- deildarinnar. Það nægir að nefna að Nani hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og lagt upp átta fyrir sam- herja sína. Hann hefur bæði skorað og lagt upp fleiri mörk það sem af er yfirstandandi tímabili heldur en á heilu tímabili frá því að hann kom til United árið 2007. Þegar hann er í ham geta fáir varnarmenn í ensku úrvalsdeild- inni stöðvað hann. Hann er áræðinn, ótrú- lega fljótur og nánast jafnfættur. Spyrjið bara Pascal Chimbonda, bakvörð Blackburn, sem hringsnerist í kringum Portúgalann fyrir tveimur vikum. Þótt Nasri sé kantmaður er hann marka- hæsti leikmaður Arsenal á tímabilinu. Hann hefur skorað alls ellefu mörk; átta í deildinni, tvö í deildarbik- arnum og e i t t í meistara- deildinni. Hann hefur aðeins átt eina stoðsendingu enda verið iðnari við kol- ann í markaskorun. Athyglisverð stað- reynd er að hann hefur skorað jafn- mörg mörk í þrett- án deildarleikjum á þessu tímabili og í 55 leikjum tímabilin tvö á undan. Tækni hans, leikskiln- ingur og sú stað- reynd að hann er jafnfættur hafa gert þennan unga Frakka að einum marksæk- nasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar. Stórleikur Manchester United og Arsenal fer fram á Old Trafford, heimavelli Manc- hester United, næstkomandi mánudag og hefst klukkan 20. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Innbyrðisviðureignir í tíð Fergusons og Wengers Manchester United og Arsenal hafa mæst 37 sinnum frá því að Arsene Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996. Arsenal hefur unnið 15 sinnum. Manchester United hefur unnið 14 sinnum. Liðin hafa átta sinnum gert jafntefli. Markatalan er 46:46. Þrír eFtIrmInnIlegIr leIkIr Spáð í Spilin Einn af stórleikjum vetrarins í enska boltanum fer fram á mánudagskvöldið þegar Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford. Kantmennirnir Nani og Nasri hafa farið á kostum hjá sínum liðum það sem af er tímabilinu. &N N 2-0 fyrir United 44 fótbolti Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.