Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 45
Spáð í Spilin
Välj.
Eða veldu eins og sagt er á íslensku. Nýtt samstarf SAS og Icelandair þýðir að
núna áttu möguleika á að velja á milli miklu fleiri áfangastaða en áður.
Við bjóðum nú uppá þann möguleika að bóka flug til Evrópu og lengra á
frábæru verði á www.flysas.is
flysas.is
Ávallt með S
AS
Engin dulin g
jöld - innritu
n án endurg
jalds - sætab
ókun án end
urgjalds
Farangurshe
imild án end
urgjalds - Eu
roBonus-pun
ktar - 25% b
arnaafsláttu
r
Bergen
London
París
Frankfurt
Peking
Tokyo
Bangkok
Ósló
Kaupmannahöfn
Stokkhólmur
Helsinki
Gautaborg
Stafangur
Þrándheimur
Berlín
München
Hamborg
Varsjá
Zürich
Mílanó
Vilníus
Ferguson um Wenger
„Þeir segja að hann sé gáfaður maður, ekki satt?
Tali fimm tungumál! Ég er með fimmtán ára dreng
frá Fílabeinsströndinni sem talar fimm tungumál.“
1997
„Hann er byrjandi. Hann ætti að halda sig við
skoðanir sínar á japanska fótboltanum.“ Apríl 1997
„Hegðun þeirra var sú versta sem ég hef séð í
þessari íþrótt.“ Október 2004
„Wenger var að gagnrýna mína leikmenn í
göngunum og kalla þá svindlara svo að ég sagði
honum að láta þá vera og haga sér eins og maður.
Hann hljóp að mér með útréttar hendur og spurði
mig hvað ég ætlaði að gera í því. Að biðjast ekki
afsökunar á hegðun sinna eigin leikmanna við
annan knattspyrnustjóra er óhugsandi. Það er hneisa en ég geri ekki ráð fyrir að Wenger
biðjist nokkurn tíma afsökunar. Hann er þannig manngerð.“ Janúar 2005
Wenger um Ferguson
„Það er óeðlilegt að deildin sé lengd til þess að
Manchester United geti notið hvíldar og unnið
allt.“ Apríl 1997
„Allir halda að þeir eigi fallegstu konuna
heima.“ Maí 2002
„Ferguson ætti að róa sig niður. Kannski hefði
verið betra ef hann hefði stillt okkur upp við vegg
og skotið okkur.“ Október 2004
„Ég skil ekki að hann skuli gera allt sem hann
vill og þið farið allir á hnén fyrir framan hann.“
Janúar 2005
Lúðvík Arnarson
um Arsenal
Hvernig hefur Arsenal
spilað í vetur?
Arsenal-liðið hefur verið dálítið sveiflu -
kennt í vetur, líkt og undanfarna vetur.
Á góðum degi er liðið frábært og leikur
fótbolta sem eingöngu Barcelona
toppar. Vandinn er að hinir dagarn ir
eru alltof margir þar sem liðið spil ar
ekki eins vel og þá vantar oft þann
eiginleika að ná fram sigrum á seigl-
unni einni saman. Það er einhvern
veginn ekkert plan B hjá Arsenal, sem
er eitthvað sem bæði Chelsea og Man.
Utd. hafa alltaf haft og er nauðsynlegt
liði sem ætlar að vinna deildina. Á móti
kemur að í Arsenal-liðinu eru margir
einstaklingar sem geta unnið leiki upp
á eigin spýtur líkt og Nasri gerði gegn
Fulham um síðustu helgi.
Styrkleiki og veikleiki
Arsenal, bestu leik-
menn og þeir sem hafa
valdið mestum von-
brigðum?
Með tilkomu Fabianskis í markinu
hefur markvarslan lagast enda var ekki
úr háum söðli að detta þar. Varnar-
leikur liðsins er hins vegar ekki nógu
góður og svo virðist sem Wenger hafi
ekki alltof mikinn áhuga á að laga
þann hluta leiksins. Menn benda oft á
varnar línuna og kenna henni um allt
sem aflaga fer, en að mínu mati er
það varnarleikur liðsins í heild sinni
sem er vandamálið. Samir Nasri hefur
hins vegar blómstrað í vetur og er af
mörgum talinn einn besti leikmaður
deildarinnar það sem af er. Eins hefur
Chamakh komið mjög vel inn í liðið í
haust. Hann leysir það sem mörgum
hefur þótt vanta undanfarin misseri,
sem er stæðilegur framherji sem
getur haldið boltanum og tekur til sín
varnarmenn, og ekki síst maður sem
mætir inn í vítateiginn til að taka við
fyrirgjöfum.
United – styrkleiki og
veikleiki?
United-liðið er einhvern veginn ekki
enn komið í gang, sem er spes þegar
til þess er litið að liðið er taplaust á
meðan Chelsea og Arsenal hafa tapað
fjórum leikjum. Það hefur vantað
eitthvert flæði í sóknarleik liðsins, sem
er líka skrýtið, því þeir hafa skorað
flest mörk. Varnarleikurinn er þeirra
helsti styrkleiki, vegna þess að liðið
verst sem heild. Samt hafa þeir fengið
fleiri mörk á sig núna en oft áður á
sama tíma. United-liðið er því fullt
af þversögnum en eitt er víst: Þeir
verða í baráttunni í allan vetur og að
mínu mati núna líklegastir til að vinna
deildina. Styrkleikinn felst í hefð og
reynslu sem aldrei skal vanmeta. Veik-
leikinn er að miðjan í liðinu er ekki eins
sterk og oft áður.
Hverjir vinna
þennan leik?
Ég er óvenjubjartsýnn fyrir þennan leik
fyrir hönd minna manna. Hef ekki trú
á markaleik og því þarf vörn Arsenal
að halda, sem er nú ekki venjan. Nasri
er sjóðheitur og ég spái því að hann
geri gæfumuninn. Arsenal vinnur 1-0
eða 2-1.
Ferguson vs. Wenger — Eftirminnilegustu ummælin
Arsenal
vinnur
með einu
fótbolti 45 Helgin 10.-12. desember 2010