Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 50
A lþjóðlegt sextán daga átak gegn
kynbundnu ofbeldi
má rekja aftur til
ársins 1991. Í ár
fögnuðu Mannrétt-
indaskrifstofa Ís -
lands og samstarfs-
aðilar hennar því
tuttugu ára afmæli
átaksins á heims-
vísu. Tímasetning
átaksins, frá 25.
nóvember, alþjóð-
legum baráttudegi
gegn kynbundnu
ofbeldi, til 10. des-
ember, hins alþjóðlega mannrétt-
indadags, var valin til að tengja á
táknrænan hátt kynbundið ofbeldi
og mannréttindi. Markmið átaks-
ins er að knýja á um afnám alls kyn-
bundins ofbeldis.
Í ár beindist athygli
sextán daga átaksins
á Íslandi að ábyrgð
gerenda í ofbeldis-
málum.
Þó að staða ís-
lenskra kvenna sé
sterk á mörgum
sviðum er kynbund-
ið ofbeldi alvarlegt
vandamál hér á landi,
eins og tölulegar upp-
lýsingar leiða glöggt í
ljós svo að ekki verð-
ur um villst.
Upplýsingar frá
Kvennaathvarfinu
frá árinu 2009 sýna
að það árið leituðu þangað 605 kon-
ur, en frá upphafi hafa 9.410 konur
komið í athvarfið. Árið 2009 leituðu
539 einstaklingar til Stígamóta, og
frá upphafi samtakanna til ársloka
2009 höfðu alls 4.918 konur leitað til
Stígamóta vegna kynferðisofbeldis
sem þær höfðu verið beittar. Sú tala
jafngildir 3,1% íslenskra kvenna á
sama tímabili.
Í ársskýrslu sinni vekja Stígamót
sérstaka athygli á því að aðeins 18,1%
ofbeldismannanna sem nefndir voru
árið 2009 voru ókunnugir þeim sem
þeir beittu ofbeldinu – það þýðir að í
rúmum 80% tilvika þekkti brotaþol-
inn ofbeldismanninn. Eiginmaður,
fyrrverandi eiginmaður, kærasti, fað-
ir, frændi, bróðir, vinur; af þeim staf-
ar íslenskum konum helsta hættan.
Staðreyndin er því miður sú að
ofbeldi gegn konum þrífst á Íslandi
sem annars staðar, og það þrífst
hvergi eins vel og í skjóli heimila, og
í skjóli upplýsingaskorts, þöggunar
og aðgerðaleysis. Skömmin sem
réttilega tilheyrir gerendum hvílir af
þessum og öðrum sökum sem mara
á þolendum. Þó að kreppa ríki í land-
inu er síður en svo ástæða til að ætla
að minna fari fyrir þessari tegund of-
beldisbrota. Reynslan frá nágranna-
löndum sýnir að kynbundið ofbeldi
eykst á tímum kreppu en á meðan
fækkar almennum líkamsárásum.
Ofbeldi verður minna sjáanlegt en
það hverfur ekki, heldur færist inn
á heimilin.
Við getum ekki litið fram hjá þeim
staðreyndum um kynferðisofbeldi
og kynbundið ofbeldi sem blasa við
okkur. Með árlegu sextán daga átaki
viljum við hvetja til opinnar og hisp-
urslausrar umræðu, sem leið til vit-
undarvakningar meðal almennings
og frekari aðgerða í kjölfarið. Það er
von okkar að árlegir viðburðir á borð
við bókaupplestur, kvikmyndasýn-
ingar, samstöðu með brotaþolum,
Ljósagöngu, fundi og ýmsar aðrar
samkomur verði til að varpa ljósi á
vandann – og uppræta hann.
Ég hvet fólk til að gefa þessum
málum gaum og gera sitt til að þau
liggi ekki í þagnargildi, útrýma for-
dómum og staðalímyndum og leggja
ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá
gerandanum.
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr er Icesave komið aftur á dag-
skrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan í
mars varð því miður ekki til að út-
kljá málið enda vill svo til að það er
ekki innanríkismál okkar Íslend-
inga heldur hatrömm milliríkja-
deila við Hollendinga og Breta.
Eitt af því allra jákvæðasta við
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar var að hún beinlínis neyddi
flokkana á Alþingi til samstarfs.
Áður en úrslitin
lágu fyrir voru
þeir reyndar farnir
að tala saman um
mögulega lausn
á Icesave, fremur
en að berja hver á
öðrum með ásök-
unum um landráð
og vanhæfni. Það
langþráða þver-
pólitíska samráð
var auðvitað afrakstur þess að forsetinn synjaði
Icesave-lögunum um staðfestingu. Með synjun sinni
keyrði forsetinn málið inn í blindgötu sem vonlaust
var að komast aftur út úr nema í sem breiðustu sam-
starfi flokkanna.
Í því andrúmslofti var sett á laggirnar ný samn-
inganefnd skipuð fulltrúum sem nutu blessunar
ríkisstjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Til forystu valdist Lee C. Buchheit,
bandarískur sérfræðingur í þjóðaskuldum, samn-
ingatækni og alþjóðalögum. „Einn virtasti sérfræð-
ingur heims á því sviði,“ eins og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins,
útskýrði fyrir fréttamönnum snemma árs.
Þessi þverpólitíska samninganefnd hefur nú
náð samkomulagi um lausn á Icesave-deilunni við
Hollendinga og Breta. Vaxtakjör eru mun betri en í
fyrri samningum og samningsdrögum. Auk þess er
útlit fyrir að miklu lægri upphæð lendi á ríkissjóði
en áður var ætlað – jafnvel ekki neitt. Í sjónmáli er
sem sagt stórsigur fyrir þá sem hatrammast börðust
gegn fyrri samningum um Icesave.
En það er of snemmt að fagna. Fyrst þarf tíma til
að reikna sig í gegnum og vega og meta samkomu-
lagið sem kynnt var í gærkvöld.
Hitt er þó öllu furðulegra að einn af guðfeðrum
samninganefndarinnar, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, var strax í gærdag tilbúinn að afgreiða
kynningu á samningnum sem „sýningu“ og vildi af
því tilefni gefa út „spunaviðvörun“.
Formaður Framsóknarflokksins virðist ætla að
sitja sem fastast í mógröfunum og treystir sér jafnvel
til að dæma þaðan óséða samninga eins og ekkert
sé. Það er vissulega athyglisvert fyrirheit um afstöðu
hans í komandi umræðum um samninginn á Alþingi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, ætlar hins
vegar greinilega að stíga til jarðar af meiri varfærni
og ábyrgð, líkt og hann gerði þegar úrræði ríkis-
stjórnarinnar í skuldavanda heimilanna voru kynnt
fyrir viku. Viðbrögð Bjarna þá gáfu von um að stjórn-
málamenn geti af og til fjallað um hlutina án þess
að vera þeirra innan eða utan stjórnar skipti máli.
Mættu fleiri tileinka sér þau vinnubrögð við lausn á
þeim fjölmörgu málum sem við er að glíma.
Alþingis bíður nú að afgreiða nýjan Icesave-samn-
ing. Hvernig umræðan verður er prófsteinn á þá
þverpólitísku leið sem farin var við skipun samninga-
nefndarinnar.
Hitt er svo annað mál að ómögulegt er að spá um
hvað gerist ef Alþingi samþykkir þennan nýja samn-
ing. Þá kemur að þætti okkar óútreiknanlega forseta.
Hver hefði til dæmis getað spáð fyrir um að sami
maður og var allra fremstur í klappliði þeirra sem
töldu Íslendinga genetískt snjallari viðskiptamenn
en aðra, sé nú að koma sér fyrir fremst í mótmæla-
göngu þeirra sem telja Ísland ekkert hafa að gera
með erlenda fjárfestingu?
50 viðhorf Helgin 10.-12. desember 2010
Reynir á Alþingi
Samninganefndin þeirra
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri:
Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri:
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is.
Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf.
og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Steinunn Björk Pieper
verkefnastjóri á Mannréttinda
skrifstofu Íslands
F
Tilvalið í jólapakkann! 15%
Jólafsláttur af
þessum frábæru
hleðslutækjum
Fært til bókar
Tækifæri skúlptúristans
Bókaútgáfan Crymogea gekk frá samn-
ingi við hollenskt fyrirtæki á bókamess-
unni í Frankfurt í haust. Hollenska fyrir-
tækið sér um að allar listaverkabækur
útgáfunnar á ensku fara í dreifingu í
Evrópu og Asíu. Þetta á meðal annars
við um bókina um Kristin E. Hrafnsson
myndlistarmann. Hollenska fyrirtækið
hefur að undanförnu verið að koma
bókunum í umferð. Þegar WikiLeaks-
fréttirnar fóru að berast um heim allan á
dögunum kom fyrirspurn frá Hollending-
unum um hvort Kristinn E. Hrafnsson
og Kristinn Hrafnsson, fréttamaður og
talsmaður WikiLeaks, væri einn og sami
maðurinn. Þeir sáu fram á gott markaðs-
tækifæri þarna og mikið tækifæri fyrir
skúlptúristann Kristin E. Hrafnsson til að
koma sér á framfæri á nýjum vettvangi.
Löggan sektar svanga
Stundum er spurt um forgang og svo er
að sjá af fréttum vikunnar að lögreglan
hafi talið það forgangsmál að sekta
þá sem lögðu ólöglega í nágrenni Fjöl-
skylduhjálparinnar þegar að vikulegri
matarúthlutun kom. Mikill fjöldi sækir
matarpoka til Fjölskylduhjálparinnar í
Eskihlíðinni nú í kreppunni og eflaust
erfitt að finna stæði, að minnsta kosti
löglegt, þegar svo margir mæta á sama
stað og sama tíma. Fram kom að tólf eig-
endur bifreiða hefðu verið rukkaðir um
2.500 krónur fyrir að leggja ólöglega á
meðan beðið var eftir matnum. Kannski
er löggan að beina því til þessa hóps að
óviðeigandi sé að koma á bíl til að sækja
matarúthlutunina. Nær sé að ganga eða
brúka strætó.
Ekkert lengur að verja
Allir öryggisverðir Seðlabanka Íslands
fengu bréf um mánaðamótin þar sem
þeim var tilkynnt um uppsögn frá og
með áramótum. Það er alvörumál að
missa vinnuna og margir í þeim sporum
nú af völdum kreppu og hallæris.
Seðlabankinn þarf eflaust að draga
saman seglin eins og aðrar opinberar
stofnanir en menn spyrja sig, vegna þess
að það eru öryggisverðir bankans sem
fá reisupassann, hvort það sé ekkert
lengur að verja í Seðlabankanum. Davíð
er farinn en hart var að honum sótt á
sínum tíma þegar hann varðist hvað
ákafast í Svörtuloftum. Fjárhirslur ríkis-
ins eru tómar svo þar þarf lítið að passa.
Gjaldeyrissjóður Seðlabankans, sem eitt
sinn var digur, er nú í formi loforða frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þau loforð
þurfa víst ekki öryggisgæslu í bókstaf-
legri merkingu. Svo öllu sé til skila haldið
fylgist Securitas hér eftir með manna-
ferðum í kringum Arnarhólinn.
Átak gegn kynbundnu ofbeldi
Vitundarvakning meðal almennings
–einfalt og ódýrt
TILBOÐ MÁNAÐARINS
PANODIL HOT
926 KR.
TILBOÐ GILDIR ÚT DESEMBER
Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is