Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 52
52 viðhorf Helgin 10.-12. desember 2010
Þ að er kannski að eltast við skottið á sjálfum sér að segja að það sé vegna
þess að börnin lesi of lítið, en
óneitanlega er það ein skýringin.
Margvísleg afþreying hefur komið
í stað bókarinnar sem var ein til-
tæk fyrir okkur sem nú erum á
miðjum aldri og munum hvernig
lífið var fyrir daga sjónvarps og
tölva og síbyljunnar í ljósvakanum.
Mörgum börnum (og að vísu full-
orðnum líka) er nú tamara að
horfa á sjónvarp, vafra á netinu og
leika sér í tölvu heldur en að taka
sér bók í hönd sem síðan veldur
því að tilfinning fyrir rituðu máli
sljóvgast og tungutak verður fyrir
vikið einhæfara; nefna má sem
dæmi að nú tala menn gjarna um
(ógeðslega) góða og vonda lykt, en
sjaldnar heyrast orð eins og ilmur,
angan, fnykur, fýla sem óneitan-
lega auka á blæbrigði málsins.
En fleira kemur líka til. Fátt
er mikilvægara í skólastarfi en
markviss lestrarkennsla. Lestur
og lesskilningur er í námskrá
með nokkru móti fyrir alla bekki
í grunnskóla, en kennslugreinin
lestur er sums
staðar einungis þrjú
fyrstu árin. Það
kann að duga til þar
sem eru litlir bekkir
og þó því aðeins
að foreldrar haldi
börnum sínum líka
samviskusamlega
að bókinni. Kennari
þarf að hlusta mjög
reglulega á börnin
lesa, helst daglega,
og þau verða að æfa
sig heima. Ég óttast
að það sé borin von
að börn í 25 manna
bekk og þaðan af
fjölmennari læri
að lesa með viðhlítandi hætti á
þremur árum, og þótt fleiri væru,
nema heimilin komi mjög einbeitt
að náminu.
Of lítið talað við börn á
mannamáli
PISA-könnunin 2006 leiðir í ljós
að brúkun tölvuforrita í skólum
hérlendis til kennslu er minni en
í OECD-löndunum, en notkun á
netinu og tölvuleikj-
um er hins vegar
meiri hér en meðal-
talið í OECD sem
segir í raun að Ís-
lendingar noti tölv-
ur meira í afþrey-
ingarskyni en aðrar
þjóðir. Nú kann ég
ekki að nefna tölur,
en reynslan segir
mér að mun fleiri
drengir en stúlkur
séu fíknir í tölvu-
leiki og á mörgum
heimilum er það
vandamál. Norræn
rannsókn sýnir að
eitt af fáum sviðum
læsis þar sem drengir skáka stúlk-
um, er læsi á tölvugrafík. Sama
rannsókn sýndi að margir drengir
lásu ekkert að eigin frumkvæði
nema á tölvuskjá.
Sumpart hangir þetta líka
saman við almenna málnotkun.
Ég held að yfirleitt sé talað of lítið
við börn á mannamáli, ef svo má
segja, en þeim mun meira á ein-
földuðu barnamáli. Það þroskar
málvitund barna að eiga í samræð-
um við fullorðna og þau eru ræðin
og yfirleitt bæði forvitin og spurul.
En það lætur þá að líkum að ekki
verða samræðurnar merkilegar ef
hver situr við sinn tölvuskjá.
Skólaleiði fyrr á ferðinni hér
Rannsóknir Amalíu Björnsdóttur,
Baldurs Kristjánssonar og Barkar
Hansen benda til þess að skóla-
leiði geri fyrr vart við sig hérlendis
en meðal nágrannaþjóða og hann
verði með tíð og tíma djúprætt-
ari en í öðrum löndum, jafnframt
minnki námsáhugi og mun hraðar
hjá drengjum en stúlkum og meira
en í samanburðarlöndum. Það er
alvarlegt mál því að nám verður
mest og lærdómurinn einungis
rótfastur ef börnunum líður vel
og þau hafa áhuga á því sem fyrir
liggur.
Miklu skiptir að börn læri hratt
og vel að lesa því að lestur, les-
hraði og góður skilningur er for-
senda fyrir farsælu námi sem er
og verður enn um sinn bókmiðað
þótt námsefni sé nú fáanlegt á
rafrænu formi.
Skóli og þjóðfélag
Af hverju minnkar
lesskilningur íslenskra barna?
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
kynning
jólaafsláttur
Sérfræðingur frá Asics á staðnum
10. desember
kl. 15:00-18:00
í Glæsibæ
11. desember
kl. 15:00-18:00
í Holtagörðum
20%
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
70
2
12
/1
0
Vikan sem Var
Voru nöfnin ekki í stafrófs-
röð?
„Stjórnlagaþing til Hæstaréttar?“
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokks, sagði á Alþingi
að Hæstiréttur yrði að
skera úr um hvort
fjórtán stjórnlaga-
þingmenn hefðu
fengið kjörbréf
sitt löglega. Í því
samhengi benti hún
á að aðeins ellefu fram-
bjóðendur hefðu náð þar til gerðum
sætishlut.
Ekki einu sinni brimskafl
„Svo hvarf bara froðan“
Engar eignir fundust í þrotabúi
eignarhaldsfélagsins Hafnarhóls,
fjárfestingarfélags í eigu Guðmundar
Kristjánssonar, forstjóra Brims, sem
segir: „Þetta voru bankabréf, keypt
í banka, fjármögnuð af banka og
geymd í banka. Þetta var keypt froða
og lánuð froða, og svo bara hvarf
froðan.“
Syndaaflausn fyrir jólin
„Ný og betri aflátsbréf“
Ný og betri aflátsbréf, útgefin af
Snorra Ásmundssyni og hönnuð af
Munda, eru að koma úr prentun. Nýr
flokkur bætist við og er fyrir útrásar-
víkinga, bankafólk, fjárglæfrafólk og
kúlulánaþega sem sjá sér ekki fært að
greiða skuldir sínar að fullu til baka.
Kallast þau bréf Vikingbréf.
Alltaf traustur rekstur
kommissaranna
„Eigið fé Byggðastofnunar aukið um
milljarð“
Lögð hefur verið fram breytingartil-
laga við fjárlög fyrir árið 2011 frá
meirihluta fjárlaganefndar um að
eigið fé Byggðastofnunar verði aukið
um allt að einn milljarð króna.
Vá fyrir dyrum
„Hætta á að jólabjórinn seljist upp“
Útlit er fyrir að einhverjar tegundir af
jólabjór muni fljótlega seljast upp, að
sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur,
aðstoðarforstjóra ÁTVR.
Ísland – best í öllu!
„Fjórða feitasta Evrópuþjóðin“
Liðlega helmingur Evrópumanna er
nú of feitur. Bretar standa verst að
vígi því þar í landi eru 24,5% íbúanna
offitusjúklingar. Hlutfallið er næstverst
á Írlandi, þar er það 23,0%, þá kemur
Malta með 22,3% og í fjórða sæti er
Ísland með 20,1%.
Má ekki hringja í Jón Ásgeir?
„Auka þarf áhættu“
Jón Daníelsson, dósent í hagfræði
við London School of Economics,
segir afar mikilvægt að hér verði
áhættusækni aukin og að stjórnvöld
hvetji til hennar.
Ekki alslæmt
„Prófi frestað vegna Icesave“
Fresta þurfti prófi í námskeiðinu verk-
taka- og útboðsréttur við lagadeild
Háskóla Íslands þar sem Jóhannes
Karl Sveinsson sem kennir námskeiðið
situr í samninganefnd Íslands um
Icesave.
Alþingismaður götunnar
„Kallaði Heyr, heyr á Alþingi“
Birgitta Jóns-
dóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar,
heyrðist hrópa
„Heyr, heyr“
meðan á
mótmælunum
á Alþingi stóð.
Hún segist ekki hafa
verið að styðja truflunina, heldur
hafi hún verið að styðja ummæli um
Landsdóm.
Sölvi Sveinsson
skólastjóri Landakotsskóla
... tilfinning fyrir rituðu máli sljóvgast og tungutak verður fyrir vikið ein-
hæfara; nefna má sem dæmi að nú tala menn gjarna um (ógeðslega) góða
og vonda lykt, en sjaldnar heyrast orð eins og ilmur, angan, fnykur, fýla
sem óneitanlega auka á blæbrigði málsins.