Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 56
56 viðhorf Helgin 10.-12. desember 2010
„Aktu þrjá kílómetra beint áfram og beygðu svo til
hægri,“ sagði ljúf kvenmannsrödd, örlítið málm-
kennd þó. Ég hlýddi, beygði til hægri þegar þar að
kom, að ráði þeirrar málmkenndu. Hún hélt þá áfram
leiðsögninni, sagði mér frá hringtorgum á leið minni
og benti mér góðfúslega á að taka þriðju rein út frá
torginu. Þegar á áfangastað kom tilkynnti konan það
með þeim hætti að ekkert fór á milli mála.
Ekki verður annað sagt en að kona þessi, eða rödd
hennar, sé ágætur ferðafélagi, en ég kynntist henni
fyrst á ferð um Danaveldi. Konan vélræna sá langar
leiðir fyrir og skjöplaðist ekki, hvað sem á gekk.
Sama var hvort valin var leið á Sjálandi, Fjóni eða
Jótlandi. Hún leiðbeindi með sama hætti til Þýska-
lands. Landamæri voru engin hindrun.
Téð kona hefur þó ekkert annað sér til ágætis en
röddina enda leiðsögutæki á mælaborði bíls, tæki
sem fékkst að láni í ferðina. Kosturinn við hina vél-
rænu frú er að hún skiptir aldrei skapi, hækkar
aldrei röddina þótt mistök séu gerð heldur leiðréttir
kúrsinn vandræðalaust. Fari kona þessi í taugarnar
á ökumanni er á henni miðri takki sem þaggar fljótt
og örugglega niður í henni. Hún ræðir ekki málin
nema ýtt sé á takkann aftur.
Ég þarf svo sannarlega á leiðsögn sem þessari að
halda enda áttavilltur með afbrigðum. Þar hef ég
notið ratvísi eiginkonu minnar alla tíð. Hún er með
innbyggt leiðakerfi, hvort heldur er hérlendis eða er-
lendis. Í upphafi ferða okkar til annarra landa reyndi
ég að hafa skoðun á áttum og lagði jafnvel til að við
færum til vinstri þegar konan vildi halda til hægri.
Hún lét það svo sem eftir mér þótt ég færi undan-
tekningarlaust villur vegar. Mér lærðist því að hafa
hægt um mig og lét hana ráða. Það var affarasælast.
Þannig höfum við þvælst víða um lönd, ég við stýrið
og hún á kortinu. Bílstjórarnir eru sem sagt tveir,
rétt eins og í rallakstri þar sem hlutverk leiðsögu-
mannsins er síst veigaminna en þess sem undir stýri situr.
Eiginkona mín er þrautþjálfaður bílstjóri en þó hafa mál þróast þannig
að ég ek frekar en hún þegar við erum saman á ferð. Vandi minn er sá að
ég fer oft hugsunarlaust af stað eða að hugurinn er annars staðar en á bein-
ustu leið á áfangastað. Konan er hins vegar skipulögð og búin að ákvarða
leiðina í huganum áður en við leggjum af stað, jafnvel þótt ég sé við stýrið.
Á ferðum okkar ytra er þetta ekkert vandamál. Af langri reynslu hlýði ég
orðalaust. Innan borgar og á ferðum okkar um landið horfir þetta svolítið
öðruvísi við. Ég tel mig þekkja helstu leiðir á Stór-Kópavogssvæðinu og
vita hvort halda skal í austur eða vestur ef aka á í miðbæ kaupstaðarins eða
í hin ýmsu hverfi höfuðborgarinnar í norðri.
„Hvert erum við að fara, elskan?“ heyrist stundum úr hægra sætinu
þegar ég hef ekið um nokkra hríð á styttri innanbæjarleiðum okkar. „Nú,
til hennar frænku þinnar í afmælið, en ekki hvert?“ svara ég, heldur staff-
írugri en á leið til Slagelse eða Dortmund þar sem ég spyr aðeins hvort
konan vilji fara til hægri, vinstri eða beint áfram. „Heldurðu að ég viti ekki
hvar hún á heima?“ bæti ég við heldur snúðugt, svona rétt eins og ég hafi
efni á því.
„Jú, væntanlega veistu það, þess vegna er sérkennilegt að þú skulir velja
þessa leið,“ segir konan, „að þú skulir fara hálfhring í kringum borgina
í stað þess að fara stystu leið.“ Hún lætur svo gott heita, veit raunar að
bóndinn kemst á endanum á áfangastað í þessum heimabunum þótt hann
aki tíu kílómetra í stað þeirra fimm sem hún hafði af hyggjuviti sínu plan-
lagt. Innra með mér veit ég að hún hefur rétt fyrir sér en á erfitt með að
viðurkenna það, svona á heimaslóð. Mér var ratvísin bara ekki gefin, auk
þess að vera stundum annars hugar.
Fyrir kemur þegar ég er einn á ferð, jafnvel innanbæjar, að ég undrast
eigin dellu í áttavalinu. Þar er þó enginn til að gera athugasemdir. Þannig
var ég staddur í efri byggðum Kópavogs um helgina og átti þaðan erindi
á einn hálsinn í iðnaðarhverfi Reykjavíkur en ekki vildi betur til en svo að
ég endaði í blindgötu í hesthúsahverfi Fáks við Elliðaár. Hross og menn
horfðu í forundran á þennan áttavillta bjána sem forðaði sér hið bráðasta,
konu- og leiðbeiningarlaus, á braut.
Ég lét engan vita en hef síðan hugleitt hvort ég ætti að efna mér í vél-
ræna konu á mælaborðið þegar eiginkonunnar nýtur ekki við í sætinu við
hlið mér, jafnvel þótt aðeins sé um styttri ferðir að ræða á heimaslóð. Sú
vélræna gæti varað mig við á villigötum: „Þú ert á leið í hesthús, þú ert á
leið í hesthús, þangað áttu ekkert erindi, beygðu hið snarasta til hægri og
hættu þessum afglapaakastri – eða hringdu strax í konuna þína og fáðu
leiðbeiningar.“
Til hægri, vinstri
eða beint áfram?E ins og alþjóð veit eru Íslendingar einhver spilltasta þjóð á jarðríki. Einn liður í þeirri spillingu er misnotkun á fjármunum hins
opinbera og er nánast daglega í fréttum. Spurning er
hvort það sé bara toppurinn á þeim ísjaka. Auðvelt
ætti að vera að ganga úr skugga um það með einu
pennastriki, nútíma tækni og beinni þátttöku al-
mennings í landinu.
Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum hér fyrir
vestan að beina því til ríkisstjórnarinnar að hún
fyrirskipi öllum forstöðumönnum opinberra stofn-
ana að birta á vefsíðum þeirra einu sinni í mánuði
alla kostnaðarreikninga sem stofnað hefur verið til
mánuðinn á undan. Og hverjir það eru sem fá þær
greiðslur. Þetta á að sjálfsögðu einnig við öll laun og
sporslur sem verið er að greiða hinum og þessum.
Nefna má greiðslur til ríkisstarfsmanna fyrir að
starfa í nefndum í vinnutíma sínum, dagpeninga,
ferðakostnað, þar með taldar utanlandsferðir, kostn-
að við sendiráð, símakostnað og svo framvegis. Hér
er auðvitað einnig átt við ráðuneytin sjálf og þá sem
þeim stjórna. Og ekkert undan dregið! Ekkert. Allir
sómakærir forstöðumenn munu fagna þessu aðhaldi,
að ekki sé talað um Ríkisendurskoðun. Grunur
okkar er sá að ef þessi háttur væri tekinn upp, mundi
sjálftökuliðið hugsa sig tvisvar um og sparnaður yrði
ómældur. Þetta er sáraeinfalt í framkvæmd og á færi
hvaða unglings sem er, ef út í það er farið.
Þegar sérfræðingarnir hlæja
Sumir sérfræðingar munu að sjálfsögðu hlæja þessa
tillögu út af borðinu og finna henni allt til foráttu, en
það er einmitt hættumerkið. Alþýða manna getur
nokkurn veginn treyst því að þegar sérfræðing-
arnir hlæja eða brosa út í annað, þá eru menn í mjög
mörgum tilfellum einmitt á réttri leið. Það er öllum
til góðs að ekki sé verið að fela neitt í stjórnsýslunni.
Margir segja að þar eigi allt að vera opið og gegn-
sætt. En eiga það bara að vera merkingarlaus orð til
gamans?
Upplýsingalög eru ágæt sem slík, en með því
fyrirkomulagi sem hér er reifað getur alþýða manna
fylgst með jafnóðum og hlutirnir gerast og þeir sem
til þekkja lagt fram fyrirspurnir og athugasemdir ef
þurfa þykir. Þetta mætti vel kalla sjálfbæra endur-
skoðun. Löngu er kominn tími til að hætta endalaus-
um feluleik með opinbera fjármuni. Allt upp á borðið!
Allt. Fyrr verður engin sátt með þjóðinni.
Alþýðlegt álit
Jón forseti ráðlagði alþýðu á sínum tíma að hafa
gætur á fulltrúum sínum og skapa alþýðlegt álit á
málunum. Það á enn frekar við í dag. Það kemur ekk-
ert í stað hugrekkis einstaklinganna og að þeir skipti
sér af hlutunum. Sagan er óljúgfróð í þeim efnum.
Og hér þarf enga skýrslu að útbúa. Við höfum til
þessa verks öll tæki og tól. Vilji er allt sem þarf eins
og fyrri daginn.
Það færi vel á því að gefa Jóni Sigurðssyni þessa
afmælisgjöf. Fleiri slíkar gætu komið á eftir. Ef við
hefðum vit á að senda spillingu og bruðl út á sextugt
djúp, yrði gamli maðurinn örugglega ánægður. Það
væri í samræmi við allt hans lífsstarf.
Kostnaðarreikninga stofnana á netið
Tillaga að afmælisgjöf til Jóns Sigurðssonar
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
A
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Bjarni Georg Einarsson
fyrrum útgerðarstjóri og
núverandi ellilífeyrisþegi á
Þingeyri.
Hallgrímur Sveinsson
bókaútgefandi og
léttadrengur á Brekku í
Dýrafirði.