Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 90
90 dægurmál Helgin 10.-12. desember 2010
Föstudaginn 10. desember verður lokað
hjá embætti ríkisskattstjóra og á öllum
starfsstöðvum (skattstofum).
Lokað í dag
Allur ágóði sölunnar rennur óskertur
til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.
SÖLUSTAÐIR :
Casa - Kr ing lun n i og Ske i funn i
Epa l - Ske i fun n i og Le i f ss t ö ð
Kokka - L au gaveg i
Kraum - Aða l s t ræt i og G arð a to rg i
Móder n – H l í ða r s mára
Þ j óðmi n j asa f n i ð - Suðurgö t u
Penn i nn og Eymundsson um lan d a l l t
B lóma og g j a fabúð i n - Sa uð árk ró k i
Nor ska hús i ð - Stykk i shó lm i
P ó l ey - Vestm ann aey jum
Va l r ós - Akurey r i
STYRKTARFÉLAG
LAMAÐRA OG FATLAÐRA
SÖ
LU
TÍ
M
A
BI
L
4.
-1
8.
D
ES
EM
BE
R
J Ó L A K Ö T T U R I N N
í túlkun Hildigunnar Gunnarsdóttur,
Snæfríðar Þorsteins og Þórarins Eldjárns.
ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD
Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA
S igurgeir var því einn síðasti ljós-myndarinn sem myndaði Hend-rix áður en hann yfirgaf þennan
heim aðeins 27 ára, árið 1970. „Ég
komst á einhvern óskiljanlegan og
skringilegan hátt baksviðs á þessum
tónleikum í Svíþjóð,“ segir Sigurgeir
sem drakk svo viskí í rólegheitum
með tveimur skjaldsveinum Hendrix
á meðan hann djöflaðist á sviði með
gítarinn.
Sigurgeir segir að Hendrix hafi
verið í fúlu skapi þegar hann kom af
sviðinu vegna þess að honum þóttu
tónleikarnir ömurlegir. Hann var
þó fljótur að ná sér niður og vel fór á
með stjörnunni og ljósmyndaranum.
„Hann drakk pela af viskíi eins og
að drekka vatn en samt sá ekki vín
á honum. Hann var í góðum gír og
brá á leik fyrir mig og tók barnið sitt
og lék við það,“ segir Sigurgeir sem
telur Hendrix hafa leyft sér að vera
frjálslegur þegar hann áttaði sig á að
Sigurgeir væri ekki á vegum heims-
pressunnar.
Myndirnar sem Sigurgeir tók af gít-
arhetjunni feigu hafa ratað víða. Þær
hafa verið notaðar í ævisögu Hendrix
og sænskir lögfræðingar tefldu þeim
fram sem sönnunargagni í barnsfað-
ernismáli Evu, sænsku barnsmóður-
innar, á hendur dánarbúi hans en Eva
var með Hendrix á tónleikunum.
Sigurgeir var 22 ára þegar hann
hitti Hendrix og var mikill aðdáandi.
Hann segir þennan fund baksviðs
hafa verið kostulega stund og að sjálf-
sögðu ógleymanlega. Og að vonum
var honum illa brugðið þegar hann
frétti af dauða Hendrix aðeins hálfum
mánuði síðar. „Þetta var skemmtilegt
móment og það er synd að það skyldi
fara svona illa fyrir kallinum. Ég var
á kaffihúsi þegar ég las um andlát
hans. Ég var ekki einu sinni búinn að
framkalla filmuna sem lá bara enn í
vélinni. Þannig að ég var pínu nervus
þegar ég fór að framkalla vegna þess
að ég vissi í raun ekkert hvað ég var
með þarna og hvernig myndirnar
hefðu heppnast,“ segir Sigurgeir sem
náði mögnuðum myndum af Hendrix
á litla Leica-myndavél í vondri birtu.
Sigurgeir Myndaði Hendrix tveiMur vikuM fyrir andlátið
Þegar goðið dó var
filman enn í vélinni
Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari gerir tíðaranda sjöunda og áttunda áratugar nýliðinnar aldar
frábær skil í ljósmyndabók sinni, Poppkorn. Þar hefur hann safnað saman myndum af stjörnum
þessa tíma, útlendum og íslenskum, sem hann hefur fest á filmu. Í bókinni eru tvær myndir a
gítargoðinu Jimi Hendrix en Sigurgeir hitti hann baksviðs í Svíþjóð og horfði á hann sturta í sig
heilum viskípela. Tveimur vikum síðar var Hendrix svo allur.
Hendrix gerir viskíinu örugg skil að loknum tónleikum sem hann var óhress með. Mynd/Sigurgeir Sigurjónsson
Jimi með sænsku barni sínu á
mynd sem síðar varð sönnunar-
gagn í faðernismáli barns-
móðurinnar gegn dánarbúi
goðsins.
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ