Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 4

Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 4
Gengi krónunnar hefur styrkst á árinu 12% styrking á gengis- vísitölu á árinu 2010 Gildin fóru úr 233 í 208 stig Greining Íslandsbanka  Bensínmarkaður Gripdeildir Þ etta er stórt vandamál sem heggur skarð í rekstur okkar,“ segir Her-mann Guðmundsson, forstjóri N1, aðspurður um þjófnað á bensínstöðvum. Hermann segir bensínþjófnað af dælum hafa aukist mikið eftir hrunið í október 2008 og náð hámarki á síðasta ári. „Við áætlum að bensínþjófnaður hafi kostað okkur 25 milljónir á síðasta ári. Upphæðin er minni í ár og mér sýnist það verða um 15 milljónir. Við höfum líka farið í fyrir- byggjandi aðgerðir og nánast lokað fyrir þann möguleika að hægt sé að dæla fyrst og borga síðan inni. Það hefur skilað sér en auðvitað er hundfúlt að þurfa að grípa til aðgerða sem draga úr þjónustunni við viðskiptavini sem vilja fylla á bílinn áður en þeir borga. Við eigum bara engan annan kost,“ segir Hermann. Aðspurður hverjir standi í þessum þjófnaði segir Hermann það að mestu leyti vera fíkniefnaneyt- endur og annað ólukkufólk. „Við erum með myndavélar út og suður á bensínstöðv- unum okkar og því nást allir á mynd. Það hefur hins vegar sýnt sig að það þýðir lítið fyrir okkur að eltast við þetta fólk og kæra það. Lögreglan getur lítið gert sökum mannfæðar og yfir- leitt á þetta fólk ekki neitt. Síðan fáum við líka algjöra fagmenn sem mæta á stöðv- arnar á númeralausum bílum og í hettupeysum,“ segir Hermann. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, kannast við vandamálið sem Hermann lýsir þótt búsifjar hans fyrirtækis séu ekki eins miklar og hjá N1. „Þetta er vandamál. Það er alveg klárt. Það hefur hins vegar minnkað að undanförnu. Við höfum tekið möguleikann á að dæla fyrst og borga síðan af á dælunum sem eru fjærst stöðv- unum sjálfum og á flestum hinna þurfa menn að fá samþykki starfsmanna áður en þeir geta byrjað að dæla. Við búum það vel að afgreiðslufólk okkar hefur góða yfirsýn yfir dælurnar, sem er kannski ekki alltaf tilfellið hjá til dæmis N1 sem er með margar gríðarstórar búðir í tengslum við dælurnar. Síðan er starfsfólkið farið að þekkja þá sem eru harðastir í þessum þjófnaði. Það hjálpar til,“ segir Einar Örn. Hann giskar á að tap Skeljungs á þessu ári vegna bensínþjófnaðar verði um þrjár milljónir. „Við eltum alla sem við náum á mynd en það er ekki alltaf sem okkur tekst að rukka inn skuldirnar,“ segir Einar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Þjófar stela bensíni fyrir tugi milljóna króna á ári Olíufélögin verða fyrir miklum búsifjum á hverju ári vegna þjófnaðar á bensíni beint af dælum. lítið þýðir að eltast við þjófana sem eiga í flestum tilfellum lítið undir sér. Við áætlum að bensín- þjófnaður hafi kostað okkur 25 milljónir á síðasta ári. Upphæðin er minni í ár og mér sýnist það verða um 15 milljónir Hermann guðmundsson, forstjóri n1, segir fyrirtæki sitt verða fyrir tugmilljóna búsifjum á ári hverju vegna bensínþjófnaðar. Bíræfnir þjófar víla ekki fyrir sér að stela bensíni þótt dælurnar sé myndaðar í bak og fyrir. Botninum náð á íbúðamarkaði Allt bendir nú til þess að botninum á íbúðamarkaði hafi verið náð á þessu ári. Er þá þriggja ára lægð á íbúðamarkaði senn að ljúka, en samdráttur hófst á þessum markaði í ársbyrjun 2008, að því er fram kemur hjá greiningu íslandsbanka. reynist botninum vera náð í þessari niðursveiflu og íbúðaverð lækki ekki meira er ljóst að íbúðaverð hefur lækkað um 15% að nafnvirði og tæp 40% að raunvirði í þeirri kreppu sem ríkt hefur á íbúðamarkaði frá ársbyrjun 2008. -jh svartsýnir neytendur íslenskir neytendur eru allsvartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum nú í árslok ef marka má væntingavísitölu gallup. vísitalan lækkaði um rúm 2 stig milli nóvem- ber og desember og er gildi hennar nú 48,3 stig. á árinu hefur hún mælst að meðaltali 53 stig og er því ljóst að landinn er heldur svartsýnni nú en hann hefur að jafnaði verið á þessu ári. vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. -jh Gengi krónunnar hefur styrkst þó nokkuð gagn- vart flestum öðrum gjaldmiðlum á árinu. Gildi gengisvísitölunnar í lok síðasta árs stóð í tæpum 233 stigum en nú stendur hún í 208 stigum og jafngildir þetta styrkingu upp á 12%, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þessi þróun hefur meðal annars gert það að verkum að mun fleiri Íslendingar hafa verið á faraldsfæti á árinu samanborið við í fyrra, enda hefur kaup- máttur landans aukist á erlendri grund. -jh veður Föstudagur gamlaársdagur nýársdagur Hiti verður ofan frostmarks víðast Hvar oG veður enn Hlýnandi. strekk- inGs sv-vindur oG dálítil riGninG vestantil. HöfuðborGarsvæðið: ÞungBúið Og súld eðA rigning með köflum. snjÓkoma eða slydda verður norðantil um morGunininn, en síðan rofar Þar til. annars úrkomulaust oG meinlítið veður á landinu. HöfuðborGarsvæðið: Hægviðri Og skýjAð með köflum, en Heldur léttArA yfir með kvöldinu. Hiti um frOstmArk. smá slydda eða riGninG vestan- oG suðvestanlands, en annars úrkomu- laust. Heldur Hlýnandi veður. HöfuðborGarsvæðið: smá rigning eðA slyddA Og Hiti rétt OfAn frOstmArks. ákjósanlegt áramótaveður á höfuðborgarsvæðinu er ekki að sjá annað en afar gott veður gæti orðið fyrir flugelda og brennur. ef til vill skýjað, en ekki úrkoma og það sem mest er um vert, vindur verður afar hægur ef spár ganga eftir. Annars staðar á landinu er útlit fyrir ágætasta veður, nýsvævi verður víða norðanlands, en náð að rofa til um kvöldið. sama á suður- og Austurlandi. Helst að bakki með rigningu geti náð inn á syðsta hluta landsins. nýárið virðist síðan ætla að heilsa með ljúflingsveðri um land allt. 1 3 11 13 1 3 4 7 5 3 2 5 7 4 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel www.66north.is Þórsmörk parka Þrír vilja kaupa meirihluta í mP-banka Þrír hópar fjárfesta hafa lýst áhuga á að kaupa meirihluta í mP-banka á þrjá til fjóran og hálfan milljarð króna, að því er ríkisútvarpið greinir frá. Þar er haft eftir ragnari guðgeirssyni, stjórnarformanni bankans, að erlendir aðilar séu meðal hinna áhugasömu. áreiðanleikakönnun á bankanum er lokið en gert er ráð fyrir að viðræður við fjárfestahópana standi fram í janúar. í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir því að nýtt hlutafé verði greitt út í febrúar. verði það fjórir og hálfur milljarður muni nýju fjárfestarnir eignast töluvert sterkan meirihluta í bankanum. -jh gengislánalögin í gildi lánastofnanir hafa nú 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundn- um bíla- og fasteignveðlánum. frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengisbundin lán var samþykkt á Alþingi laugardaginn 18. desember og varð að lögum síðastliðinn þriðjudag. í tilkynn- ingu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir m.a. að lögin stuðli að sanngirni gagnvart öllum lántakendum gengis- bundinna fasteignaveðlána og bílalána, þrátt fyrir mismunandi gerðir lánanna. dráttarvextir og vanskilagjöld reiknast ekki á lánin og lántakendum býðst kostur á að velja á milli mismunandi vaxtakjara til framtíðar. -jh 4 fréttir Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.