Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 12
Á
rangur Seðlabanka
Íslands í baráttunni
við verðbólgu hefur
verið slakur frá því að
verðbólgumarkmið var
tekið upp snemma á þessum áratug,
segir í nýrri skýrslu bankans þar sem
litið er til þeirra kosta sem koma til
álita þegar tekin verður ákvörðun um
fyrirkomulag gengis- og peningamála
hérlendis eftir að efnahagsáætlun
stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins lýkur og gjaldeyrishöft hafa verið
afnumin.
Skýringarnar eru væntanlega
margar, segir enn fremur, þar á meðal
að gerð íslensks þjóðarbúskapar gerir
sjálfstæða peningastefnu erfiða við-
fangs, óvenjulegar aðstæður voru bæði
í alþjóðlegum og innlendum efnahags-
málum og fjármálamörkuðum og
ákveðinn misbrestur í framkvæmd
peningastefnunnar sem tókst ekki að
ávinna sér nægjanlegan trúverðug-
leika. Bankinn bendir einnig á að
vaxandi alþjóðavæðing innlends fjár-
málakerfis og ofvöxtur þess hafi orðið
til þess að veikja miðlun peninga-
stefnunnar út í efnahagslífið og skaða
áhættu í fjármálakerfinu sem magnaði
gengissveiflur sem reynd-
ust erfiðar viðureignar
fyrir peningastefnuna.
Í skýrslunni segir líka
að stefnan í opin-
berum fjármálum hafi
verið mjög á skjön við
stefnuna í peninga-
málum sem hafi aukið
neikvæð hliðaráhrif
peningalegs aðhalds.
Kostir og gallar fastgengisstefnu
Ef fallið yrði frá sjálfstæðri peninga-
stefnu með fljótandi gjaldmiðil og
tekin upp fastgengisstefna, segir
Seðlabankinn að heppilegast væri út
frá hagrænum sjónarmiðum að festa
gengi krónunnar við evruna. Tekið er
fram að fastgengisstefnu fylgi bæði
kostir og gallar. Meðal kostanna er að
óvissa tengd gengissveiflum verður
minni, a.m.k. ef tekst að varðveita fast-
gengið og forðast spákaupmennsku-
árásir. Á móti kemur að sjálfstæðri
peningastefnu verður ekki beitt með
innlendar efnahagsaðstæður í huga.
Aðlögun þjóðarbúskaparins ætti sér
því stað í meiri mæli gegnum raun-
stærðir líkt og atvinnu og framleiðslu.
„Verði fastgengisfyrirkomulag hins
vegar tekið upp, eru mismunandi út-
færslur mögulegar. Innganga í Mynt-
bandalag Evrópu, sem fylgir aðild
að Evrópusambandinu, virðist betri
kostur en tenging við evruna eða ein-
hliða upptaka hennar eða önnur veik-
ari form fastgengisstefnunnar,“ segir í
skýrslunni.
Fleiri tæki en vextir
Bent er á að hið hefðbundna vaxtatæki
Seðlabankans þurfi ekki endilega að
vera besta tækið til að vinna á móti und-
irliggjandi ójafnvægi á fjármálamörkuð-
um. Fleiri stjórntæki þurfi til og benda
skýrsluhöfundar á þau. Slík viðbótar-
tæki kallast „þjóðhagsvarúðartæki“ en
meðal þeirra má t.d. nefna reglur um
breytileg hámarksveð- og eiginfjár-
hlutföll og takmarkanir á lausafjár- og
gengisáhættu. Til viðbótar við
þessar reglur kæmi einnig aukin
notkun gjaldeyrisinngripa til
að vinna gegn sveiflum í gjald-
eyrisinnstreymi sem magna
útlánasveiflur og eignaverðs-
bólur og draga í leiðinni í ein-
hverjum mæli úr óhóflegum
gengissveiflum. Þá gæti söfnun
gjaldeyrisforða, til nota þegar á
bjátar, stuðlað að fjármálastöðguleika.
Þá segir að nauðsynlegt sé að bæta um-
gjörð stefnunnar í opinberum fjármál-
um, t.d. með notkun fjármálareglna.
Þörf er kerfisbundnara sam-
spils stefnu í peningamálum
og stefnu í opinberum fjár-
málum.
Gjaldeyrishöftin geta
ekki varað til lengdar
Stjórn peningamála
undanfarin tvö ár hefur
markast af gjaldeyrishöftum
og um hríð af inngripum á gjald-
eyrismarkaði auk hins hefðbundna
vaxtatækis Seðlabankans. Höftin geta
hins vegar ekki varað til lengdar. Þau
hafa í för með sér óæskilegan viðskipta-
kostnað og eru auk þess á skjön við al-
þjóðlegar skuldbindingar Íslands, m.a.
samninginn um Evrópska efnahags-
svæðið. Ný stefna í peningamálum þarf
því að liggja fyrir þegar samstarfi við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lýkur. Knýj-
andi spurning er því, segir í hinni nýju
skýrslu Seðlabankans, hvernig hægt sé
að stuðla að sambærilegum peningaleg-
um stöðugleika og náðst hefur í flestum
öðrum ríkjum, jafnt í þróuðum ríkjum
sem og nýmarkaðsríkjum.
Ráðherra boðar víðtækt samráð
Árni Páll Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, lagði út af skýrslu
Seðlabankans í grein í Frétta-
blaðinu síðastliðinn mánu-
dag. Þar boðar ráðherrann
víðtækt samráð um nýja
peningamálastefnu. Hann
segir að til skamms tíma
þurfi peningamálastefnan
að greiða fyrir varkáru
afnámi gjaldeyrishaftanna
en til lengri tíma þurfi hún að
auðvelda Íslendingum upptöku
evru, samþykki þjóðin aðild að Evrópu-
sambandinu.
Evrópusambandsaðild er á stefnu-
skrá Samfylkingarinnar en ekki hins
stjórnarflokksins, Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs. Fréttatíminn
birtir hér á eftir útdrátt úr grein efna-
hags- og viðskiptaráðherra um leið og
fjórir þingmenn annarra flokka horfa
til framtíðar og langþráðs stöðugleika
í peninga- og gengismálum þessarar
þjóðar, hvort heldur greitt verður með
krónum, evrum eða öðrum gjaldmiðli.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Gengi krónu verði fest við evru
Seðlabankinn leggur línur verði fallið frá sjálfstæðri peningastefnu með fljótandi gjaldmiðil
Ný peningamálastefna þarf að liggja fyrir þegar sam-
starfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lýkur. Ýmsar
skýringar eru á slökum árangri Seðlabankans frá því
að verðbólgumarkmið var tekið upp. Jónas Haralds-
son gluggaði í gögn Seðlabankans og ræddi við stjórn
málamenn.
Innganga í
Myntbanda-
lag Evrópu,
sem fylgir
aðild að
Evrópusam-
bandinu,
virðist betri
kostur en
tenging við
evruna eða
einhliða
upptaka
hennar.
Árni Páll Boðað til víðtæks samráðs
Peningastefnan þarf að auðvelda upp-
töku evru ef þjóðin samþykkir ESB-aðild
Til skamms tíma litið þarf stefnan að greiða fyrir varkáru afnámi hafta.
Meta þarf með raunsæjum hætti tjónið af krónunni til lengri tíma.
Árni Páll Árnason, efna-
hags- og viðskiptaráðherra,
segir að boðað verði til víð-
tæks samráðs og umræðu
um mörkun nýrrar peninga-
málastefnu, að því er fram
kom í grein í Fréttablaðinu
á mánudaginn. Ráðherrann
segir þar að til skamms tíma
þurfi peningamálastefnan
að greiða fyrir varkáru
afnámi gjaldeyrishaftanna,
en til lengri tíma litið þurfi
hún að auðvelda Íslend-
ingum upptöku evrunnar,
samþykki þjóðin aðild að
Evrópusambandinu.
„Við verðum að meta með
raunsæjum hætti tjónið
af íslenskri krónu til lengri tíma litið
og setja okkur raunhæf markmið um
afnám hafta, sem ekki leiða til efna-
hagslegrar kollsteypu,“ segir Árni Páll
og síðan: „Til skemmri tíma munum við
búa við krónu í einhvers konar höftum.
Upptaka evru verður ekki einföld,
en flest bendir til að valið verði milli
hennar eða afturhvarfs til einhæfari
viðskiptahátta og viðvarandi haftabú-
skapar.“
Árni Páll segir í grein sinni að
sveigjanleiki krónunnar hafi verið
mikilvægur við lausn á efnahagsvanda
fortíðarinnar, en hann sé jafnframt ein
helsta ástæðan fyrir þeim erfiðleikum
sem þjóðin hafi nú ratað í. Jákvæð áhrif
gengislækkunar krónunnar séu ofmetin
í umræðunni.
„Gengisfellingar gátu vissu-
lega leyst tiltekin vandamál
á fyrri tíð: Þær rýrðu kjör al-
mennings og lækkuðu skuldir
útflutningsgreina í lokuðu hag-
kerfi. Krónan var hins vegar
lykilástæða fyrir vanda okkar í
aðdraganda hrunsins og geng-
islækkun hennar í hruninu
hefur búið til alvarlegasta efna-
hagsvanda þjóðarinnar, nú um
stundir: Skuldavandann,“ segir
Árni Páll í blaðagreininni.
Úrlausn á ofskuldsetningu
atvinnulífs og heimila er
stærsta vandamálið, segir hann
enn fremur. Vandinn stafi af því
að þorri skulda sé annaðhvort
tengdur verðbólgu eða gengi krón-
unnar. Þetta bendi til þess að krónan sé
frekar hluti af vandanum en forsenda
lausnarinnar.
„Þar við bætist sú staðreynd að traust
á íslensku efnahagslífi og gjaldmiðlinum
er nú í algeru lágmarki. Engar líkur eru
á að fjárfestar vilji efna til áhættu í ís-
lenskum krónum í fyrirsjáanlegri fram-
tíð og engir munu ótilneyddir vilja lána í
íslenskum krónum,“ segir Árni Páll.
„Við vitum hvernig hörmungarsaga
krónunnar hefur verið hingað til. Er
eitthvað sem bendir til að eftirhrunsk-
rónan verði betri og veikleikarnir
minni?“ spyr efnahags- og viðskipta-
ráðherra. -jh
Árni Páll Árnason,
efnahags og við-
skiptaráðherra.
Krónan var lykil-
ástæða fyrir vanda
okkar í aðdraganda
hrunsins.
Knýjandi spurning er hvernig hægt sé að stuðla að sambærilegum peningalegum stöðugleika
og náðst hefur í flestum öðrum ríkjum, jafnt í þróuðum ríkjum sem og nýmarkaðsríkjum. Á
myndinni er Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ljósmynd/Hari
Tryggvi Þór Peningastefnan aðeins lítill hluti ESB-aðildar
Misskilningur að halda að upptaka evru leysi
vandamál Íslendinga
Lausnin er að búa peningamálastefnu á Íslandi þá umgjörð að krónan geti virkað.
Ekki hægt að segja að evran hafi staðið sig vel í fyrsta fjármálaáfallinu.
Tryggvi Þór Herbertsson, hag-
fræðingur og þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, á sæti í efnahags- og
skattanefnd Alþingis. Hann segir
það hafa legið fyrir árum saman
að tveir kostir séu í boði fyrir Ís-
lendinga hvað gjaldmiðil varðar, að
halda krónunni eða taka upp evru.
Til þess að nýta evrukostinn verði
þjóðin að ganga í Evrópusamband-
ið. Það að ganga í Evrópusamband-
ið aðeins til að skipta um peninga-
málastefnu sé helst til gassalegt.
Það sé eins og að reka lítinn nagla í
spýtu með sleggju. Peningastefnan
sé aðeins lítill hluti Evrópusam-
bandsaðildar.
„Lausnin er sú,“ segir Tryggvi Þór, „að búa
peningamálastefnu á Íslandi þá umgjörð að
krónan geti virkað ef við göngum ekki í Evr-
ópusambandið. Það þarf að breyta umgjörð
um fjármálastjórnunina, þ.e. ríkisfjármálin.
Núna í haust var lögð fram tillaga, unnin
á fræðilegri úttekt, um hvernig á að setja
fjármálareglu sem dempar hagsveiflurnar,
minnkar þrýstinginn. Það kemur því á borð
Alþingis og framkvæmdavaldsins að hemja
hagsveifluna en peningamálastjórnin var
skilin eftir á víðavangi árið 2001.
Þeir sem halda að lausnin á vandamálum Ís-
lands sé að taka upp evru eru haldnir miklum
misskilningi. Það þurfa að vera nákvæmlega
sömu skilyrði til að evran virki og að krónan
gagnist okkur vel, þ.e. stöðugt efnahagslíf,
ekki of mikli eftirspurn í hagkerfinu og stjórn
á fjárfestingu. Annars lendum við í sömu
stöðu og Írar, Ítalir og Grikkir,“ segir Tryggvi
Þór og segir að fremur þurfi að fara
að eins og Þjóðverjar og fleiri stór
ríki í Norður-Evrópu. Hann segir að
engar patentlausnir séu til. Íslend-
ingar þurfi að koma ríkisfjármálum
í það stand að þau styðji við pen-
ingamálastefnuna. Þannig fáum við
stöðugri gjaldmiðil.
Tryggvi Þór segir að þar sem Seðla-
bankinn tali um meira en 99% rýrnun
krónunnar miðað við þá dönsku sé
látið í veðri vaka að lífskjör á Íslandi
hafa versnað svona líka. Það sé fals.
Lífskjör hér miðað við í Danmörku
hafi batnað gríðarlega. Þau voru ekki
nema brot af því sem var í Danmörku
fyrir stríð en ef miðað er við landsframleiðslu
nú séu lífskjör á Íslandi betri en þar. Rýrnun
íslensku krónunnar sé hins vegar mælikvarði
á þá óvissu sem verið hefur í íslenska hag-
kerfinu, verðbólga og fleira, þ.e. mælikvarði á
lélega peningastjórnun.
Tryggvi Þór segir enn fremur að ekki sé
hægt að segja með góðri samvisku að evran
hafi staðið sig vel í fyrsta fjármálaáfallinu
eftir að hún var tekin upp, ef litið sé til jaðar-
ríkja Evrópusambandsins og þess gríðarlega
velferðartaps sem hafi orðið innan Evrópu.
„Þeir sem eru tilbúnir að ganga í ESB bara út
af peningamálastefnunni ættu að bíða í tvö til
fjögur ár og sjá hvað gerist með peningakerf-
ið þar. Menn eru ekki að fara að kaupa sama
peningakerfi þar og var í upphafi. Það á eftir
að breytast vegna þess hvernig það reyndist
milljónum manna,“ segir Tryggvi Þór. -jh
Tryggvi Þór Her-
bertsson. Upptaka
evru leysir ekki
vandann.
Sjá einnig bls. 14
12 úttekt Helgin 30. desember 20102. janúar 2011