Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 18
É g er náttúrlega óskaplega feginn því ef svona veikburða maður í pólitík getur komið þessari ágætu ríkis-
stjórn að einhverju liði því að ég get ekki
betur séð en að það nálgist að vera krafta-
verk hvernig þessari ríkisstjórn hefur
tekist að snúa ástandinu hér á betri veg
eftir það hræðilega hrun og þær ömurlegu
rústir sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi
eftir sig. Mér finnst þetta neikvæða tuð um
ríkisstjórnina svipað því að segja að Lionel
Messi sé ekki nógu góður í fótbolta. Hann
gæti verið miklu betri ef hann væri allt
öðruvísi. Ég er búinn að fá alveg upp í kok
af þessu neikvæða tuði og barlómi vegna
þess að það er alveg sama hversu ríkur
einhver maður er og býr við góðar að-
stæður; ef hann hefur ekki jákvæðni, von
og vilja þá er mjög illa fyrir honum komið.
Það er ekki í verkahring ríkisstjórna að
gera borgarana hamingjusama. Sú ábyrgð
hvílir á okkur öllum. Hverjum og einum.
Það sem ríkisstjórnir eiga að gera er að
koma í veg fyrir að fólk búi við óöryggi og
ófrið og ég get ekki betur séð en að þau
mál séu í sæmilegu lagi hérna. Ef menn
eru alveg uppfullir af sorg og sút þá er það
varla Jóhönnu og Steingrími að kenna.“
Ríkisstjórnin kemst á leiðarenda
Þráinn segist ekki vera gæddur spádóms-
gáfu en hann hafi trú á að stjórnin muni
halda velli. „Ég hef ekki tilfinningu fyrir
öðru en að stjórnin muni lifa. Þjóðar-
skútan er komin í gegnum brimgarðinn og
stjórnin mun sigla sína ferð á enda nema
einhverjir í áhöfninni taki upp á því að
skrúfa botnlokann úr skipinu. Ég hef ekki
trú á því að það gerist.“
Hinir svokölluðu villikettir eða órólega
deildin í flokki Þráins, Vinstri-grænum,
þykja þó stundum líklegir til þess einmitt
að sökkva skútunni og óvissan um lífdaga
stjórnarinnar magnaðist fyrir jól þegar
þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Atli
Gíslason og Ásmundur Einar Daðason
studdu ekki fjárlagafrumvarpið. „Ég held
nú að þetta síðasta upphlaup hafi verið
vanhugsað og á misskilningi byggt en
örugglega í bestu meiningu,“ segir Þráinn.
„Ég held að með smá yfirvegun sjái menn
að villikettirnir hafi breimað full hátt og
þótt þeir vera full kvaldir.“
Mín tilfinning er sú að stjórnin muni
seiglast í gegnum þetta og smátt og
smátt muni fleiri og fleiri átta sig á hvílíkt
þrekvirki hefur verið unnið hérna. Ég verð
náttúrlega að segja að fyrir mína parta
finnst mér Steingrímur J. Sigfússon hafa
verið aflgjafinn í þessari ríkisstjórn. Ég
hef bara aldrei á ævi minni séð nokkurn
mann vinna jafn mikið og vel og hann
hefur gert. Mér finnst það bara ganga
kraftaverki næst og vera mikil heppni að
svona maraþonmaður skyldi taka þetta á
sínar herðar.“
Sér til betra lands
Góðir hlutir gerast hægt og Þráinn hefur
trú á því að hrunið muni, þegar upp er
staðið, skila Íslendingum heilbrigðara og
betra samfélagi. Hann segist verða var við
breytt gildismat sem hugnist honum betur
en það sem var við lýði síðustu árin fyrir
hrun. „Jájá. Það sést til nýs Íslands úti við
ystu sjónarrönd. Mér finnst mikil stefnu-
breyting hafa orðið. Þjóðfélag er stórt skip,
jafnvel svona dvergþjóðfélag eins og okkar,
og það tekur töluverðan tíma að snúa því
og breyta um stefnu. Áður var talað um
gróða, hlutabréf og yfirburði Íslendinga
umfram aðrar þjóðir. Nú er talað um afla-
brögð, gæftir, gegnsæi í stjórnsýslu og lýð-
ræðisleg vinnubrögð. Þetta er mér miklu
meira að skapi. Ef þetta er ekki stefnu-
breyting þá veit ég ekki hvað. Í nýju Ís-
landi felst ekki að loftslagið hérna breytist
eða að allir fallist í faðma þegar þeir sjást
á götum vegna þess að mannleg náttúra
er, að ég held, alveg óbreytt og ósnortin af
þessu. En kannski hefur lítil þjóð hugsað
ráð sitt og komist að þeirri niðurstöðu að
þau gildi sem voru talin eftirsóknarverð
síðustu árin fyrir hrun hafi verið hrævar-
eldur og að önnur gildi séu líklegri til að
vera grundvöllur farsæls lífs hérna á eyj-
unni. Þannig að ég er hóflega bjartsýnn og
þótt ég sé sem betur fer aldrei mjög bjart-
sýnn þá er ég alls ekki svartsýnn á fram-
tíðina. Þessi geðveika þjóðremba hefur
minnkað og hana er kannski helst að finna
í einhverjum taugabiluðum fjandskap við
Evrópusambandið eða eitthvað svoleiðis.
En það er bara eins og gengur. Við verðum
aldrei sammála um alla hluti en ég held að
það stefni í að við getum verið sammála
um fleira og fleira og þá kannski ákveðin
grundvallargildi sem eru þá forsenda þess
að framtíðin geti verið farsæl.
Alþingi er ekki skemmtilegasti vinnu-
staðurinn
Þráinn var ekki á leið í stjórnmál fyrir
hrun enda kominn á virðulegan aldur og
hefur verið að gera það gott á bókamarkaði
á liðnum árum bæði með sjálfsævisögum
sínum og glæpasögum. Hann segir það
því að sjálfsögðu hafa verið mikil viðbrigði
að vera allt í einu kominn í atið á Alþingi.
„Það er gífurlegur munur á því að hafa
áhuga á stjórnmálum og að taka þátt í
þeim. Munurinn er eiginlega svipaður því
að skrifa bók og gagnrýna hana. Og ég
held að það sé nú miklu erfiðara að skrifa
bókina en gagnrýna en mér finnst þetta
ákaflega spennandi og skemmtilegt. Það
sem kom mér á óvart var að sjá að í lýðræð-
inu okkar eru áhrif og völd einstaklinga
miklu minni en ég hélt að þau væru. Ég
hélt að einstakir þingmenn gætu fengið
miklu meira áorkað og svo framvegis
heldur en raunin er. Og það er bara gott.
Það er alveg prýðilegt að breytingar og
lagasetningar þurfi að fara í gegnum þessa
mulningsvél sem 63 þingmenn eru. Það er
bara alveg nauðsynlegt. Ég vildi bara óska
að ég gæti látið meira gott af mér leiða
en ég er ánægður með að mér finnst vera
hlustað á sumt af því sem ég segi sem telja
má skynsamlegt.“
Þráinn segir þingstörfin geta orðið
þreytandi á köflum. „Ég hef fengist við
margt í lífinu en aldrei fundið neitt sem er
eingöngu skemmtilegt. Það koma leiðin-
legir tímar þegar maður er að skrifa. Það
er líka stundum gaman að gera kvikmynd-
ir en mestur tíminn fer í bið og einhver
vandræði. Þetta er eins í stjórnmálunum.
Það er stórkostlega gaman að geta stuðlað
að framfaramálum en síðan er mikið um
leiðinlegt tuð sem skilar litlu. Þetta er bara
eins og annað í lífinu. Stundum er gaman
og stundum ekki. Ég geri ekkert tilkall
til þess að lífið sé eins og samfelld full-
næging. Þetta er ekkert skemmtilegasti
vinnustaður sem ég hef verið á en þarna er
margt af bæði góðu og skemmtilegu fólki.
Og eins og víðast hvar þá er nú góða fólkið
heldur skemmtilegra.“
Kominn með
upp í kok af
neikvæðu tuði
Alþingismaðurinn, rithöfundurinn
og kvikmyndaleikstjórinn Þráinn
Bertelsson er nokkuð bjartsýnn á
framtíð Íslands. Undanfarið hefur
verið talað um hann sem bláþráðinn
sem líf ríkisstjórnarinnar hangi á og
hann telur að stjórnin muni þrauka út
kjörtímabilið. Þórarinn Þórarinsson
talaði við Þráin um pólitíkina, réttlæt-
ið og lífið innan veggja þinghússins.
18 viðtal Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011