Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 22

Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 22
É g hef búið meira og minna úti síðan ég var átján ára. Ég eign-aðist börnin mín fjögur í Bret-landi og ber því sterkar taugar til þess lands,“ segir Helga Lind Björg- vinsdóttir sem er næstelst fjögurra systk- ina og alin upp á Akranesi. Þar býr hún nú þröngt í lítilli íbúð með knattspyrnu- manninum Gylfa Einarssyni og börn- unum. Mosfellsbær heillar hana, þótt hún útiloki ekki að flytjast annað. „En þar náum við í angann af smábæjarand- anum sem ég vil og Gylfi fær að vera ná- lægt höfuðborginni,“ segir hún þar sem hún situr í Álafoss-úlpunni og með soja- mjólkur kaffi latte í höndunum á Kaffitári í Borgartúni snemma morguns. Asinn á fjölskyldunni er mikill en ró og slökun finnur Helga Lind í vinnunni. Hún er fyrst Íslendinga, svo vitað sé, með rétt- indi til að kenna Body Control Pilates þar sem einblínt er á líkamsbeitingu og teygj- ur. „Þessar æfingar styrkja alla helstu vöðva líkamans án þess að stækka þá. Pilates er samt ekkert dútl heldur frábær blanda af styrktaræfingum, liðleikaæf- ingum og hreyfingu. Leikmenn úrvals- deildarliðs Chelsea stunda til dæmis þessar æfingar samhliða öðrum til að ná betri stjórn á líkamsbeitingunni og til að minnka líkurnar á vöðvatengdum meiðslum.“ Hún býður nú þegar upp á Krossgötur Helgu Lindar Hraðinn hefur einkennt samband þeirra Helgu Lindar Björgvinsdóttur og Gylfa Einarssonar frá því þau kynntust vorið 2005. Ári eftir voru þau gift og í lok árs 2007 eignuð- ust þau tvíbura. Þau hafa flutt milli þriggja landa og leita nú að framtíðarheimili á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að atvinnumannaferli hans í knattspyrnu er að ljúka. Helga Lind og fjölskylda hennar standa á krossgötum og það ekki í fyrsta sinn. Hún segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur sögu sína. Ljósmyndir/Hari námskeið á Akranesi, einkatíma og á nýju ári fyrir tveggja manna og tólf manna hópa í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Kemur nú heim frá Noregi „Body Control Pilates hentar svo vel bæði konum og körlum, hvort sem þau eru í formi eða ekki,“ segir hún. „Svo margt fólk er hokið í dag. Það húkir við tölvur og hugar ekki að stoðgrind- inni. Í Pilates vinnur maður með djúp- vöðvana, þá sérstaklega kjarnavöðva í baki, mitti og kviði og iðkendur fá langa og fallega vöðva sem eru svo eftirsóttir.“ Hún hóf að stunda Pilates á Eng- landi árið 2006 og henni að óvörum, keppnis- og fótboltastelpunni af Skag- anum, heilluðu æfingarnar hana upp úr skónum. „Í Pilates tengist líkami og hugur. Æfingarnar snúast um að hreyfa sig lið fyrir lið út frá anatóm- ísku sjónarmiði,“ segir hún. Helga Lind og Gylfi eru að koma frá Noregi, þar sem hann sparkaði bolta hjá Brann frá því í janúar 2008. „Þar er afskaplega gott að búa, og líkara því sem er hér heima,“ segir hún, þótt þar finnist ekki íslenska kreppan og nei- kvæðnin sem henni fylgi. „Ég reyni að sneiða hjá þessu neikvæða tali þótt ég fylgist með því helsta. Meira að segja börnin finna þetta andrúmsloft í sam- félaginu og elsti sonur minn spurði mig, þegar ég reyndi að svara spurn- ingum hans um kreppuna, Icesave og að peningar yxu ekki á trjánum, hvers vegna við fluttum aftur til Íslands. En það er þó ekki eins og þetta velkist um í kollinum á honum alla daga. Hann er alveg í skýjunum yfir því að vera fluttur heim.“ Alex, elsti sonur Helgu Lindar, verð- ur ellefu ára nú í desemberlok. Hún var nítján ára þegar hún eignaðist hann með fyrri manni sínum, Arnari Gunnlaugssyni, sem er knattspyrnu- maður rétt eins og Gylfi. Vildi verða ung móðir „Ég ætlaði alltaf að verða móðir ung,“ segir Helga Lind nú ellefu árum og fjórum börnum síðar, en þau Arnar eiga einnig Ísabellu átta ára. Ung og sjálf á kafi í fótbolta með ÍA fylgdist hún úr fjarska með Arnari og bróður hans Bjarka. Þeir voru hetjur Skagans og sjö árum eldri. Þegar Arnar hringdi og bauð henni á stefnumót sló hún til. „Hlutirnir gerðust hratt. Hann bjó er- lendis og ég hér heima. Við ákváðum að ef við ætluðum að láta reyna á sam- bandið yrði ég að flytja út. Ég gerði það og hefði ekki viljað breyta því í dag,“ segir hún. „Ég viðurkenni að mér bregður stundum við þegar ég hitti átján ára ungar stúlkur. Bíddu, var ég svona? Mér fannst ég svo þroskuð,“ segir hún kímin en bætir við að mesta þroskann hafi hún tekið út með búsetu sinni úti. „Það var frábær skóli, og ekki bara fyrir mig því eldri börnin mín tvö tala til dæmis bæði ensku og norsku reip- rennandi.“ Nú stunda þau nám á Skag- anum og þau Gylfi stefna á að leyfa þeim að klára veturinn áður en þau flytja til borgarinnar. Helga Lind hefur ekki alltaf fengið að halda einkalífinu fyrir sig. Skiln- aður hennar og Arnars fyrir næstum sjö árum rataði á síður Séð og heyrt, Hér og nú og DV. „Skilnaðir eru alltaf erfiðir,“ segir Helga, og að umfjöll- unin hafi aukið á álagið. „Við skilnað leitar sú tilfinning á mann að finnast maður hafa brugðist börnum sínum. Fjölskyldan er það mikilvægasta í lífi hvers og eins og þarna var mín brotin. En að sama skapi, þegar ég lít til baka, tel ég að skilnaðurinn hefði ekki getað gengið betur,“ segir hún og að málið sé í raun einfalt þegar öllu sé á botninn hvolft. „Hver og einn þarf að fylgja eig- in sannfæringu, það er bara þannig.“ Leyndi sambandinu við Gylfa Til að forðast umfjöllun blaðanna fór mikið leynimakk í gang þegar hún kynntist Gylfa. Hún þáði hvorki boð um að fara út að borða þegar þau voru að draga sig saman né að láta sjá sig með honum á öðrum opinberum stöð- um, enda ekki með hugann við að kynnast stóru ástinni á þeim tíma; ári eftir skilnaðinn. „Ég var varla búin að sleppa setning- unni að ég ætlaði ekki í samband í bráð þegar ég kynntist honum. Segja má að Gylfi hafi staðið við hliðina á mér þeg- ar ég sneri mér frá vinkonu minni á kaffihúsi og setningin dó á vörum mér. Ég hafði þá einnig fullyrt við vinkonu mína að ég ætlaði aldrei aftur í sam- band með knattspyrnumanni; ég hafði búið erlendis, farið víða og ekki náð að festa rætur á einum stað,“ segir Helga Lind en á þessum tíma var Gylfi ný- genginn í raðir Leeds í Englandi eftir að hafa spilað með Lilleström í Noregi og mjög spennandi tímar fram undan hjá honum. „Ég hélt að hann væri óttalegur tappi og upptekinn af sjálfum sér. Það er hann alls ekki. Hann er fjölskyldu- maður, vinur vina sinna og traustur. Ég vissi strax og við fórum að hittast að hann væri maðurinn fyrir mig. Það var eins með hann,“ segir Helga Lind. Leiðin hafi því verið mörkuð eftir að þau hittust fyrst. Tilhugalífið fór að miklu leyti fram á Skype-netsímakerf- inu, enda hann úti og hún hér heima; aðstæður sem hún þekkti úr fyrra sambandi sínu. Fjölskyldan er það mikilvæg- asta í lífi hvers og eins og þarna var mín brotin. En að sama skapi, þegar ég lít til baka, tel ég að skilnaðurinn hefði ekki getað gengið betur. Framhald á bls. 24 22 viðtal Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.