Fréttatíminn - 30.12.2010, Side 24
„Við vissum í fyrstu ekki hvernig
við ætluðum að láta hlutina ganga upp
enda börnin mín í miklu sambandi við
pabba sinn og vandasamt að rífa þau
með sér út. En eftir endalausar heim
sóknir og samtöl ákváðum við að slá
til og að ég flytti út. Málin leystust
farsællega því Arnar keypti sér hús
í fimm mínútna fjarlægð frá okkar,
dvaldi þar einu sinni í mánuði í allt að
tíu daga í senn og var í góðu sambandi
við þau. Það má því segja að börnin
hafi grætt aukapabba og sambandið
eins gott og orðið getur,“ segir hún og
lýsir því að það hafi aldrei verið nein
lognmolla í sambandi þeirra Gylfa;
allt hafi gerst svo hratt.
„Bæði komum við Gylfi á svipuðum
tíma út úr löngu sambandi og vissum
hvað við vildum. Foreldrum okkar brá
í brún þegar við giftum okkur aðeins
ári eftir að við kynntumst. Það var því
ekkert verið að tvínóna við hlutina,“
segir hún. Svo varð hún ófrísk að tví
burum stuttu eftir giftingu. Börnin,
Einar Orri og Kara Lind, sem áttu að
fæðast í janúar 2008, komu í heiminn
í nóvember 2007, þegar hún var aðeins
gengin með tæplega 31 viku. Hann
fæddist 1,8 kg og hún 1,6. Helga Lind
setur ekki fingurinn á hvað kom fæð
ingunni af stað þennan dag. Þau Gylfi
héldu afmælisveislu fyrir Alex í gó
kartsal og höfðu pantað pitsur. „Það
var því ekki eins og ég hefði verið á
handahlaupum við undirbúninginn,“
segir hún hressilega og greinir frá því
hvað aðdragandinn að fæðingu tvíbur
anna hafi verið stuttur og börnin tekin
með bráðakeisaraskurði í Bretlandi.
Vörðu vikum á vökudeild
„Ég get ekki lýst því hvernig mér leið
á þeirri stundu og ég velti því fyrir
mér hvort börnin væru tilbúin að fæð
ast svo snemma.“ Hún hringdi í Gylfa
sem beið heima eftir eldri börnunum
úr skóla og sagði honum að von væri á
tvíburunum. „Hann var svo nýkominn
á sjúkrahúsið þegar ég fékk mænu
rótardeyfingu. Svo var ég skorin því
hvorugt barnanna hafði skorðað sig.“
Við tóku vikur á sjúkrahúsinu þar
sem börnin voru á vökudeild.
„Í svona aðstæðum fær maður
aukastyrk og vorkennir ekki sjálfum
sér heldur tekst á við vandann. Núna
þegar ég hugsa til baka á ég bágt með
að skilja hvernig við komumst í gegn
um þetta. Ég keyrði um fjögurleytið
á hverri nóttu til að gefa þeim. Svo
svaf ég í stólgarmi til klukkan níu á
morgnana því þá áttu þau að fá aft
ur að drekka. Við pússluðum þessu
daglega amstri saman, en á endanum
fékk ég svo mikla sýkingu að ég varð
fárveik. Við áttum að fá börnin heim
á þriðja degi jóla en þurftum að fresta
heimkomunni fram til 30. desember
því ég var sett á svo sterk lyf og var
með 41 stigs hita. Ég var útkeyrð og
ónæmiskerfið hrundi,“ segir hún.
„Þá jók það mjög álagið að Gylfi fór
til knattspyrnuliðsins Brann í Noregi
í lok janúar og ég var ein með börnin
á Íslandi í tvo og hálfan mánuð.“ Bæði
tengdaforeldrar og mamma Helgu að
stoðuðu þau á þessum fyrstu vikum í
lífi litlu tvíburanna.
„Fyrstu vikurnar voru þau bæði
með magakveisu og ég ruggaði því
öðru á handlegg og reyndi að ýta hinu
í rólu með löppinni á sama tíma. Það
má eiginlega segja að þessi tími sé í
stórum hluta til í móðu. Það er ótrú
legt hvernig við mannfólkið getum að
lagast erfiðum aðstæðum og hvernig
maður nær að vinna sig í gegnum
erfiðleika án þess að vera eitthvað að
velta sér upp úr því. En í dag er þetta
ekkert mál því þau eru mjög meðfæri
leg og svo góðir vinir, þau eru hreint
yndisleg,“ segir hún. „Ég er ofsalega
þakklát fyrir hversu vel þetta fór allt
saman og verð að segja að við hefð
um vart komist í gegnum þennan tíma
nema vegna aupair stúlkunnar okkar,
sem varð hreinlega ein af fjölskyld
unni. Svo færði þessi reynsla okkur
Gylfa ennþá nær hvort öðru.“
Með stóru ástina upp á arminn,
yngri börnin tvö á leikskóla og þau
eldri í grunnskóla og svo tilbúin að
koma heim segir Helga Lind að hún
sé á réttri hillu í lífinu. „Jú, auðvitað
stendur fjölskyldan á krossgötum en
ég get ekki beðið eftir því að sjá hvert
leiðin liggur því mér finnst ég algjör
lega á þeirri réttu.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Ég hélt að
hann væri
óttalegur
tappi og
upptekinn af
sjálfum sér.
Það er hann
alls ekki.
Hann er fjöl-
skyldumaður,
vinur vina
sinna og
traustur. Ég
vissi strax
og við fórum
að hittast að
hann væri
maðurinn
fyrir mig.
Helga Lind með fjöl-
skyldunni; Gylfa , Alex,
að verða 11 ára, Ísabellu
8 ára og tvíburunum
Einari Orra og Köru Lind,
þriggja ára.
24 viðtal Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011