Fréttatíminn - 30.12.2010, Qupperneq 29

Fréttatíminn - 30.12.2010, Qupperneq 29
inni í Hafnarfirði. Gunnar Rúnar hefur verið úrskurð- aður ósakhæfur bæði af læknum í frummati og síðan geðlæknum í yfirmati. Verjandi Gunnars Rúnars fór fram á að réttarhöldin færu fram fyrir luktum dyrum en dómari í málinu synjaði þeirri beiðni í fyrirtöku rétt fyrir jól. Handtökur Kaupþingsmanna Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru handteknir í byrjun maí af embætti sérstaks saksóknara þegar þeir komu til landsins frá Lúxemborg í yfirheyrslur vegna rann- sóknar á meintri markaðsmisnotkun bankans. Hreið- ar Már var úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald og Magnús í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Magnús missti í kjölfarið vinnu sína sem forstjóri Banque Havilland, sem reistur var á grunni Kaupþings í Lúxemborg. Erfiðara reyndist að ná Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, í yfirheyrslur. Hann neitaði að mæta og fyrir vikið var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Sigurður mætti til yfirheyrslu í nóvember án þess að hann væri handtekinn. Kosning til stjórnlagaþings Kosið var til stjórnlagaþings í fyrsta sinn 27. nóvem- ber síðastliðinn. Alls voru 522 frambjóðendur í kjöri. Kosningaþátttaka var um 37% og voru margar skýr- ingar gefnar á dræmri mætingu kjósenda á kjörstað. Alls voru tuttugu og fimm einstaklingar kjörnir á stjórnlagaþingið, fimmtán karlar og tíu konur. Þor- valdur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, fékk langflest atkvæði í 1. sæti eða tæplega 7.200 atkvæði. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, fékk rúmlega 2,800 atkvæði í fyrsta sæti og Ómar Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður, rúmlega 2.400 atkvæði. Þingið kemur saman í febrúar á næsta ári og mun starfa í tvo mánuði að minnsta kosti. Þinginu er ætlað að endurskoða stjórnarskrá Íslands og undirbúa frumvarp að endurbótum á henni sem lagt verður fyrir Alþingi. Nýtt nafn á Íslandsbikarinn í knattspyrnu Breiðablik varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn. Liðið endaði með 44 stig, jafnmörg og FH en mun betra markahlutfall, og tryggði sér titilinn með markalausu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ í lokaumferðinni. Það var samdóma álit flestra að Breiðabliksmenn væru vel að titlinum komnir og að liðið hefði spilað bestu knattspyrnuna. Framherjinn snjalli, Alfreð Finnbogason, var valinn leikmaður árs- ins og fékk jafnframt silfurskóinn sem annar marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Titill Breiðabliks kemur í kjölfar nokkurra ára uppbyggingar þar sem ungir leikmenn, uppaldir í liðinu, voru í aðalhlutverki. Sú uppbygging skilaði sér fyrst í bikarmeistaratitli árið 2009 og síðan Íslandsmeistaratitli þetta árið undir styrkri stjórn Ólafs Kristjánssonar. Stóra biskupsmálið Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fékk uppreisn æru fjórtán árum eftir að hún steig fram og kærði Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, fyrir kynferðislega áreitni. Dóttir Ólafs, Guðrún Ebba, steig fram og gaf ásökunum Sigrúnar Pálínu nýtt vægi með eigin lýs- ingum á framferði föður síns. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Kirkjuráð báðu þær og fleiri konur fyrirgefningar á þeim brotum sem framin hefðu verið á þeim af kirkjunnar þjónum. Í því fólst að lagður var trúnaður á orð Sigrúnar Pálínu, ólíkt því sem var uppi á teningnum árið 1996 þegar hver kirkjunnar þjónn- inn á fætur öðrum reyndi að ata hana auri og draga úr trúverðugleika hennar. S igrún Pálína Ingvars-dóttir er baráttumaður árs- ins. Átök hennar við að fá þjóð- kirkjuna til að horfast í augu við kynferðisbrot sem framin hafa verið í skjóli hennar, hafa leitt til þess að þjóðkirkjan markaði sér á endanum stefnu gegn kynbundnu ofbeldi í sam- félaginu. Kirkjan hefur einnig falið þriggja manna óháðri rannsóknarnefnd að fara yfir biskupsmálið svokallaða. Sigrún Pálína hlaut jafnrétt- isviðurkenningu Stígamóta í lok nóvembermánaðar vegna baráttunnar. Hún er fyrirmynd margra kvenna sem hafa stigið fram að undanförnu og rakið sögur sínar af kynferðisbrot- um. Í Morgunblaðsgrein sagði hún brotamenn ekki lengur geta skákað í skjóli þagnar þótt langt væri liðið frá brotunum. Mál Sigrúnar Pálínu, sem fyrst árið 1986 sakaði Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, um að hafa reynt að nauðga sér 1979, komst aftur í kastljós fjöl- miðla á árinu. Það styrkti bar- áttu Sigrúnar Pálínu mjög að dóttir séra Ólafs studdi hana og lýsti barnaníði, sem hún varð fyrir af hendi föður síns, á fundi með kirkjunnar mönnum ári eftir að hún bað um fund- inn. Biskupsmálið vakti mikla athygli í fjölmiðlum nú í haust. Sigrún Pálína fékk uppreisn æru, eftir að hafa flúið land í kjölfar fyrra fjölmiðlamálsins.  baráttukonan Sigrún Pálína ingvarSdóttir Rauf þagnarmúrinn um kynferðisbrot H ann hóf árið sem vinsælasti leik-ari ársins og aðalstjarna mest sóttu íslensku bíómyndar síðustu ára en lýkur því á stóli borgarstjóra Reykjavíkur. Jón Gnarr er örugg- lega eini borgarstjóri norrænnar höfuðborgar sem hefur komið fram á sprellanum á hvíta tjaldinu. Þegar Jón kynnti Besta flokkinn til leiks síðla hausts 2009 sagði hann ástæð- urnar fyrir stofnun flokksins vera að hann langaði að fá vel launað starf, að komast í áhrifastöðu þar sem hann gæti hjálpað vinum og vanda- mönnum með ýmislegt og bætti svo við: „Mig langar líka að vera með að- stoðarmann.“ Allir þessir draumar hans rættust. Sigur Besta flokks- ins í kosningunum í höfuðborginni var ævintýralegur og skráir nafn Jóns í sögubækurnar um ókomna tíð. Sigur flokksins var táknmynd óþols almennings gagn- vart hinu hefðbundna stjórnmálavafstri. Ótrú- legt en satt; Jón og Besti f lokkurinn hafa komið með meiri festu og yfirveg- un inn í ráðhúsið en íbúar í borginni máttu búa við kjör- tímabilið á undan. Það verður spennandi að sjá hvort starfið stígur Jóni á endanum til höf- uðs. Það er þekkt úr sögu Reykjavíkur að skemmti- kraftur taki að sér stjórn borgarinnar en gleymi sér svo við að reisa sér minn- isvarða; Perlu og höll.  maður árSinS Jón gnarr Dreymdi um aðstoðarmann t exta- og lagasmiðurinn Bragi Valdi-mar Skúlason er menningarfrömuður ársins að mati Fréttatímans. Bragi Valdimar átti hreint ótrúlegt ár og hlýtur að finna fyrir dulítilli pressu á að gera betur á því næsta. Nánast hvert einasta lag sem hann samdi texta við fór í efsta sæti á hinum ýmsu lagalistum. Hann samdi textann við vinsælasta lag ársins, Það geta ekki allir ver- ið gordjöss með Páli Óskari og Memfismafí- unni. Hann samdi textann við lagið Gamli grafreiturinn með Klassart sem sat nokkrar vikur í efsta sæti lagalista Rásar 2. Smellur Hjálma, Gakktu alla leið, er með texta eftir hann og öll lögin nema eitt á nýrri plötu Sigurðar Guðmundssonar og Memfis- mafíunnar. Auk þess er hann aðalsprautan í textagerð Baggalúts sem gaf út feikivinsæla jólaplötu. Textar Braga þykja vera listasmíð. Tungutakið er slíkt að Bragi kemst á bekk með þeim sem hvað mikilvægastir eru sem útverðir íslenskrar tungu. Þegar menn semja texta við öll vinsælustu lögin á Íslandi er eins gott að textarnir séu góðir – og það eru þeir svo sannarlega hjá Braga.  menningarfrömuðurinn bragi valdimar SkúlaSon Einn af útvörðum íslenskrar tungu  frumkvöðlarnir Simmi og Jói Viðskiptaævintýrin gerast enn H amborgarafabrikka þeirra Sigmars Vilhjálmssonar og Jó-hannesar Ásbjörnssonar er sönnun þess að það er engin ástæða til að láta kreppu og svartnætti stöðva sig. Það hefur örugg- lega engum dottið í hug í byrjun árs að það vantaði nýjan veitingastað í Reykjavík, nema auðvitað Simma og Jóa. Þegar þeir félagar sögðu upp dagvinnunni og upplýstu að þeir hygðust opna hamborgara- stað í Höfðatúni veltu ýmsir því fyrir sér hvort þeir væru búnir að tapa glórunni. Sú reyndist alls ekki raunin. Hvert skref, hver skrúfa, hver borgari og hver sósudropi var úthugsaður og nákvæmlega unninn niður í minnstu smáatriði hjá Simma og Jóa við útfærslu á staðnum, ímynd og matseðli. Allir frumkvöðlar, sama á hvaða sviði þeir eru, geta tekið þá sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að undirbúa og gangsetja nýjar viðskiptahugmyndir. Gengi Hamborgarafabrikkunnar hefur verið eins og í lygasögu. Staðurinn er þegar orðinn stofnun í veitingastaðalandslaginu. Ljósmynd/Nordic Photos annáll 29 Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.