Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 34

Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 34
34 viðhorf Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Fært til bókar Nýr Davíð við stýrið? Atli Gíslason, einn óþekktarþingmann- anna í VG, segir að hann hafi fengið það staðfest hjá þingmönnum Framsóknar- flokksins að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað um að flokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Atli er einn þriggja þingmanna VG sem sat hjá við afgreiðslu fjárlaganna, svo sem alkunna er. Hann segist hafa orðið hissa á því að forystumenn ríkisstjórnarinnar skyldu ekki frekar reyna að miðla málum en að hlaupa beint til Framsóknarflokksins. Orðrómur um aðkomu Framsóknar- flokksins að ríkisstjórninni hefur verið viðvarandi um hríð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá nýbakaður formaður Framsóknarflokksins, vann undirbún- ingsvinnuna vel fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingrím J. Sigfússon þegar hann hét því að verja minnihluta- stjórn þeirra falli eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. Framsóknar- flokkurinn græddi hins vegar lítið á þeim stuðningi. Sigmundur Davíð selur sig því væntanlega dýrt ef hann kemur þeim Jóhönnu og Steingrími til aðstoðar nú og lítur vart við öðru en forsætinu. Því kann tími nýs Davíðs að vera í vændum – að vísu með Sigmundarnafninu að auki. Umbrotaár Völva vikunnar er fjölkunnug og spáir því að umbrotaár sé í vændum. Hún spáir því meðal annars að ríkisstjórnin springi, sem og önnur sem við taki, og bylting fylgi í kjölfarið, óeirðir og læti. Minna má nú gagn gera. Völvan spáir því að for- mannsdagar Jóhönnu Sigurðardóttur séu taldir hjá Samfylkingunni og yrði ekki hissa þótt ættarlaukur Framsóknar, Guðmundur Steingríms- son, tæki við á þeim bænum. Það eru því kannski síðustu for- vöð fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugs- son að koma sér í ráðherrastól núna. Völvan hefur einnig áhuga á fjölmiðlum og sér þar fyrir sér vesen, stormur verði kringum DV, ský yfir 365 og að Fréttablaðið gæti sofnað. Morgun- blaðið muni koma út á þrjóskunni en Fréttatíminn eflist. Stormur í pakka Það vakti nokkra athygli er olíufélagið N1 skellti sér í bóksölu fyrir þessi jól. Ævisaga Jónínu Ben, skrásett af Sölva Tryggvasyni, og Stormurinn, reynslu- saga ráðherrans Björgvins G. Sigurðs- sonar, voru í einkasölu á bensínstöðvum N1 víða um land og báðar prentaðar í stóru upplagi. Þótt sala bókanna hafi gengið þokkalega stóð hún samt ekki undir væntingum. Því sat olíufélagið uppi með talsvert upplag. Forráðamenn þess dóu þó ekki ráðalausir. Starfsmenn félagsins eru margir, líklega um 800, og þeir fengu Storm Björgvins ráðherra í jólapakkann frá N1. En bókin var fráleitt ein í pakkanum. Með lesefninu fylgdi margs konar góðgæti. Fært til bókar Verðlaunataktar Ögmundur Jónasson, dómsmála- og samgönguráðherra, ver sinn þingmann, Ásmund Einar Daðason, bónda í Dölum vestur. Ráðherrann segir á bloggsíðu sinni að umfjöllun Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2 um Dalamanninn unga hafi verið rætin og nú bæti Sandkorn DV um betur með enn rætnari hætti. Hvað veldur því að þessir fjölmiðlar sameinast um að rægja þennan ágæta mann? Hver skrifar svona rugl? Hver heldur um níðpennana á framangreindum fjöl- miðlum? Svo spyr Ögmundur og segir síðan: „Kannski gæti handhafi blaða- mannaverðlauna BÍ fundið þetta út fyrir okkur. Kannski gæti hann haft upp á einhverjum Deep throat til að hvísla að sér hver spunameistarinn er, ef hann er þá ekki sjálfur í sambandi við þann sem vefinn spinnur. Nú er að sýna verðlauna- taktana.“ Ögmundur sendir þarna fast skeyti að DV. Einhverjir hafa gert því skóna að þar skjóti ráð- herrann á verðlaunahafann Jóhann Hauksson, blaða- mann DV, sem vel má vera en aðrir þykjast muna að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi fengið verðlaunin nokkru fyrr en Jóhann. Munur á hægri og vinstri Heilinn í vinstrimönnum og hægri- mönnum er gerólíkur, samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar sem læknar í London gerðu, að því er Vísir greindi frá í gær. Rannsóknin bendir til þess að heilamandlan, svæði í miðjum heilanum, sé stærri í hægrimönnum en vinstri- mönnum. Mandlan stjórnar viðbrögðum fólks við hræðslu og kvíða. Hins vegar hafa hægrimenn minni heilagyrðil, en það er svæði í heilanum sem er tengt hug- rekki og bjartsýni. Ef menn leika sér að því að færa þetta í íslenskt samhengi má gera því skóna að Steingrímur J. sé hug- rakkari en Bjarni Ben og Lilja Móses- dóttir hugrakkari en Steingrímur J., ef við leyfum okkur að halda því fram að uppreisnarþingmaðurinn standi vinstra megin við flokksformanninn. Í fréttinni kom ekkert fram um heilagerð miðju- manna og því ómögulegt að segja hvar Sigmundur Davíð framsóknarforingi er staddur á þessum skala og enn síður ættarlaukurinn Guðmundur Steingríms- son sem mátaði sig í Samfylkingunni áður en hann sneri heim. Spurningin er síðan hvernig heilamandlan eða heilagyrðillinn er í því fólki sem flakkar á milli margra flokka. Í því sambandi væri gaman að kíkja inn í kollinn á Kristni H. Gunnars- syni sem kom víst við í þeim öllum nema ef vera skyldi hjá Íhaldinu. Sölustaðir : N1, Bónus, Hagkaup, Pósturinn, Katár,Te og ka, Epal, Hrím, Kraum, Sirka, Melabúðin, Valfoss, Rauðakrossbúðirnar, Mál og menning, Debenhams, Mýrin, Minja, Iða, Vínberið, Háma, Hrafnistubúðin Laugarási, Garðheimar, Oce1, Galleri Sautján-Kringlunni og Smáralind Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands tb r h ön nu n „Fáðu þér gott fyrir gott“ Ein helsta ástæða þess að útgáfa Fréttatím- ans hófst var sú að við sem stöndum að baki blaðinu töldum ríka þörf vera fyrir útbreitt blað sem enginn vafi léki á að ætti sig sjálft. Móttökur lesenda benda eindregið til þess að það hafi verið rétt mat. Það hefur tekið Fréttatímann innan við þrjá mánuði að byggja upp 70 pósentna lestur í höfuðborginni. Sá árangur er framar björtustu vonum. Ekki þarf að efast um að það hafi gefið blaðinu byr undir báða vængi að hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson né Davíð Oddsson koma við sögu í eigenda- eða stjórnendahópnum. Án þess að á þessa alkunnu fjandmenn sé hallað, þá eru engar ýkjur að segja að þeir séu svo fyrirferðarmiklir karakterar að þeir fari lang- leiðina með að sliga þau fé- lög sem þeir tengjast, sem er auðvitað sérstakur galli þegar kemur að fjölmiðlun og trúverðugleika. Fyrstu þrír mánuðirnir í lífi Fréttatímans hafa sem sagt verið afbragð. Næsta verk- efni er að freista þess að tryggja tilveru blaðsins til lengri tíma. Völvur Vikunnar og DV spá Fréttatímanum gæfuríkri framtíð en ekki spákona Fréttablaðsins, hvernig svo sem á því stendur. Við sem vinnum á Fréttatímanum leyfum okkur að fagna spá hins reyndari meirihluta þessara þriggja lesara í framtíðarhorfur lands og þjóðar. Það hefur komið á daginn að auglýs- endur fagna því að eiga val milli tveggja útbreiddra blaða á eftirsóttasta auglýsinga- tíma vikunnar, sem er í kringum helgar. Það er kröftugum áhuga auglýsenda að þakka að Fréttatíminn hefur getað fært lesendum þykkan og hitaeiningaríkan lestrarpakka um hverja helgi. Á sumum slóðum er grunnt á þeim mis- skilningi að hagsmunir lesenda og auglýs- enda geti ekki farið saman. Hið sanna er að auglýsendur hafa svo til gjörvalla fjöl- miðlasöguna verið helstu kostendur fram- leiðslu ritstjórnarefnis. Gildir það jafnt um nýgræðing eins og Fréttatímann og blað á borð við New York Times. Þessi mikli og virti risi vestrænnar dagblaðaútgáfu sækir um það bil þrjá fjórðu hluta tekna sinna í auglýsingasölu. Þumalputtareglan er um það bil þannig að því fleiri auglýsingar sem seljast, því fleiri síður fá lesendur. Og það fer ekki á milli mála að það er nóg af hungruðum lestrarhestum í landinu. Þar til Frétta- tíminn kom til sögunnar hafði hins vegar möguleikum þeirra á lesefni um helgar snarfækkað. Á aðeins tveimur árum slógu Morgunblaðið og Fréttablaðið bæði af sunnudagsútgáfu, á sama tímabili hvarf 24 stundir af sviðinu og áður hafði DV fært helgarútgáfu sína yfir á föstudaga. Í þessu lestrargati er Fréttatíminn að koma sér fyrir. Við vitum að baráttan verð- ur hörð en við erum bjartsýn. Takk fyrir frábærar móttökur og gleðilegt nýtt ár. Fyrstu skref Fréttatímans Takk fyrir frábærar móttökur Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is E Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is Getur þú s yrkt barn? www.soleyogfelagar.is Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.