Fréttatíminn - 30.12.2010, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 30.12.2010, Qupperneq 42
42 áramót Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011 Kampavín er frá Champagne Kampavín er hinn fullkomni áramótadrykkur. Þegar flugeldarnir lýsa upp himininn og nýtt ár gengur í garð er fátt betra en að skála í kampavíni í góðra vina hópi. H eldur illa hefur farið fyrir blessuðu kampavíninu í kreppunni. Verðið hefur hækkað og neyslan snar­ minnk að. Árið 2007 drukku Ís­ lendingar 16 þúsund lítra af því en 2009 var það komið niður fyrir 6.000 lítra. Um áramót er þó í lagi að leyfa sér smá munað og skála í þessum guðaveigum. Kampavín er kannski það léttvín sem fólk þekkir einna minnst til. Fátt jafnast þó á við gott kampa­ vín og ekkert annað léttvín á sér jafn skemmtilega sögu. Sú saga er auðvitað órjúfanlega tengd þeim fjölbreytta hópi sem telst til aðdáenda vínsins, m.a. Napóleon Bónaparte, sem jafnan drakk það fyrir orrustur, Winston Churchill sem sagði: „Ég á það skilið eftir sigur en þarfnast þess eftir tap“, Mari­ lyn Monroe sem baðaði sig upp úr því og að sjálf­ sögðu herra Bond sem hefur pantað sér drykkinn góða 35 sinnum í bíómyndum sínum. Guðaveigar Umdeilt er hvort það hafi í raun verið franski bene­ diktusar­munkurinn Dom Perignon sem fann upp kampavínið en sagan segir að hann hafi af slysni uppgötvað drykkinn og við fyrsta sopa látið þessi fleygu orð falla: „Guð, ég hef bragðað á stjörn­ unum.“ Munkurinn var hins vegar afburða snjall vínmeistari og átti stóran þátt í þróun kampavínsframleiðslunnar, þar á meðal flöskunnar sem er þykkari og sterkari en aðrar vínflöskur til að þola þrýsting hins freyðandi víns. Áður fyrr báru menn oft þungar járngrímur á höfði til að verja sig gegn flösk­ um sem sprungu af miklum krafti, oft með skelfilegum afleiðing­ um þar sem jafnvel hver flaskan sprakk á þá næstu þar til engin var eftir. Perignon fann því fljótlega út að best væri að hafa flösku­ botninn veikastan. Flaskan springur þá blessunarlega í átt að veggnum en ekki á þá næstu eða í andlit eða pung vínmeistarans. Kampavín er frá Kampavíni Einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera nafnið kampavín, eða öllu heldur „Champagne“. Vín þessarar gerðar eru þó framleidd víðar í heiminum en mega þá aðeins bera merkinguna Méthode Champenoise, eða kampavínsaðferðin, og við köllum þau einfaldlega freyðivín. Þótt vínið sé ljósgyllt eru rauðar þrúgur notaðar í framleiðsluna. Safanum er haldið tærum með því að pressa berin varlega og án þess að merja hýðið. Þær þrjár þrúgur sem notaðar eru við gerð kampavíns eru hvítvínsþrúgan Chardonnay og rauðvínsþrúgurnar Pinot Noir og Pinot Meunier. Tvígerjað Ólíkt öðrum vínum er kampavín og vín gert með kampavínsaðferðinni látið gerjast tvisvar; fyrst í tunnum og svo aftur í flöskunni með því að bæta örlitlu geri út í. Við seinni gerjunina myndast loft­ bólurnar sem gera vínið svo einstakt. Að því loknu er sykri bætt út í flöskuna sem ræður sætleika víns­ ins. Næst þegar þú drekkur kampavín, eða freyði­ vín framleitt með kampavínsaðferðinni (méthode champenoise eða méthode traditionnelle), skaltu taka eftir hvort flaskan er merkt Brut, Sec eða Demi Sec. Þar er átt við mismunandi sætu vínsins þar sem Brut er þurrt, Sec er meðalþurrt og Demi Sec er meðalsætt og loks Doux sem er sætasta teg­ undin. Doux­vín getur þó verið erfitt að nálgast. Sætleiki Það er tilvalið að prófa sig áfram á ódýrari freyði­ vínum sem framleidd eru með kampavínsaðferð­ inni til að átta sig á hvaða sætleiki þykir henta. Það þykir karlmannlegt að drekka Brut en kvenlegra að dreypa á Demi Sec eða Sec. Sætleiki vínsins ræður því hversu vel það hentar með mismunandi mat. Sætmeti og kampavín fara ekki endilega vel saman því sætmetið kallar fram sýrubragð í víninu. Því hentar kampavín t.d. hvorki vel með súkkulaði né kökum. Ef þess er hins vegar neytt með sætmeti er betra að velja sætari tegundir vínsins. Kampavín er hins vegar afar ljúffengt með léttreyktum fiski, hörpuskel og auðvitað kavíar, en afleitt með rabar­ bara og ferskum aspas. Hálshöggvin Að opna kampavínsflösku er gaman enda tilefnið oft tengt fögnuði, eins og t.d. sigri í Formúlu eitt kappakstri, þar sem hefð er fyrir því að hrista og opna flöskuna með látum og sprauta víninu yfir þá sem næstir standa. Ef ætlunin er aftur á móti að drekka veigarnar er best að halda við tappann með þumalinn ofan á og halda flöskunni frá líkamanum. Henni er þá snúið varlega á ská þar til dásamlegt hviss­hljóð heyrist. Þannig minnka líkurnar á því að vínið freyði og fari til spillis. Önnur skemmtileg leið til að opna kampavínsflösku er „sabrage“­að­ ferðin þar sem flaskan er hálshöggvin með sverði, ef menn eiga slíkt. Aðferðin er þó ekki fyrir óvana og krefst lagni. Þegar víninu er svo hellt í glösin á að gera það skáhallt til þess að sem minnst tapist af loftbólunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.