Fréttatíminn - 30.12.2010, Side 44
44 áramót Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Þ að eru fyrst og fremst þrjár aðferðir við að búa til freyðandi vín. Sú einfald-asta er þegar koltvísýringi er sprautað
í vínið en það gefur ekki mikil gæði. Önnur
er charmat-aðferðin, einnig þekkt sem ítalska
aðferðin, þar sem vínið er látið gerjast í annað
sinn í stórum tönkum áður en það er sett á
flöskur. Hin þriðja, og jafnframt sú dýrasta,
er kampavínsaðferðin, einnig kölluð hefð-
bundna aðferðin, þar sem vínið er látið gerj-
ast í annað sinn í flöskunni sjálfri. Einungis
vín frá Champagne mega bera nafnið kampa-
vín. Freyðvín annars
staðar frá, sem þó eru
framleidd með sömu
aðferð, mega því ekki
bera það nafn. Annars staðar í Frakklandi
kallast þau Crémant, á Spáni heita þau Cava
og á Ítalíu Franciacorta, svo nokkur dæmi
séu nefnd. Þess ber að geta að mismunandi
þrúgur eru notaðar eftir
svæðum og löndum en í
Champagne eru aðal-
lega notaðar Chardonnay,
Pinot Noir og Pinot Meunier og þó svo að vín
annars staðar frá séu framleidd með kampa-
vínsaðferðinni geta þau innihaldið allt aðrar
þrúgur.
Fréttatíminn smakkar Freyðivín
Freyðandi gleði
veuve Clicquot
Ponsardin
Brut
Verð: 6.698 kr.
Þurrt með mildum sítrus-
keimi sem sker í gegn
en þó gott jafnvægi á
tungunni milli beiskju
og sætu. Þegar á líður
kemur pera og meiri
ávöxtur í gegn. Mjög
gott kampavín.
moët & Chandon
Brut
imperial
Verð: 6.599 kr.
Tiltölulega flókið og
bragðmikið kampavín,
þurrt og með ágætri
fyllingu. Jarðtónað
með smá möndlu í
bland við ávöxt og
léttan sítrus. Gott
kampavín með
mat.
mumm Gordon
rouge
Brut
Verð: 5.999 kr.
Bragðmikið og ferskt í
mjög góðu jafnvægi milli
sætu og beiskju. Grænn
ávöxtur og sítrus-
keimur. Virkilega gott
kampavín á ágætu
verði miðað við
önnur kampavín.
Bollinger Brut
special
Cuvee
Verð: 7.494 kr.
Allt öðruvísi en hinar þrjár
tegundirnar og meira
krefjandi. Dauf sérrílykt,
greinileg epli, mandla
og hneta sem er í
ágætu jafnvægi við
sítrusávöxtinn.
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
Bæði námskeiðin hefjast 10. janúar
Fyrirlestur 8. janúar
Verð kr. 34.900
Skráning er hafin í síma 444-5090
eða nordicaspa@nordicaspa.is
Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur
3 tímar – jóga, liðleiki og öndun
2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal
Tímar: 17:20 mán/mið/fös.
Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen
NORDICASPA
28 daga
hreinsun
með mataræði
og hreyfingu
WWW.NORDICASPA.IS
Hjá okkur nærðu árangri!
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem
mest út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem
mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að
verja líkamann á náttúrulegan hátt.
Lúxusnámskeið
NORDICASPA
fyrir konur og karla
4 vikna
Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af
óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að
vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og
komum þér af stað í nýjan lífsstíl!
Ertu að glíma við:
• Mataróþol
• Matarfíkn og sykurlöngun
• Maga- og ristilvandamál
• Verki og bólgur í liðum
• Streitu, þreytu og svefnleysi
• Þunglyndi
• Aðra lífsstílssjúkdóma
Kampavín
Humarsúpa
Humarhússins
Humarsúpa er vinsæl um áramót. Fréttatíminn fékk þá Guðmund Gunnars-
son og Ottó Magnússon á Humarhúsinu til að gauka að lesendum uppskrift
að sinni frábæru og einföldu humarsúpu.
1 kg humar í skel
2-3 msk. tómatmauk
6 hvítlauksgeirar
2 gulrætur
1 skalottlaukur
1 l rjómi
50 g smjör
fiskkraftur
svartur pipar
Aðferð:
Skelin brúnuð í vel heitum potti
ásamt grænmeti og tómatmauki (að
sjálfsögðu búið að taka humarinn úr
skelinni). Vatni bætt út í svo fljóti yfir
skelina og soðið í 25 mínútur. Sigtað,
krafti bætt út í og soðið niður í 2/3,
rjómanum bætt út í. Að lokum er
humarinn steiktur á pönnu, settur í diskinn og súpunni hellt yfir.