Fréttatíminn - 30.12.2010, Side 52
52 bíó Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Þ eir Frank og Casper leika einhvers konar ýktar útgáfur af sjálf-
um sér í Klovn-þáttunum en
þeir hafa báðir gert það gott
sem uppistandsgrínistar í
heimalandi sínu. Þættirnir
gera út á ótrúlegan klaufa-
skap Franks í mannlegum
samskiptum og taumlausa
kvensemi og þunglyndi Ca-
spers en þessir veikleikar
þeirra félaganna koma þeim
iðulega í botnlaus vandræði.
Þættirnir hafa notið um-
talsverðra vinsælda á Ís-
landi þannig að fjölmargir
aðdáendur trúðanna hafa
ærna ástæðu til að fagna
um áramótin þegar bíó-
myndin þeirra Klovn – The
Movie verður frumsýnd.
Þeir fara hér mikinn í þeim
groddalega húmor sem er
eitt helsta einkenni þeirra
og enginn skortur er á vand-
ræðalegum uppákomum
frekar en fyrri daginn þeg-
ar þeir Frank og Casper eru
annars vegar.
Að þessu sinni skella
vinirnir sér í óbyggðaferð
á Austur-Jótlandi þar sem
þeir ætla að taka þátt í heil-
mikilli kanóa-siglingu nið-
ur Guden-ána. Þeim tekst
að skilja konurnar sínar,
Miu og Iben, eftir heima
enda myndi nærvera þeirra
trufla áform Caspers sem
ætlar, venju samkvæmt, að
nota ferðina í eitt allsherjar
kvennafar. Frank hyggst
hins vegar nota tækifærið
til að kanna hvort föðurhlut-
verkið sé eitthvað sem henti
honum þannig að hann
kippir þrettán ára frænda
Miu með sér sem tilrauna-
dýri.
Gagnrýnendur í Dan-
mörku hafa almennt tekið
myndinni vel og hlaða á
hana stjörnum, yfirleitt fjór-
um eða fimm, og lýsa henni
sem „nútíma dæmisögu“,
„góðri þroskasögu“ og
„skemmtilegustu dönsku
myndinni sem sést hefur
í langan tíma“. Myndin er
einnig, eins og við var að bú-
ast, sögð svo pínleg á köfl-
um að áhorfendur freistist
til að líta undan en þeir sem
þjást af meðvirkni hafa vita-
skuld tekið út umtalsverðar
kvalir fyrir framan sjón-
varpið þegar Frank gerir
sig ítrekað að fífli.
Gagnrýnandi Ekstra
Bladet segir leikstjóranum
Mikkel Nørgaard og hand-
ritshöfundunum Frank og
Casper takast vel að breyta
hinum stuttu grínþáttum
í fyrirtaks bíómynd og
splæsir fimm stjörnum á
myndina. Berlingske Tid-
ende gefur Klovn – The
Movie fjórar stjörnur og
segir myndina vera „frá-
bært grín“ þar sem Casper
og Frank noti neðanbeltis-
grín sem afsökun fyrir því
að segja góða þroskasögu.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
frumsýning Klovn – The movie
Dónaleg þroskasaga
Myndin er
einnig sögð
svo pínleg
á köflum að
áhorfendur
freistist
til að líta
undan
bíódómur gauragangur
bíódómur Tron: legacy
Nýstirnið Noomi
Kvikmyndatímaritið Empire tilnefnir
sænsku leikkonuna Noomi Rapace
sem eitt af tíu heitustu nýstirnum
ársins. Hún er sögð hafa náð
heljartökum á breskum bíóá-
horfendum í mars með leik
sínum í Karlar sem hata konur
og hafi síðan varpað skugga á
það sem eftir lifði af árinu með fram-
haldsmyndunum tveimur. Hún er nú
komin til Hollywood þar sem hún leikur
í Sherlock Holmes 2 og samkvæmt
Empire er eins gott fyrir Holmes að
hún verði með honum í liði frekar en
andstæðingur. Orðrómur um að Noomi
komi til greina sem þátttakandi í for-
leiknum að Alien festir hana í sessi sem
stjörnu, að mati Empire.
Það gengur á ýmsu hjá þeim félögum Casper og Frank í Klovn – The Movie þegar þeir komast út í guðsgræna náttúruna án þess
að vera með konurnar í eftirdragi.
Hinir drepfyndnu dönsku fóstbræður Frank Hvam og Casper Christensen hafa
slegið í gegn með groddalegum neðanbeltishúmor sínum í sjónvarpsþáttunum
Klovn og skella nú heldur betur á skeið og láta öllum illum látum sem aldrei fyrr í
bíómyndinni Klovn – The Movie sem verður frumsýnd á Íslandi um áramótin.
í Gauragangi er sögð saga ung-lingspiltsins Orms Óðinssonar sem fjölmargir Íslendingar kann-
ast vel við. Bók Ólafs Hauks Símon-
arsonar um piltinn var metsölubók á
sínum tíma og nú er stórskáldið og
snillingurinn Ormur mættur í öllu
sínu veldi í bíó í virkilega vandaðri
og ljúfsárri mynd um allt glensið og
böggið sem fylgir því að vera ung-
lingur.
Unglingar eru í eðli sínu ógeðslega
leiðinleg fyrirbæri. Reynslulausir
einfeldningar sem eru samt uppfullir
af sjálfum sér, ósigrandi og ægilega
sniðugir í eigin huga. Ormur er alveg
hreint sérlega þreytandi eintak sem
burðast með stórkostlegar grillur
um sjálfan sig sem snilling og skáld-
jöfur. Hann er á síðasta árinu sínu í
grunnskóla og er eðlilega í stöðugri
uppreisn og gerir kennurum sínum
lífið leitt, hefur litlar áhyggjur af yfir-
vofandi samræmdum prófum, hangir
með vinum sínum og reynir stíft við
sætustu stelpuna í bekknum, hana
Lindu.
Eins og alltaf þegar kvikmyndir
eru byggðar á skáldverkum þurfa
handritshöfundar að velja og hafna
og hér er sú leið farin að fókusa á sam-
band Orms við vinina, fjölskylduna og
Lindu. Þessir þættir bjóða bæði upp
á heilmikið sprell og dramatík, ekki
síst þegar flækjustig sambandsins við
Lindu verður óhörðnuðum ungling-
unum illviðráðanlegt. Myndin styrk-
ist líka og fær aukinn slagkraft þegar
alvaran tekur við af gamninu.
Sagan gerist á árunum 1979 og
1980 og myndin fangar vel umhverfið
og tíðarandann þannig að Gauragang-
ur er sérlega vel heppnuð og metn-
aðarfull „períódu“-mynd. Leikararn-
ir standa sig upp til hópa með stakri
prýði. Krakkarnir í vinahópnum eru
ferlega skemmtilegir og mest mæð-
ir á Alexander Briem sem er nánast
alltaf í mynd sem Ormur. Hann skilar
persónunni með miklum stæl og það
er nokkuð ljóst að Gunnar B. Guð-
mundsson hefur þarna fundið fram-
tíðartalent. Þórarinn Þórarinsson
Tár, bros og gauragangur
Alexander Briem skilar Ormi með
miklum stæl.
T uttugu og átta ár eru býnsa löng bið eftir framhaldsmynd en í tilfelli Tron: Legacy má segja að hún hafi verið þess virði þótt myndin sé óttalegur hrærigrautur hugmynda
og geti varla talist frumleg, fyrir utan alveg hreint magnaðan þrí-
víddarheiminn sem er leikvangur sígildra átaka milli góðs og ills.
Tölvuævintýramyndin Tron hefur verið mörgum nördinum
hugleikin frá því Disney sendi hana frá sér árið 1982. Þar var Jeff
Bridges ungur og hress í miklu stuði sem forritarinn og tölvu-
leikjaséníið Kevin Flynn sem sogaðist inn í tölvuheim þar sem
forrit tókust á að
hætti skylm-
ingaþræla. Eftir
að Kevin kemst
í heilu lagi aftur
til mannheima
leggur hann
grunninn að
risavöxnu hug-
búnaðarveldi
sem lendir í
hremmingum
þegar hann
hverfur sporlaust og skilur ungan son sinn, Sam, eftir ráðvilltan
og sáran.
Tuttugu árum eftir dularfullt hvarfið dregst Sam í kjölfar föð-
ur síns inn í háþróaðan tölvuheiminn og kemst að því að pabbi
gamli hefur setið fastur þar allan þennan tíma þar sem forrit sem
Kevin skapaði í sinni mynd hefur snúist gegn skapara sínum og
Kevin hefur því farið huldu höfði í tuttugu ár.
Gamli maðurinn er ekki sami gæinn og hann var þegar hann
hvarf. Hann eyðir mestum sínum tíma í hugleiðslu enda upp-
fullur af zen-búddisma og hefur komist að sömu niðurstöðu og
Geir H. Haarde um að í vandræðum sé stundum best að gera ná-
kvæmlega ekki neitt. Sonurinn getur ekki beygt sig undir þetta
og gerir allt vitlaust í tölvuheiminum þannig að uppgjör Kevins
og forritsins Clu er óhjákvæmilegt.
Leit sonar að föður er minni sem hefur verið í stöðugri notkun
frá því Telemakkus leitaði að Ódysseifi í kviðu Hómers sem er
kennd við þann síðarnefnda þannig að hér er boðið upp á eld-
gamalt vín á hátæknibelgjum.
Sagan heldur engu að síður. Samband feðganna er tilfinn-
ingaríkt og fallegt og myndin er lengst af spennandi en rennur
út í dæmigerða loðmullu í lokin. Þrívíddarheimurinn er frábær
og þrívíddin er beinlínis hluti af umgjörð sögunnar en ekki
bjánalegt skraut eins og tíðkast í síauknum mæli í myndum frá
Hollywood.
Kröfuharðir Tron-aðdáendur hefðu sjálfsagt viljað fá meira
eftir alla þessa bið en allt sleppur þetta vel fyrir horn og skilar
sér í stórfínni skemmtun. Þórarinn Þórarinsson
Leit sonar að föður
Sofia Coppola
snýr aftur
Græna ljósið frumsýnir á
nýársdag Somewhere, nýjustu
mynd óskarsverðlaunahafans
Sofiu Coppola. Sofia er 39
ára, dóttir leikstjórans Francis
Ford Coppola og hefur fetað
í fótspor gamla mannsins
með góðum árangri. Hún fékk
Óskarinn fyrir handrit sitt að
Lost in Translation en hún var
einnig tilnefnd sem besti leik-
stjórinn og Lost in Translation
sem besta myndin.
Segja má að viðfang Some-
where sé Sofiu kunnuglegt
þar sem myndin segir frá
vinsælum Hollywood-leikara
sem þarf að endurmeta lífsstíl
sinn þegar hann situr óvænt
uppi með ellefu ára dóttur
sína. Hann hefur hingað til
leyft sér að djúsa, keyra
Ferraríinn sinn og skemmta
sér með hressum stelpum á
milli verkefna en vitaskuld er
vandséð að hægt sé að bjóða
barni upp á slíkan lífsstíl.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,7/10,
Rotten Tomatoes: 76%.
Stephen
Dorff og Elle
Fanning leika
feðginin.
Getur þú verið heimilisvinur
Abigale?
www.soleyogfelagar.is