Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 54

Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 54
54 tíska Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Raunhæf áramótaheit Tíminn er eitt að því fáa sem við getum ekki stjórnað. Alltof fljótur að líða. Hann flýgur yfir daga, vikur og mánuði og áður en við vitum af erum við farin að fagna enn einu árinu. Ég man eins og það hafi verið í gær þegar við landsmenn fögnuðum nýrri öld. Ég stóð uppi á Úlfarsfelli með fjölskyldunni og horfði á borgina sprengda gegnum aldamótin. Við skáluðum og glöddumst saman. Síðan þá hef ég upplifað margar nýárs- nætur. En nú er komið að næsta áfanga og enn eitt árið á enda. Tími til kominn að taka fram spariskóna og gera okkur klár fyrir komandi átök, gleðjast fag- mannlega með okkar nánustu. Síðasti séns að láta af ósiðum okkar og fagna eins og við ættum lífið að leysa. Á morgun verða áramótaheitin strengd, hvort sem þau verða raunhæf eða ekki. Við höfum beðið lengi eftir að geta strengt þessi heit: Hætta loksins að reykja, byrja +i metnaðarfullri megrun. Loksins þetta og loksins hitt. Hvers vegna ekki að byrja fyrr? Líklega eru megrunarkúrar algengasta áramóta- heit samtímans, hvort sem það er aðeins spurn- ingin um að hætta að borða nammi og drekka gos eða að taka virkilega á. Við erum öll útbelgd eftir jólamatinn og þráum nú að missa þau kíló sem settust á okkur yfir hátíðarnar. En er þá ekki skynsamlegast að byrja í aðhaldi eða megrun í byrjun desember? Fyrirbyggja þetta ástand sem við erum öll svo rosalega upptekin af. Af hverju ætti þetta endilega að takast betur á nýju ári? Verður hugsunarháttur okkar eða lífsstíll öðru- vísi á nýju ári? Líklega ekki. Þetta er allt inni í hausnum á okkur. Hugarástand sem getur breytt svo miklu fyrir okkur. Stíllinn er kósí Elísa Björk Schram er nítján ára og hefur mjög mikinn áhuga á tónlist, tísku og hönnun. Hún leggur mikið upp úr saumaskap og er að byrja með sína eigin línu með vinkonum sínum.„Stíllinn minn er mjög kósí. Þetta snýst meira og minna um þægindi og ég legg mikið upp úr því. Hugmyndir fæ ég alls staðar að, skoða mikið fatasíður á netinu, facebook annarra og horfi mikið á fólkið í kringum mig. Alls staðar fær maður hugmyndir að fatnaði. Uppáhaldsbúðin mín er Monki, sem er að finna víðsvegar á Norðurlöndunum. Væri gjörsamlega til í að eiga allt þaðan. Svo versla ég mikið í Sautján, Topshop og Zöru. Ég reyni þó að sauma sem mest á mig. Ég er mjög hávaxin svo að ég verð eiginlega að sauma fötin á mig sjálf.“ Álit annarra Þú hefur klætt þig í allar þær flíkur sem þú átt en getur engan veginn ákveðið í hverju þú vilt vera. Þér finnst engin samsetning vera rétt og átt erfitt með að taka ákvörðun. Lausnin er hins vegar handan við hornið. Þú tekur mynd af þér og skellir henni inn á vefinn Gotryiton.com. Þar er hópur af einstaklingum sem er alltaf tilbúinn að segja þér hvort sam- setning klæðnaðarins gengur upp. Hvort kjóllinn passar við skóna eða þá hvort peysan er hörmung. Einnig getur þú myndað þér skoðun á klæðnaði annarra. -kp Þarfnast umönnunar Skyndileg breyting á veðurfari þýðir að valið á réttu snyrtivörunum er mikilvægt. Húðin þarfnast mikillar umönnunar og gott er að fyrir- byggja ýmis atriði svo að við missum ekki tökin. Atriði sem við gætum auðveldlega bætt inn í líf okkar án frekari fyrirhafnar. 1. Passaðu upp á rakann Notum rakakrem sem byggt er á olíu, ekki vatni. Olían veitir vernd sem inniheldur rakann. Það er best að nota rakakrem sem saman- stendur af 80% olíu og 20% af vatni. 2. Sólarvörnin mikilvæg Sólarvörnin er ekki eingöngu mikilvæg á sumrin þegar sólin skín sem sterkast. Húðin getur orðið fyrir skemmdum af útfjólubláum geislum og mengun árið um kring svo að gott er að nota rakakrem eða snyrtivörur með sólar- vörn. Með styrk 15 eða meira. 3. Vatnsdrykkja Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að drekka nóg að vatni – sama hvaða árstíð er – en vatn er sérstaklega gott fyrir húðina á veturna og fyrirbyggir að hún þorni upp. Alltaf gott að hafa vatnsflösku við höndina til að grípa í. 4. Verjum hendurnar Hanskar eru ekki aðeins gerðir til þess að halda hita á höndunum. Þeir vernda okkur einnig fyrir þurru veðri. Ull er best en henni getur alltaf fylgt kláði. Bómull gæti hentað vel innan undir ullinni. 5. Fyrirbyggjum sprungnar varir Það er ekki heillandi að vera með sprungnar varir en það gæti gerst þegar kuldinn fer að láta á sér kræla. Reynum að fyrirbyggja þessi leiðindi og berum varasalva á varirnar. Reynum svo að sleikja varirnar sem minnst. Það ku valda meiri þornun. Ilmurinn sem vekur tilfinningar Nýjasti ilmur leikkonunnar Söruh Jessicu Parker hefur aldeilis hlotið góða dóma hérlendis. Ilmurinn kom á markaðinn fyrr á árinu og seldist betur en nokkur þorði að vona. Ilm- vatnsflaskan er heldur ógrípandi og óvenjuleg en kemur þó ekki í veg fyrir sölu þess. Hérlendis seldist ilmvatnið eins og heitar lummur og var eitt mest selda ilmvatn desembermánaðar. Innblásturinn að ilminum fékk leik- konan þegar hún lék í kvikmyndinni Sex and the City 2 og nefnir hann Carrie Bradshaw eftir hlutverki sínu í kvikmyndinni. Hún segir að þegar ilmvatnið sé notað fái konur sterka tilfinningu fyrir því hvernig Carrie lifi, alvöru tilfinningu fyrir frelsi og möguleikum og mikla ást á borginni. -kp Miðvikudagur Skór: Sautján Leggings: H&M Skyrta: Europris Úlpa: Monki Hálsmen: New Yorker Fimmtudagur Skór: Sautján Buxur: Monki Kjóllinn: Saumaði sjálf Föstudagur Jakki: H&M Skór: Minko Buxur: H&M Skyrta: H&M Mánudagur Leggings: H&M Peysa: Sautján Bolur: Monki Skór: Kaupfélagið Klútur: H&M Þriðjudagur Buxur: H&M Skór: Fókus Jakki: Af mömmu Bolur: Hagkaup Húfa: Gina Tricot 5 dagar dress ÚTSALAN SKÓLAVÖR‹USTÍG 6B SÍMI 562 6999 www.marialovisa.com er hafin

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.