Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 64
6000 eintök inn á topp tíu
Það þurfti sex þúsund seld eintök
til að komast á topp tíu listann yfir
mest seldu bækur ársins, að því
er Fréttatíminn kemst
næst. Lítill munur var
á bókunum í sjötta til
tíunda sæti listans,
aðeins munaði nokkur
hundruð eintökum á
ljósmyndabók Ara Trausta og
Ragnars Th., Lífsleikni Gillz,
Svari við bréfi Helgu Bergsveins
Birgissonar, Hreinsun Sofi Oks-
anen og Stelpum Þóru og Krist-
ínar Tómasdætra. Fjórar bækur
rufu tíu þúsund eintaka múrinn;
Furðustrandir Arnalds Indriða-
sonar, Matreiðslubók Hagkaups
með Friðriku Geirs, Ég man þig
eftir Yrsu Sigurðardóttur og
Stóra matreiðslubók Disney.
Gulla og Gigi halda partí
Heitasti nýársfagnaður þessara
áramóta verður haldinn á Hótel
Borg, sem hefur hýst mörg slík
eftirminnileg samkvæmi áður.
Veisluhaldararnir í þetta sinn eru
Gulla, kennd við MáMíMó, og Gigi
Pjattrófa. Sú síðarnefnda segir
gesti mega
búast við
„mjög eleg-
ant kvöldi“.
Veislustjóri
er Hilmar
Guðjónsson leikari, Sigríður
Thorlacius syngur undir borðum
og stórsveitin Orphic Oxtra leikur
fyrir dansi fram á morgun. Meðal
þeirra sem hafa boðað komu sína
á Hótel Borg eru Elínrós Snædal
athafnakona ásamt góðra vina
hópi, Hendrikka Waage hönn-
uður, Marta María Jónasdóttir
blaðakona og Jónmundur Guð-
marsson, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins.
Pops fagna nýju ári
Gömlu brýnin í „unglingahljóm-
sveitinni“ Pops halda sig við þá
góðu hefð að sjá hinni margróm-
uðu kynslóð sem kennir sig við
árið 1968 fyrir góðu stuði í byrjun
árs. Óttar Felix
Hauksson og félagar
ætla að slá upp nýárs-
dansleik á Kringlukr-
ánni 1. janúar og þar
verður skrúfað upp í
mögnurunum og tjúttað fram eftir
nóttu. Sótt verður í smiðju inn-
lendra og erlendra goðsagna tíma-
bilsins á borð við Bítlana, Stones,
Kinks, Gunna Þórðar og Magga
Kjartans þannig að þeir sem eru
farnir að reskjast vita á hverju þeir
mega eiga von.
HELGARBLAÐ Hrósið…
... meðlimir björgunarsveit-
anna sem vinna fórnfúst og
óeigingjarnt starf í þágu lands-
manna á hverjum degi ársins.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
Allir þeir sem Ísland byggja
okkar bestu kveðjur þiggja.
Fögur heit og fyrirhyggja
í framtíðinni skulu liggja.
Okkar hlutverk er að tryggja.
HELGARBLAÐ
70%
Höfuðborgarbúa
lesa Fréttatímann
Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember
meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.