Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 64
6000 eintök inn á topp tíu Það þurfti sex þúsund seld eintök til að komast á topp tíu listann yfir mest seldu bækur ársins, að því er Fréttatíminn kemst næst. Lítill munur var á bókunum í sjötta til tíunda sæti listans, aðeins munaði nokkur hundruð eintökum á ljósmyndabók Ara Trausta og Ragnars Th., Lífsleikni Gillz, Svari við bréfi Helgu Bergsveins Birgissonar, Hreinsun Sofi Oks- anen og Stelpum Þóru og Krist- ínar Tómasdætra. Fjórar bækur rufu tíu þúsund eintaka múrinn; Furðustrandir Arnalds Indriða- sonar, Matreiðslubók Hagkaups með Friðriku Geirs, Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur og Stóra matreiðslubók Disney. Gulla og Gigi halda partí Heitasti nýársfagnaður þessara áramóta verður haldinn á Hótel Borg, sem hefur hýst mörg slík eftirminnileg samkvæmi áður. Veisluhaldararnir í þetta sinn eru Gulla, kennd við MáMíMó, og Gigi Pjattrófa. Sú síðarnefnda segir gesti mega búast við „mjög eleg- ant kvöldi“. Veislustjóri er Hilmar Guðjónsson leikari, Sigríður Thorlacius syngur undir borðum og stórsveitin Orphic Oxtra leikur fyrir dansi fram á morgun. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á Hótel Borg eru Elínrós Snædal athafnakona ásamt góðra vina hópi, Hendrikka Waage hönn- uður, Marta María Jónasdóttir blaðakona og Jónmundur Guð- marsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Pops fagna nýju ári Gömlu brýnin í „unglingahljóm- sveitinni“ Pops halda sig við þá góðu hefð að sjá hinni margróm- uðu kynslóð sem kennir sig við árið 1968 fyrir góðu stuði í byrjun árs. Óttar Felix Hauksson og félagar ætla að slá upp nýárs- dansleik á Kringlukr- ánni 1. janúar og þar verður skrúfað upp í mögnurunum og tjúttað fram eftir nóttu. Sótt verður í smiðju inn- lendra og erlendra goðsagna tíma- bilsins á borð við Bítlana, Stones, Kinks, Gunna Þórðar og Magga Kjartans þannig að þeir sem eru farnir að reskjast vita á hverju þeir mega eiga von. HELGARBLAÐ Hrósið… ... meðlimir björgunarsveit- anna sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu lands- manna á hverjum degi ársins. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Allir þeir sem Ísland byggja okkar bestu kveðjur þiggja. Fögur heit og fyrirhyggja í framtíðinni skulu liggja. Okkar hlutverk er að tryggja. HELGARBLAÐ 70% Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.