Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 53

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 269 sjúklingum af félagslegum ástæöum til skemmri dvalar. Síðan 1980 hefur St. Jósefs- spítalinn í Hafnarfirði lagt inn sjúklinga úr heimahúsum vegna félagslegra aðstæðna með- an á sumarleyfum lækna stendur. í Reykjavík hafa 3-4 legurúm í Hafnarbúðum verið ætluð til félagslegra innlagna og vistfólki boðin eins mánaðar dvöl í senn. Vísir er einnig að slíku fyrirkomulagi við Öldrunardeild Hvítabands- ins, Geðdeild. f>á hefur sjúkrahótel Rauða kross íslands sinnt fólki, sem er sjálfbjarga að mestu leyti og hefur á pví sviði tekist sam- vinna við Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans, sem vísað hefur pangað fólki sem taldist fært um að dveljast par eftir að mat hafði leitt í ljós færni til pess. Um margar pessar innlagnir af félagslegum ástæðum var haft sarnráð við heimapjónustu Reykjavíkurborgar, og völdust til Öldrunar- lækningadeildarinnar peir sjúklingar, sem voru meira fatlaðir og purftu mest á virkri endur- hæfingu að halda. Gera má einnig ráð fyrir að sjúklingar hafi verið lagðir inn á aðrar sjúkra- deildir í Reykjavík á árinu af læknisfræði- legum ástæðum, pótt félagslegar ástæður hafi í rauninni verið brýnastar. Því hefur verið haldið fram, að að baki hvers félagslegs vandamáls sé annað læknisfræði- legt. Geta má könnunar prófessors Brockle- hurst í Manchester, sem framkvæmdi læknis- fræðilegt mat á 100 einstaklingum, öldruðu fólki, sem sampykkt hafði verið til vistunar á elliheimili. Könnun hans leiddi í ljós að 32 Tafla 10. Útskriftartími. Sjúklingar Heim innan 3 mánaða*) 40 Dvelja lengur en 3 mánuði .... 11 Útskrifaðir á elliheimili*) 6 Dóu*) 3 Alls 60 *) Meðallegutími 48.6 dagar Tafla 11. Ástand vid brottför. Betra 32 sjúklingar 53 % Óbreytt 25 sjúkiingar 41 % Verra 3 sjúklingar 5 % Alls 60 sjúklingar Tafla 12. Medferdarflokkar. Sjúklingar Virk endurhæfing 30 Viðhaldsendurhæfing 17 Mat (rannsókn) 13 Alls 60 einstaklingar purftu á annars konar aðstoð að halda og par af 16 sem purftu að Ieggjast inn á sjúkrahús (3). í grein sinni bendir hann á að róttækustu breytingar í lífi aldraðs einstak- lings eru að hverfa frá sjálfstæðu lífi á heimili sínu til stofnunar og bendir á, að sjúkdóms-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.