Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 19
LÆKNABLADID 291 í 10 tilvikum. Þessi eftirköst virtust ekki valda börnunum ópægindum eða baga þau við leiki eða við störf, sjá töflu IV. Við eftirrannsókn voru 65 barnanna algjör- lega óþægindalaus, en 10 höfðu minni háttar kvartanir. Sex þessara barna töldu sig hafa óverulega minnkaðan þrótt í handlegg og fimm kvörtuðu um væga þreytu eftir átök. Aðeins eitt barnanna hafði verki í olnboga eftir áreynslu og erfiði. Taugastarfsemi reyndist vera eðlileg hjá öll- um börnunum. Truflanir á starfsemi mið- taugar og ölnartaugar hurfu fullkomlega í öll- um tilvikum á fáum vikum, en leiðslutruflanir á sveifartaug stóðu talsvert lengur, en jöfn- uðu sig algjörlega á 4-7 mánuðum. Ekki komu fyrir vaxtartruflanir, myositis ossificans, né einkenni um þrýstidrep (com- partment syndrome) eða Volkmanns-kreppu. UMRÆÐA Óblóðug rétting og ytri festing með mjúkum stuðningsumbúðum gaf í þessari rannsókn góða raun við brot rétt ofan leggjarhnúa hjá börnum. Ófullnægjandi lokaárangri eftir slíka með- höndlun er lýst í 4 %-14 % tilvika (2, 17, 18, 19). í þessari rannsókn reyndist árangurinn ófullnægjandi hjá fimm einstaklingum (7,5 %), sem samsvarar mjög vel reynslu annarra höf- unda. Breytingar á burðarhorni (carrying angle) éru algengar eftir þetta brot og góður mæli- kvarði á hve vel hefur tekist að rétta brotið. í ýmsum uppgjörum frá seinni árum kemur Tafla III. Breytingar á burðarhorni, miðað við heila handleginn 0° 0-4' ’ 5-9° 10-14° Alls Minnkun á burðahorni . .. 34 15 16 4 69 Stækkun á burðarhorni • ■ - 4 2 - 6 Samtals 35 19 18 4 75 Tafla IV. Breytingar á hreyfingu (í gráðum) um olnboga midad vid heila handlegginn 0-5° 1 5-10° 11-15° 16-20° AUs Skerðing á réttingu ... 2 i 4 Skerðing á beygingu .. 8 i i 1 11 Ofrétting 4 • 4 2 10 Samtals 14 i 6 4 1 25 fram að tíðnin er talsvert mismunandi, eða frá 9 %-57 % (13, 17, 20). Með varusskekkju verða afleiðingarnar út- litslýti og skert starfsgeta handarinnar. Varus- skekkja fer eftir meðfæddu burðarhorni oln- bogans og þeirri minnkun sem verða kann, sem afleiðing slyssins. Hafi barnið 12° burðarhorn, sem ekki er óalgengt, getur þannig orðið um verulega minnkun á burðarhorni að ræða, áður en olnboginn fer yfir í varusskekkju. Við þessa rannsókn virtist orsökin fyrir breytingu á burðarhorni fyrst og fremst stafa af ófull- kominni réttingu á valgus- og varusskekkju á neðri brotenda. í þeim tilvikum sem ekki tekst að fá viðunandi réttingu á brotinu með óblóðugri aðgerð, teljum við rétt að gera innri festingu eftir opna réttingu. Þá eru að jafnaði notaðir tveir Kirschner-vírar til að festa brotenda (6, 10, 14, 15). Margir höfundar hafa lagt verulega áherslu á að festa framhandlegg í ranghverfingu (pronation) eftir réttingu (13, 15, 20). Hefur því verið haldið fram að með þessu móti minnki hættan á snúningsskekkju í brotinu, en þessi skekkja eigi sinn þátt í valgus- eða varus- skekkju á neðri brotenda (4, 21). Fram kemur við þessa könnun, að þegar brot var sett, var gengið frá framhandlegg í meðallegu eða ranghverfingu, eftir því hvernig brotið virtist falla best. Snúningslega fram- handleggs virtist pannig ekki hafa afgerandi áhrif á lokaniðurstöður. Minni háttar snún- ingsskekkja í brotinu virtist heldur ekki hafa teljandi slæm áhrif á lokaárangur og er það í samræmi við niðurstöður annarra höfunda (3). Alvarlegasti fylgikvilli brota ofan leggjarhnúa eru blóðrásartruflanir, með Volkmanns- kreppu sem afleiðingu. Þetta ástand stafar að öllum líkindum í flestum tilvikum af þrýsti- drepi. Aðrir höfundar telja tíðni blóðrásartruflana vera á bilinu 3 %-22 % (2, 3, 19, 21). f þessari könnun var óblóðug rétting reynd í upphafi í öllum tilvikum nema tveimur, en þar var strax augljóslega um blóðrásartruflun að ræða við komu. í öðru tilvikinu reyndist upparmsslagæð vera rifin, en í hinu var æðin klemmd á milli brotenda. Gerð var opin rétting hjá báðum þessum börnum, sem náðu sér fullkomlega. Fremur sjaldgæfur fylgikvilli kom fyrir hjá þremur börnum í þessari rannsókn, þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.