Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 24
294 LÆKNABLADIÐ ólöglega lækningastarfsemi, og sama mætti raunar gera í fleiri svipuðum tilvikum. Á síðari árum hefur mynstur lækningastarf- seminnar gjörbreyst, frá því að læknir leysti einn vanda hins sjúka frá byrjun til enda, í pað að um flesta sjúklinga og sjúkdóma þeirra, er myndaður starfshópur þar sem hver meðlimur hópsins annast tiltekið, oft mjög skýrt af- markað verkefni. Sumir þessara aðila hafa náin tengsl við hinn sjúka, en aðrir eru víðs fjarri og sjá jafnvel aldrei þann sjúkling, sem þeir taka þátt í að lækna. Stjómsýsla Margir læknar, sem hafa lækningaleyfi, hafa frá embættisprófi aldrei séð sjúkling þó störf þeirra séu að fást við sjúkdóma. Þá vinna enn aðrir læknar eingöngu við stjórnsýslu og skipulagsstörf. Störf þeirra eru oftar en ekki í því fólgin að staðsetja hina sjúku í þjóð- félagskerfinu. Læknir, sem aðeins fæst við einstaka þætti sjúkdóma, en sér aldrei sjúkling, hættir smátt og smátt að sjá tengsl sjúklings og sjúkdóms. En lækni, sem eingöngu fæst við stjórnunar- og skipulagsstörf, hættir við að sjá hinn sjúka eingöngu frá sjónarhóli stofnunar eða stjórnkerfis, og þá vaknar aftur spurning um, hver sé læknir. Þetta á ekki síst við þegar starfshópurinn, sem fæst við lækningu, saman- stendur ekki lengur eingöngu af læknum, heldur ýmsu öðru fólki, sem hlotið hefur menntun, sem tengist læknismenntuninni á einn eða annan hátt. Þetta fólk, sem við oft köllum »para-medical staff«, eru t.d. sálfræð- ingar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar o.fl. Sumt af þessu fólki er í miklu nánari tengslum við hinn sjúka, en að minnsta kosti sumir þeirra, sem læknisnafn bera og tengjast sjúk- dómi hans á einhvern hátt. Tilhneiging er einn- ig í þá átt, að menntun þessa fólks nálgast æ meira læknismenntun, hvað tíma og námsgögn snertir. Spurningunni um það, hver sé í raun og veru læknir, verður því æ erfiðara að svara. Ég sagði áðan, að tilhneiging þeirra sem eingöngu fást við tiltölulega þröng verkefni varðandi sjúkdóma, án þess að komast í snertingu við sjúklinga væri, að verkefnið eða stofnunin yrði miðstæð, en ekki sjúklingarnir, sem tilvist stofnunarinnar byggist á. Á sama hátt höfum við dæmi um, að læknar sem tengjast opin- berri stjórnsýslu, hætta að hugsa eins og lækn- ar og samsemja sig við stjórnkerfið, sem þeir starfa fyrir. Slíkt leiðir gjarna til þess, að þeir taka hagsmuni stjórnkerfisins fram yfir hags- muni sjúklinganna, jafnvel í þeim mæli, að þeir snúast gegn þeim kollegum sínum, sem hugsa öðruvísi. Endurmenntun Mig langar að lokum til að benda á hugsan- leg viðbrögð læknastéttarinnar sjálfrar við því, sem ég hef lýst hér að framan, og kalla mætti læknisfræðilega firringu. Hugsanlegt væri að breyta menntun lækna í þá veru, að þeir sem ekki hafa áhuga á að fást við sjúklinga, gætu tekið aðra leið út úr lækna- náminu eða í læknanáminu en hina klínísku leið. Staða þeirra myndi þá verða nær því að vera »para-klinisk«. Þá væri hugsanlegt að þeir, sem lokið hefðu að fullu læknanámi, en ákvæðu að fást ekki við klínísk störf, hefðu takmarkað lækningaleyfi við það starfssvið, sem þeir hefðu kosið sér, a.m.k. ef einhver ákveðinn tími væri liðinn frá því að þeir hefðu stundað klíníska læknisfræði. Væri ekki óeðli- legt, að þeir af þessum læknum, sem halda vildu sínu ótakmarkaða lækningaleyfi, væru skyldugir til að fara í endurmenntun í klínískri læknisfræði með ákveðnu millibili. Hvað stjórnsýslulækna varðar tel ég, að þá beri að skylda til að stunda klíníska læknis- fræði undir umsjá í ákveðinn tíma með ein- hverju tilteknu millibili, ella yrði þeim vikið úr samtökum lækna og/eða sviptir lækningaleyfi. Ég hef lagt hér fram til umhugsunar vanga- veltur um lækna og lækningu, og skal að lokum slegið fram skilgreiningu, sem þó engan veginn er tæmandi: Læknir er læknislærður einstaklingur, sem fæst við einstaklinga, haldna sjúkdómum, og lækning er árangurinn af starfi hans við þau viðfangsefni, hvort sem hún leiðir til bata, líknunar eða dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.