Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 33

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 301 Læknafélags Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna kjarasamminga. Eftir sem áður eru pó á- hrif Læknafélags Reykjavíkur afgerandi inn- an heildarsamtakanna par eð meiri hluti ís- enskra lækna býr á félagssvæði pess. Fræðslustarfsemin hefur ávallt verið veiga- mikill páttur í starfi Læknafélags Reykjavíkur og pað er eftirtektarvert hvað frumherjarnir voru ötulir í pessum efnum. Því bera vitni listarnir í gömlu læknablöðunum yfir fyrir- lestra og dagskráratriði fundanna. Þá hefur og ekki lítið verk að halda úti Læknablaðinu, sem lengi vel kom út mánaðar- lega og var fyrr á tíð alla jafnan skemmtilega skrifað og á góðu máli. Raunar var petta prekvirki af svo fáum mönnum að vera og ekki síst pegar samanburður er gerður við pað sem síðar varð pegar dráttur fór að verða á útkomu blaðsins, prátt fyrir pað að lækna- stéttin væri pá orðin hlutfallslega miklu fjöl- mennari. Læknafélag Rekjavíkur hafði allan veg og vanda af útgáfu Læknablaðsins til ársins 1955 en pá kom Læknafélag íslands inn í myndina. Afangar Við skulum augnablik reyna í huganum að tylla okkur á tá, rýna aftur í móðu liðins tíma og vita hvort við getum grillt í, pó ekki væri nema örfá atriði peirra kringumstæðna er ríkjandi voru við merkari áfangaskipti í sögu Læknafélags Reykjavíkur. Þeir voru 9 sem stofnuðu Læknafélag Reykjavíkur árið 1909. Þá var læknaskólinn gamli enn við lýði og tvö ár til stofnunar lækna- deildar í Háskóla íslands með auknu kennara- liði og meiri festu í skólastarfsemi. Átján nem- endur voru við nám í læknaskólanum og 3 kanditatar útskrifuðust petta á. íbútala Reykjavíkur var rúm 11 púsund manns og i landinu öllu rúmlega 84.500. Landakotsspítali hafði tekið til starfa fyrir 7 árum með 50-60 sjúkrarúmum. Þar lágu mest skurðsjúklingar en læknaskólinn og lengi vel læknadeild Háskólans áttu ekki í annað hús að venda til að ná í klínískan efnivið til kennslu fyrir stúdenta. Sérspítali fyrir holdsveika var byggður í Laugarnesi rétt fyrir aldamótin og fyrir geðveika á Kleppi árið 1907. Berklahælið á Vífilsstöðum var reist ári síðar eða 1910. Engin fæðingastofnun var til í bænum og engir möguleikar voru á að einangra fólk með hættulega, smitnæma sjúkdóma. Á 25 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur, árið 1934, er íbúatalan hér í höfuðborginni orðin tæp 33 púsund manns og um 37 púsund að Hafnarfirði og Seltjarnarnesi meðtöldum. í landinu öllu bjuggu pá 114-115 púsund manns. Á pessu ári eru 62 læknar starfandi í höfuð- borginni á móti 76 úti á landi. Átta kandídatar bætast í hópinn úr læknadeild. Þá hafði Land- spítalinn verið starfandi í 4 ár og Rannsókna- stofa Háskólans, sem verið hafði til húsa í Kirkjustræti 12 frá pví hún var stofnuð, árið 1917, flutti á pessu ári í nytt hús við Baróns- stíg par sem hún er enn. Farsóttahús Reykja- víkur hafði tekið til starfa 1920 og á pessu afmælisári Læknafélags Reykjavíkur var fyrir stuttu hafin viðbygging eða endurbygging á Landakotsspítala sem lauk ekki fyrr en all- mörgum árum síðar. 25-ára afmælisins var minnst með veislu- höldum og í tilefni pess var haldin heilsufræði- sýning fyrir almenning sem stóð í hálfan mán- uð, 6.-21. október. Mikið magn sýningamuna barst frá Þýskalandi, en auk pess voru ýmsir að- ilar hér innanlands sem lánuðu muni á sýning- una. Læknar fluttu stutt erindi fyrir almenning meðan á sýningunni stóð, kvikmyndir, heilsu- fræðilegs efnis foru sýndar og fluttir nokkrir fyrirlestrar í útvarp. Sýningin pótti hin merk- asta og var mjög vel sótt af almenningi. Tekjur urðu verulegar á peirra tíma mælikvarða. Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur var ákveðið »að verja tekjuafgangi sýningarinnar til pess að koma hér í Reykjavík upp heilsufræðilegu safni, sem svo gæti orðið grundvöllur fyrir almenningsfræðslu félagsins um heilbrigðis- mál,« eins og segir í fundargerð. Á 50 ára afmælinu 1959 var íbútala Reykja- javíkur orðin rúm 71 púsund manns og Stór- Reykjavíkur hátt 87 púsund eða um helm- ingur landsbúa. Þá eru um 180 læknar starf- andi hér á pessu svæði eða tæplega 500 íbúar á hvern lækni. Fæðingastofnun er nú risin í sérstöku húsi á Landspítalalóð og veruleg stækkun Landspít- alans hafin. Ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir hafa verið teknar í notkun, Blóðbankinn 1953, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1953-56, Bæj- arspítalinn 1955 (í hýsakynnum Heilsuvern- darstöðvarinnar, síðar Borgarspítalinn í Foss- vogi (1966-67) og fleira mætti nefna. 1 tilefni 50 ára afmælisins var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu félagsins og var Páll Kolka læknir fenginn til pess verks. Hóf hann söfnun gagna en seint miðaði, einkum vegna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.