Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 40
304 LÆKNABLADID svæðafélögum. Stjórnarkosning er skrifleg, óski einhver aðalfundarfulltrúi þess. Verði atkvæði jöfn við stjórnarkjör skal hlutkesti ráða. Kjósa skal einn endurskoðanda og annan til vara úr hópi félagsmanna til eins árs í senn. 15. grein Niður falli 6. töluliður greinarinnar »kosnir fulltrúar í B.H.M. og varamenn«. Aðrir tölu- liðir breytist til samræmis. Alls voru lagðar fram 17 tillögur til ályktunar. Ýmsar þeirra tóku miklum breytingum við endanlega afgreiðslu sem ályktanir aðalfund- arins. Tvær tillögur voru sameinaðar í eina ályktun og þrem var vísað til stjórnar L.í. til frekari athugunar. Samþykktar ályktanir urðu þannig 13 og fara þær hér á eftir: I. Aðalfundur L.t. 1983 telur nauðsynlegt, að stjórn félagsins láti semja reglur um, með hvaða hætti læknum skuli heimilt að kynna sig og starfsemi sína fyrir kollegum. Reglur þessar verði skoðaðar sem nánari útfærsla á 12. gr. I. kafla Codex Ethicus. Verði þær kynntar á næstu formannaráðstefnu og síðan lagðar fyrir aðalfund til samþykktar, enda greiði a.m.k. 3A fulltrúa atkvæði. II. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept 1983 felur stjórn L.Í. að kanna, hvort koma eigi á sjúklingatryggingum hér á landi, sem bæti sjúklingum ófyrirséðan skaða af læknisaðgerðum eða lyfjagjöf. III. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983 skorar á heilbrigðismáiaráðherra að láta gera áætlun um læknaþörf á íslandi til aldamóta. í henni komi fram heildarfjöldi læknislærðra, fjöldi starfandi lækna á landinu og skipting þeirra eftir sérgreinum. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn L.í. að ljúka við þá könnun um atvinnuhorfur íslenzkra lækna, sem þegar er í gangi á vegum L.Í. og beita sér fyrir ráðstefnu um þau mál. IV. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983 felur stjórn L.Í. að beita sér fyrir ráðstefnu um skipulag og samræmingu sér- fræðináms íslenzkra lækna heima og erlendis með þátttöku læknadeildar Háskóla íslands, menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. V. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983 felur stjórn L.í. að beita sér fyrir stofnun starfshóps til undirbúnings samræm- ingar á sérfræðinámi íslenzkra lækna með til- liti til sameiginlegs vinnumarkaðar á Norður- löndum og fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um sérfræðileyfi. VI. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983 vill vekja athygli á, að ekki er til miðbókasafn í læknisfræði í landinu. Beinir fundurinn því til stjórnar L.Í., að hún hlutist til um, að slíkt bókasafn fái aðstöðu í Þjóðar- bókhlöðunni, sem nú er í byggingu. Hafi hún um það samráð við þá aðila, sem nú þegar veita þjónustu á þessu sviði. VII. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983 lýsir því yfir, að hinn stöðugi kjarnorkuvopnavígbúnaður þjóða heims sé ógn við mannkynið og auki hættuna á gjöreyð- ingu nútíma menningar og mannlegs lífs. Læknum er skylt að vinna gegn sífelldri hættu á notkun kjarnorkuvopna, þar sem kjarnorku- hernaður stríðir gegn öllum þeim viðhorfum, er marka starf þeirra. Læknafélag íslands telur rétt að auka fræðslu heilbrigðisstétta og al- mennings um læknisfræðilegar afleiðingar kjarnorkustríðs, enda getur heilbrigðisþjón- ustan alls ekki veitt þá hjálp, sem að gagni kæmi í kjarnorkustríði. Læknastéttin bendir á, að eina raunhæfa leiðin til árangursríkra almannavarna á þessu sviði er að vinna að stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og síðan að eyðileggingu allra kjarnorkuvopna. Skorar Læknafélag íslands á íslenzka ríkið að vinna eftir þessari meginreglu á alþjóðavettvangi. Jafnframt fagnar fundurinn stofnun Samtaka íslenzkra lækna gegn kjarnorkuvá. VIII. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983 felur stjórn L.í. að sjá til þess, að ávallt séu fyrir hendi upplýsingar um sundur- liðaðan kostnað við heilbrigðisþjónustu á ís- landi ásamt samanburði við kostnað ná- grannaþjóðanna. Upplýsingar þessar verði kynntar læknum og almenningi reglulega og þegar tilefni gefst. IX. Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983 felur stjórn L.í. að beita sér fyrir könnun og umræðum um kosti og galla mismunandi kerfa 1 rekstri sjúkrahúsa á sama hátt og verið er að kanna mismunandi rekstr- arform heilsugæzlustöðva. Könnun þessari verði lokið fyrir 1. maí 1984. X. Aðalfundur L.í. haldinn í Domus Medica dagana 19.-20. sept. 1983 ályktar, að fjölgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.