Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 53

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 53
LÆKNABLADIÐ 311 skrái sig hjá hinum nýju læknum nú í desem- ber. í læknalögum eru ákvæði um, með hvaða hætti læknum er heimilt að kynna sig og starfsemi sína. Stjórn L.Í. er þeirrar skoðunar, að hefðu læknarnir staðið fyrir þeirri kynn- ingu, sem fram fór á Heilsugæzlunni í Garða- bæ, væri um brot á læknalögum að ræða og málið því fordæmi, ef löglegt yrði talið, fyrir því, að hagsmunaaðilar kynni og auglýsi ákveðna lækna eða stofnanir. Að höfðu sam- ráði við L.R. var málið lagt fyrir landlækni, og í svarbréfi hans segir: »Eftir að hafa kynnt mér gögn þessa máls, er ég sammála þeirri skoðun Læknafélags íslands, að hefðu læknarnir staðið fyrir um- ræddri kynningu væri um brot á læknalögum að ræða. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þeir hafi átt beina aðild að kynningunni. Hér virðist því um að ræða einhliða aðgerðir af hálfu bæjaryfirvalda í Garðabæ. í því tilviki er það jafnframt mikið álitamál hvort bæjaryfirvöld hafi brotið gegn lögum eða reglugerðum.« f>ar sem ekki hafði fengizt niðurstaða, sendi stjórnin erindið til heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis með ósk um, »að ráðuneytið geri gangskör að því að fá úr því skorið, hvar mörk heimilar og óheimilar kynningar annarra en lækna á lækningastarfsemi þeirra liggja.« Svar ráðuneytisins var svohljóðandi: »Ráðuneytið telur að slík mörk verði ein- göngu mörkuð eftir dómstólaleiðum og þá tæþlega svo, að fram fáist almenn og algild regla. í umræddu máli liggur ekki fyrir ráðu- neytinu kæra um brot á læknalögum né öðr- um lögum. Mun því ekkert verða frekar aðhafst að svo stöddu.« í framhaldi af þessu máli leggur stjórn L.í. fyrir aðalfundinn tillögu um áskorun á ráð- herra að gangast fyrir breytingu á umræddum ákvæðum læknalaga. 11. Sérfrædiréttindi í fleiri en einni sérgrein. Samkvæmt reglugerð um sérfræðileyfi, nr. 39/1970, getur enginn læknir »hlotið sérfræði- leyfi nema í einni grein læknisfræði«. Frá þessu eru þó tilteknar undantekningar. Vegna þessa ákvæðis hafa nokkrir læknar orðið að afsala sér áður fenginni sérfræðivið- urkenningu til þess að geta fengið viðurkenn- ingu í nýrri grein. Einn læknir hefur ítrekað kvartað undan þessu við félagið. Það varð til þess, að Læknafélag íslands leitaði álits heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. í bréfi L.í. segir m.a.: »Stjórn Læknafélags íslands telur reglugerð- ina að þessu leyti ganga lengra en lögin, sem leggja megin áherzlu á mat á sérfræðinámi, og því vafasamt, hvort ákvæði hennar stenzt. Óskað er eftir áliti ráðuneytisins á þessu atriði, og þá á hvaða lagaákvæðum reglugerðará- kvæðið byggir.« í svarbréfi ráðuneytisins segir: »Eftir því sem ráðuneytið hefur komist næst eru ákvæði þessa efnis sem upþhaflega eru sett í reglugerð nr. 136/1961 komin til vegna tilmæla frá Læknadeild Háskóla íslands, og munu rökin hafa verið þau í upphafi, að læknum væri ómögulegt að stunda eða halda sér við í fleiri sérgreinum heldur en einni. Með þeim breytingum sem gerðar voru 1970 er þó fallið frá þessu sem undantekningarlausri aðal- reglu, þar sem viðurkenndar eru ákveðnar hliðargreinar. Á þeim rúmu 20 árum sem ákvæði þessa efnis hafa verið í gildi hefur ráðuneyti heilbrigðismála ekki borist nein kvörtun, fyrr en með áður tilvitnuðu erindi yðar. Virðast læknar hafa litið á þessa reglu sem sjálfsagða. Ráðuneytið er þeirrar skoð- unar, að vafasamt sé að heimilt sé að setja ákvæði sem þetta í reglugerð án ótvíræðrar heimildar í lögum. Hins vegar hefir ákvæði þessa efnis verið í reglugerð í rúm 20 ár og því verið framfylgt mótmælalaust allan þennan tíma. Ráðuneytið er því þeirrar skoðunar að hér hafi skapast svo rík venja, að henni verði ekki rutt úr vegi nema með lagabreytingu. Væntir ráðuneytið þess að tekin verði afstaða til slíkra breytinga við endurskoðun læknalaga sem stendur fyrir dyrum.« Að fengnu svari ráðuneytisins leitaði stjórn- in álits 18 sérgreinafélaga og sendi þeim ljósrit af bréfum L.Í. og ráðuneytisins. Svör bárust frá 10 félögum. Eitt félagið taldi ástæðu til að rýmka undanteikningarheimildir í reglugerð- inni, en 9 félög töldu ekki ástæðu til breyt- inga. Stjórnin ákvað með hliðsjón af áliti sér- greinafélaganna að gera ekkert frekar í máli nu. Kjaramál Adalkjarasamningur B.H.M. Þann 18. febrúar sl. var gerður nýr aðalkjarasamningur milli launamálaráðs B.H.M. og fjármálaráðherra fyrir næsta samningstímabil, sem skv. lögum var 2 ár, þ.e. frá 1. marz 1984 til 28. febrúar 1986. Einu breytingarnar frá fyrri samningi voru 4.5% launahækkun þann 1. marz og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.