Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 60
316 LÆKNABLAÐIÐ A. Kæra frá læknum Hjartaverndar, dags. 18. apríl 1983, vegna fréttatilkynningar tveggja stjórnarmanna í Félagi íslenzkra heimilis- lækna um þing félagsins um faraldsfræðirann- sóknir og kerfisbundnar hópskoðanir, laugar- daginn 26. marz 1983 að Hótel Loftleiðum, sem send var fjölmiðlum fyrir pingið. Kæru- atriði voru fimm: 1. Fréttatilkynning, undirrituð af Jóhanni Agústi Sigurðssyni og Gunnari Heiga Guðmundssyni og pá sérstaklega pessi ummæli: »Tími er kominn til að nýta sér pá þekkingu sem fengist hefur úr þessum skoðunum og gera þær hópskoðanir sem gerðar eru á ungbörnum, í skólum og á fullorðn- um, markvissari og ódýrari. Ástæðulaust er að senda fólk í umfangsmiklar rannsóknir t.d. hjarta- rafrit, öndunarpróf, röntgenmynd af hjarta og lungum, sykurþolspróf eða blóðrannsóknir. Engu að síður eru um 1.500 manns sendir með tilvísanir til Hjartaverndar í slíkar rannsóknir; rannsóknir, sem koma ekki að neinum vísindalegum notum og eru ekki til neins gagns fyrir einstaklinginn sjálfan. Hér er því eytt miklum fjármunum, lauslega áætlað 4-5 milljónum króna á ári, án gildra læknisfræðilegra raka.« 2. Frétt lesin í fréttatíma hljóðvarps 25. marz 1983, en hún hefst á þessum orðum: »Heimilislæknar senda árlega fimmtán hundruð manns 1 umfangs- miklar rannsóknir til Hjartaverndar, sem koma ekki að neinum vísindalegum notum og eru ekki til neins gagns fyrir einstaklingana sjálfa. Laus- lega áætlað kosta þessar rannsóknir fjórar til fimm milljónir króna á ári. Þetta kemur meðal annars fram í frétt frá Félagi íslenzkra heimilis- Iækna.« 3. Frétt og viðtal við dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson í sjónvarpi 26. marz 1983. 4. Grein 1 dagblaðinu Pjódviljanum 26. marz 1983, þar sem tekið er orðrétt úr fyrrgreindri fréttatil- kynningu kærðu, síðari ummæli í lið 1 hér að framan. 5. Viðtal við Jóhann Ágúst Sigurðsson í dagblaðinu Tímanum 6. apríl 1983. í viðtali þessu eru eftirfarandi ummæli: »Ég vil þó taka skýrt fram, að við erum ekki að deila á Hjartavernd sem vísindastofnun, hins vegar deilum við á að Hjartavernd taki að sér að verða einhvers konar heilsuverndarstöð eða lækn- ingamiðstöð. t stuttu máli erum við að reyna að koma því á framfæri, að það sem maður getur komist að hjá einkennalausum manni er hægt að gera á svo einfaldan hátt að allt þetta umstang er nánast ónauðsynlegt.« Úrskurðarorð nefndarinnar: Siðanefnd L.í. telur að dr. Jóhann Ágúst Sigurðs- son, héraðslæknir, og Gunnar Helgi Guðmunds- son, læknir, hafi með fréttatilkynningu til fjöl- miðla og ummælum um starfsemi Hjartaverndar þar, sem urðu tilefni fréttar í útvarpi 25. mars 1983 og sjónvarpi og dagblaðinu Pjódviljanum 26. mars, svo og ummælum dr. Jóhanns Ágústar í dagblaðinu Tímanum 6. apríl, gerst brotlegir við 10. gr. I. kafla og 1. gr. III. kafla Codex ethicus, og áminnir þá um að halda ákvæði þessi og önnur ákvæði Codex ethicus. B. Kæra frá stjórn F.Í.H. vegna blaðagreinar eftir Sigurð Samúelsson, prófessor og for- mann Hjartaverndar, sem birtist í Morgun- blaðinu 23. apríl 1983. Eftirfarandi ummæli eru kærð: 1. »Undir niðri er þó allt annað uppi á teningnum. Hér er fyrst og fremst um peningasjónarmið að ræða og »hin nýja læknastétt« mundi gleypa við öllum þeim hópskoðunum sem þeir gætu fengið.« 2. »Fyrirgangur sérfræðinga í heimilislækningum er mikill og vilja þeir auðsjáanlega fá yfirráð yfir allri heilsugæslu. M.a. krefjast þeir að fá að annast barnaverndarstarf hér í Reykjavík, sem verið hefur I höndum sérfræðinga um áratuga- skeið með þeim ágætum, sem allir þekkja. Pað er eðlilegt að fólk verði hissa og spyrji hvernig sérnámi þessara heimilislækna sé farið. Víst er að ekki hafa þeir langt nám í hinum ýmsu sérgrein- um læknisfræðinnar samkvæmt þeirri reglu- gerð, er þeir fá viðurkenningu eftir. Sumir myndu segja að hér væri verið að snúa þróun læknis- þjónustu til hins verra.« 3. »Slíkar »halleluja« samkomur sannfæra ekki lækna um að hér sé samviskulega að málum staðið, enda stóð ekki á siðlausri framkomu tveggja nýliða í heimilislækningum, sem auglýstu í fjölmiðlum daginn fyrir málþingið og án þess að stjórn Félags íslenskra heimilislækna væri höfð með 1 ráðum, hve mikið væri gert af óþarfa rannsóknum við hópskoðanir hér á landi og höfðu þar með í frammi ósæmilegar aðdróttanir um störf margra sérfræðinga og sérgreina þeirra innan læknisfræðinnar.« Úrskurðarorð nefndarinnar: Siðanefnd L.Í. telur að Sigurður Samúelsson, prófessor, hafi með ummælum sínum í grein 1 Morgunbladinu hinn 23. apríl 1983, sem greind er hér að ofan 1 liðum 1. og 2., gerst brotlegur við 1. gr. III. kafla Codex ethicus, og áminnir siðanefnd hann um að halda ákvæði þessi og önnur ákvæði Codex ethicus. C. Kæra frá Sigurði Samúelssyni, prófessor og formanni Hjartaverndar, dags. 4. ágúst 1983, vegna fréttar frá þáverandi stjórn Félags íslenzkra heimilislækna, sem birtist í Morgun- bladinu hinn 17. apríl 1983 undir fyrirsögninni: »Hópskoðanir of dýrar og brýnt að gera þær markvissari en nú er.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.