Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 65

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 65
LÆKNABLAÐID 317 í lokakafla greinarinnar segir: »Stjórn Félags íslenskra heimilislækna tekur undir þá gagnrýni, sem fram kom á ráðstefnunni á tilvísanir fólks með lítil eða engin sjúkdómsein- kenni til rannsóknarstofu Hjartaverndar.« Úrskurðarorð nefndarinnar: Vegna ummæla stjórnar Félags íslenskra heimil- islækna í grein hennar í Morgunblaðinu hinn 17. apríl 1983, þar sem tekið er undir þá gagnrýni, sem fram kom á ráðstefnu 26. marz 1983 á tilvísanir fólks með lítil eða engin sjúkdómsein- kenni til rannsóknarstofu Hjartaverndar, sem siðanefnd telur hafa, eins og á stóð, verið til þess fallin að kasta rýrð á störf stéttarbræðra, vekur siðanefnd L.í. athygli á ákvæðum 1. gr. III. kafla Codex ethicus og áminnir læknana Eyjólf Þ. Haraldsson, Guðfinn P. Sigurfinnsson, Þengil Oddsson, Jóhann Ágúst Siguðsson, Lúðvíg Guð- mundsson, Katrínu Fjeldsted, Ingþór Friðriksson, Leif Dungal og Gunnar Helga Guðmundsson um að halda þau og önnur ákvæði Codex ethicus. Þann 30. janúar sl. vísaði Siðanefnd frá sér erindi, sem hún taldi ekki innan starfssviðs nefndarinnar. Samkvæmt ábendingu 2ja lækna vísaði stjórn L.í. til Siðanefndar til athugunar og afgreiðslu auglýsingu frá Lækningarannsókna- stofunni, Hverfisgötu 105, sem birtist í Frétta- bréfi lækna 2/1984. Niðurstaða nefndarinnar þann 24. apríl sl. var þessi: »Þegar til þess er litið hvernig auglýsing Lækn- ingarannsóknastofunnar, Hverfisgötu 105, sem birtist í Læknablaðinu, er orðuð og hvar hún er birt, þá telur siðanefnd L.Í. auglýsinguna ekki vera brot á 12. gr. Codex ethicus, enda heimilar sú grein Iæknum að auglýsa starfsemi sína með vissum hætti, sbr. 12. gr. læknalaga nr. 80/1969. Hér má einnig benda á ákvæði 4. gr. 1. nr. nr. 30/1963, sem leggur algjört bann við auglýsingum til almennings á lyfjum, en heimilar auglýsingar til lækna og lyfjafræðinga.« Útgáfustarfsemi Læknablaðid kemur út reglulega 10 sinnum á ári, og er eins og undanfarin ár unnið og prentað í Danmörku. Á sl. ári var leitað eftir tilboðum frá íslenzkum prentsmiðjum um að prenta blaðið, en pað reyndist mjög óhagstætt. Ákveðið hefur verið að leita eftir tilboðum í prentun blaðsins frá næstu áramótum hjá fleiri íslenzkum prentsmiðjum. Fréttabréf lækna, sem byrjað var að gefa út í upphafi árs 1983, hefur komið út reglulega einu sinni í mánuði skv. upphaflegri áætlun. Útgáfan hefur gengið vel og Fréttabréfið hlotið góðar undirtektir. Handbók lækna 1984, 3. árg. er með seinna móti, er gert er ráð fyrir, að hún berist læknum í ágústmánuði. Læknatal. Fyrri hluta vetrar var lokið við að prenta og binda hluta af Læknatali því, sem lengi hefur verið í undirbúningi, en þá kom í ljós, að nokkrar slæmar villur voru í bókinni og því nauðsynlegt að endurprenta nokkrar arkir. Bókin er nú í endurvinnslu og talið líklegt, að hún komi í endanlegu formi á markaðinn í ágúst eða september. Ritskrá lækna hefur einnig verið alllengi í undirbúningi. Fyrir rúmu ári var ákveðið að tölvusetja skrána, en það mun mjög einfalda viðbætur og endurútgáfu. Ekki tókst að finna heppilegt tölvukerfi fyrir skrána fyrr en á sl. vertri, er náðist samstarf við Norrænu eldfjalla- stöðina um að nota þeirra tölvu og skrán- ingarkerfi. Lífeyrissjóður lækna Á árinu 1983 voru veitt 156 lán úr sjóðnum að fjárhæð samtals kr. 20.666.000.00. Vísitölu- tryggð verðbréf voru keypt af Framkvæmda- Adalfundafulltrúum gafst kostur á siglingu um ísa- fjardardjúp med vidkomu í Vigur og hér skoda menn vindmylluna gömlu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.