Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 66

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 66
318 LÆKNABLADID sjóði fyrir kr. 14.500.000.00. Iðgjöld námu um kr. 28.000.000.00. Makalífeyrir var greiddur 9 ekkjum og ekklum, en barnalífeyrir með 8 börnum. Tveir læknar nutu elliflífeyris og einn læknir örorku- lífeyris. Árið 1984 eiga sjóðfélagar, sem hófu ið- gjaldagreiðslur á árinu 1982, rétt á lánum úr sjóðnum ailt að kr. 150.000.00. Eldri sjóð- félagar eiga rétt á allt að kr. 400.000.00. Lánin eru til 10 ára með 5 % ársvöxtum bundin láns- kjaravísitölu. Enn er vakin sérstök athygli þeirra, sem stunda framhaldsnám erlendis, á lokaákvæði 9. greinar reglugerðar sjóðsins, sem hljóðar þannig: »Stjórninni er heimilt að fella niður ið- gjaldagreiðslur í mest 2 ár, þegar ungir sjóð- félagar eiga í hlut og lenda í greiðsluvand- ræðum vegna framhaldsnáms erlendis eða af öðrum ástæðum, sem stjórnin metur gildar. Ið- gjaldagreiðsla fyrir og eftir slíkt tímabil telst samfelld, sbr. 12.-14. gr.« Um niðurfellingu iðgjaldagreiðslna þarf að sækja skriflega til stjórnar sjóðsins. Falli iðgjaldagreiðslur niður í meira en 2 ár, skerð- ist lífeyrisréttur þeirra, sem náð hafa lífeyris- réttindum þannig, að ekki verður um fram- reikning á greiddum iðgjöldum að ræða, fyrr en þeir hafa greitt iðgjald í 3 ár að nýju. Námssjóður lækna Iðgjöld árið 1983 voru um 8.9 milljónir króna. Styrkir veittir sjóðfélögum voru á sama ári um 3.2 milljónir, önnur úttekt um 1.9 milljónir, en inneignir þeirra um sl. áramót voru um 8.1 milljón króna án vaxta. Veitt lán á árinu voru kr. 12.6 milljónir. Víxileign nam í árslok 2.2 milljónum og skuldabréfaeign 13.1 milljónum króna. Almenn lánsfjárhæð er nú hæst kr. 100.000.00 og er veitt til 2ja ára eins og áður með afborgun á 6 mánaða fresti. Bréf þessi bera hæstu skuldabréfavexti. Lán vegna kaupa á starfsaðstöðu sjóðfélaga, vísindavinnu eða annars eru til allt að 3ja ára og fullverðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Erá ársbyrjun 1983 eru reiknaðir sparisjóðs- vextir á inneignir. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna Árið 1982 úthlutaði stjórn sjóðsins 36 styrkj- um að fjárhæð samtals kr. 126.500.00, en í fyrra var úthlutað kr. 172.000.00 til 34 ekkna og ekkla. Skrifstofa læknafélaganna Skrifstofa læknafélaganna er eins og öllum læknum er kunnugt í húsnæði, sem L.í. og L.R. eiga sameiginlega í Domus Medica, Reykjavík. Skrifstofan er rekin af L.Í. Hún er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00, en vinnutími starfs- fólks er frá kl. 08.00. Á skrifstofunni starfa nú 6 manns þ.m.t. ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins. Auk þess að veita félagsstjórnum, samn- inganefndum og öðrum starfsnefndum félag- anna aðstoð og þjónustu og sjá um fjármál þeirra sér skrifstofan um afgreiðslu, fjárreiður og bókhald fyrir Lífeyrissjóð lækna og Náms- sjóð lækna, svo og undirbúning fyrir útgáfu Læknablaðsins og fylgirita þess, Handbókar lækna og Fréttabréfs lækna. í>á eru ýmis önnur verkefni innt af hendi og snúa þau bæði að læknum sjálfum, viðsemjendum eða vinnu- veitendum þeirra og jafnvel öðrum aðilum, sem leita upplýsinga. Helztu verkefni og verkþættir I. Fundir: Framkvæmdastjóri situr alla fundi stjórna L.Í. og L.R., samningafundi og fundi samninga- nefnda og Starfsmatsnefndar auk stöku funda með stjórnum sjóða, útgáfunefndur o.fl. Rit- stjórnarfulltrúi situr alla fundi Læknablaðsins og Fréttabréfs lækna. Ragnar H. Guðmunds- son situr alla fundi stjórna Lífeyrissjóðs og Námssjóðs. Sofie Markan situr fundi með Fræðslunefnd og Læknablaðinu. Fundirnir krefjast undirbúnings, svo og framkvæmda á ákvörðunum þeirra síðar t.d. í formi bréfa- skrifta. Allt starfsfólkið tekur þátt í undirbún- ingi stærri árlegra funda, svo sem aðalfunda L.í. og L.R., læknaþinga og fræðslunám- skeiða. II. Fjármál og bókhald: Innheimta árgjalda L.Í., iðgjalda í Lífeyrissjóð, Námssjóð og Orlofssjóð, áskrifta Læknablaðs- ins hjá öðrum en læknum, svo og auglýsinga í Fréttabréf lækna. Umsjón og varzla fjár fé- laga og sjóða. Allt bókhald þessara aðila og árlegt reikningsuppgjör. III. Almenn þjónusta: Útsending og afhending kjarasamninga og taxta. Sala hvers kyns eyðublaða til lækna og sjúkrastofnana. Vélritun skuldabréfa og af-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.